Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 13.11.2015, Qupperneq 40
Umsóknarfrestir 2016 Rannís auglýsir umsóknarfresti í menntahluta Erasmus+ Nám og þjálfun – umsóknarfrestur 2. febrúar 2016 Nám og þjálfun veitir starfsfólki menntastofnana og fyrirtækja á öllum skólastigum, sem og nemendum í starfsmenntun og á háskólastigi, tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun og kennslu í 33 Evrópulöndum. Fjölþjóðleg samstarfsverkefni – umsóknarfrestur 31. mars 2016 Samstarfsverkefni eru 2-3 ára þematísk verkefni sem eiga að stuðla að nýsköpun í menntun á öllum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda (minnst 3 samstarfslönd). Sjá nánar á www.erasmusplus.is Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir á tökustað Ég man þig á Hesteyri í vikunni. T ökur á kvikmyndinni Ég man þig, sem er gerð eftir sam- nefndri bók glæpasagnahöf- undarins Yrsu Sigurðardóttur, hófust á mánudaginn á hinum afskekkta stað Hesteyri í Jökulfjörðum. Blaðamaður á bókað flug til Ísafjarðar með Yrsu, eiginmanni hennar Ólafi Þórhallssyni og Skúla Malmquist, framleiðanda hjá Zik Zak. Þetta verður í fyrsta sinn sem Yrsa er viðstödd tökur á kvikmynd, hvað þá tökur á mynd sem er gerð eftir hennar eigin bók. Blanda af glæpasögu og spennusögu Ég man þig kom út árið 2010 og er ein albesta og vinsælasta bók Yrsu. Hér á Íslandi hefur hún selst í tæplega 30 þúsund eintökum og úti í heimi hefur hún komið út á yfir 20 tungu- málum. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Independent lýsti verkinu þannig: „Bók- in vekur manni hroll alveg inn að beini og hér sýnir Yrsa að hún er ekki aðeins drottning ís- lensku glæpasögunnar heldur er hún jafn góð og Stephen King í því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum.“ Svo mörg voru þau orð. Að sögn Yrsu er Ég man þig annars vegar glæpasaga og hins vegar spennusaga, eða draugasaga. Uppbygging þessara sagna er ólík, þar sem glæpasagan byrjar oftast á „einhverju hrikalegu“ og svo dregur úr lát- unum, á meðan spennusagan byrjar rólega en magnast smám saman upp í hæstu hæðir. Þegar Yrsa skrifaði bókina reyndi hún að halda spennustiginu háu allan tímann og er ekki ofsögum sagt að það hafi tekist hreint prýðilega. Bókin fjallar um þau Garðar, Líf og Katrínu sem gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur. Með tímanum vakna upp grun- semdir um að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Ungur læknir frá Ísafirði dregst á sama tíma inn í rannsókn á sjálfs- morði eldri konu. Ekki hrædd við neitt Flugið til Ísafjarðar gengur vel framan af en þegar nálgast flugvöllinn þarf að gera tvær tilraunir til aðflugs vegna mikils vinds. Vélin hossast upp og niður og blaðamanni er hætt að standa á sama. Rígheldur sér í annan sæt- isarminn og bölvar sjálfum sér fyrir að hafa tekið að sér þetta heldur óvenjulega verkefni, að ganga með Yrsu um Hesteyri og fylgjast með tökunum. Á sama tíma situr Ólafur, maðurinn hennar, fyrir framan mig og les blaðið í rólegheitunum og réttir Yrsu það svo í mestu látunum þegar hann er búinn að lesa. Hún setur yfirveguð á sér gleraugun, hefur lestur og kippir sér ekkert upp við hristing- inn. Síðar segir hún mér að hún sé öllu vön eftir að hafa flogið margoft austur á land þar sem