Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 30

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 30
UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA BETRI Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð. E N N E M M / S IA • N M 71 94 0 ur, ég segi ekkert frá smáskotum og minni kærustum, svo kannski verða einhverjir spældir. Segi bara frá þeim sem skiptu mig máli. Ef ég hefði ætlað að segja eitthvað krass- andi og særandi um aðra þá hefði minn góði ritstjóri og yfirlesarar stoppað það af, þannig að þeir sem lesa þessa bók í leit að slíku verða fyrir vonbrigðum.“ Bókin er byggð upp sem hefð- bundin þroskasaga og lýkur þegar söguhetjan er komin í örugga höfn með góðum maka. Er það ekki andstætt öllum kvenfrelsiskröfum samtímans? „Í raun og veru endar bókin ekki þar. Hún endar þegar ég er beðin að skrifa fyrstu bókina og er komin á þessa rithöfundar- braut sem ég hef verið á síðan. Það vildi bara svo til að það gerðist fáum árum eftir að við Eggert tókum saman. Hann sagði hins vegar oft við mig; „þú skrifar ekki um mig?, þannig að það verður ekkert fram- hald á þessari ævisögu.“ Einfaldlega að berjast fyrir lífi sínu Þegar hún minnist á Eggert vikn- ar Þórunn dálítið og talið berst að sorginni og þeim erfiða tíma sem fram undan er; fyrstu jólunum án hans. „Ég er nú vaxin upp úr því að vera væluskjóða, en þegar afabarn númer tvö fékk nafn nýlega og núna þegar ég fæ nýja bók í hendurnar sakna ég hans mikið. Við kvíðum jólunum, en fjölskyldan verður sam- an og við styðjum hvert annað. Ég var heppin að eiga frábæran mann í 34 ár og er afar þakklát fyrir það, tók strax þann pól í hæðina gegnum sorgina. Maður gerir það sem þarf að gera og þess vegna er enginn duglegur í sorg, heldur einfaldlega berst fyrir lífi sínu, það er enginn annar kostur.“ Tíminn er hlaupinn frá okkur og að lokum spyr ég Þórunni hvað hún sé ánægðust með í Stúlku með höf- uð. „Ég vissi aldrei í barnaleiknum „Fram, fram fylking? hvort ég vildi appelsínu eða epli. Það er eitthvað sálrænt, ég á erfitt með að gera upp á milli. Ég er ánægð með bókina alla, hef satt að segja aldrei verið eins glöð með bók, nema kannski Upp á Sigurhæðir. Sögu Matthíasar Jochumssonar af því sú bók tók mig fimm ár og ég var svo fegin að vera laus. Ég er ekki síst ánægð með myndirnar í Stúlku með höfuð, ætl- aði að láta standa aftan á kápunni „Ævintýri með 100 myndum? eins og á Dísu ljósálfi, en það gleymdist. Eftir að hafa hugleitt líf mitt í tvö ár sé ég fyrst og fremst að ég hef verið óvenju farsæl í lífinu. Stend nú á tímamótum, að byrja þriðja og síðasta Satúrnusarhringinn og vil halda áfram að gera mitt besta. Það sem gildir er að slaka á og þora að vera hamingjusamur. Ég held upp á 25 ára dansafmæli í janúar með því að fara með Kramhúskennurum mínum og afródítum til Guineu Co- nakry í Vestur-Afríku að dansa. Líf- ið heldur áfram og ég tek þátt í því.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is „Ég er nú vaxin upp úr því að vera væluskjóða, en þegar afabarn númer tvö fékk nafn nýlega og núna þegar ég fæ nýja bók í hendurnar sakna ég hans mikið. 30 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.