hún starfaði við gerð Kárahnjúkavirkj- unar, en rithöfundurinn frægi starfar sem verkfræðingur í hálfu starfi. „Ég er ekki hrædd við neitt,“ segir Yrsa þegar við sitjum saman á kaffihúsinu Bræðra- borg á Ísafirði eftir flugið, spurð hvort hún sé hrædd við drauga. „En mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt konsept, þróun draugasagna. Þetta voru eiginlega smásögur hér áður fyrr. Draugurinn var þarna og drap þig eða hræddi þig en bar ekki neina sögu. Draugar eru þannig konsept alveg til í kring- um 1960. Eftir það fer draugurinn að hafa erindi. Er kannski að reyna að fá úrlausn á gömlu óréttlæti. Þá fyrst er þetta orðið kons- ept sem er hægt að gera heilu bíómyndirnar með og heilu bækurnar,“ útskýrir Yrsa. Labbaði upp í kirkjugarð Hún segir að sögusviðið Hesteyri hafi á sínum tíma valið sig sjálft. „Við fórum þangað með vinafólki okkar til að labba. Ég var búin að eiga mér þann draum að skrifa hryllings- sögu. Þá var þetta bara svo augljóst, þetta var þannig staður. Þannig að ég varð eftir og þau löbbuðu um allt á meðan ég labbaði upp í kirkjugarð.” Yrsa segir hræðsluna við hið óþekkta vera miklu öflugri en hræðsla við, til dæmis krabbamein. „Þú getur gert hluti til að draga úr áhættunni á því en með hið óþekkta þá er alveg sama hvað þú gerir, það hefur sinn gang. Það er skemmtilegt að setja persónur í aðstæður þar sem þær geta ekkert gert og verða að sætta sig við það.” Vildi ekki að bókin kæmi út Þegar hún skrifaði Ég man þig átti hún ekki von á því að sá dagur rynni upp að bókin yrði kvikmynduð. „Ég var svo óánægð með hana og vildi ekki að hún kæmi einu sinni út, hvað þá að það yrði gerð bíómynd eftir henni. En þegar hún var keypt [kvikmyndarétturinn] þá gerði maður sér grein fyrir því að það gæti orðið af því. En það er ekkert öruggt í þessum bransa. Þetta er langt ferli þar sem ýmislegt getur gerst á leiðinni. Maður er löngu búinn að læra það að maður kaupir ekki frumsýningarkjólinn strax og maður er kominn með „option“ [búinn að selja kvikmyndaréttinn],“ segir hún en nokkrum sinnum hefur slíkur réttur verið keyptur af bókum hennar án þess að kvikmynd hafi orðið að veruleika. Yrsa bætir við: „Ég held að það séu fáir sem eru að skrifa bækur sem vonast til að það verði bíómynd úr henni. Hún er svo lítill hluti af þessu og það þarf svo margt að gerast til að hún verði að veruleika. En þegar ég skrifa sé ég allt sem ég er að skrifa fyrir mér í höfðinu. Þetta er mjög myndrænt þar, þannig að ég er svo sem búin að sjá þessa mynd, eins og ég skrifaði hana,” segir hún og brosir. Afmæliskaka og eyrnatappar Jæja, næst á dagskrá er að koma sér á Hest- eyri, þar sem um 30 manna tökulið er statt án sambands við umheiminn, því hvorki net né símasamband er á staðnum. Við tökum nokkra vatnsflöskukassa með okkur og stóra súkkulaðiköku merkta Helgu Rakel Rafnsdóttur, skriftu, í tilefni 40 ára afmælis hennar. Eyrnartappar eru einnig með í poka en tökuliðið sefur nánast í einum hnappi í tveimur húsum á eyrinni, læknishúsinu svokallaða og skólahúsinu, og grunar Skúla framleiðanda af fenginni reynslu sinni úr bransanum að margir eigi erfitt með svefn vegna hrotanna í næsta manni. Vegna þess að ekkert rafmagn er á staðnum snæddi töku- liðið kvöldmatinn við kertaljós kvöldið áður, auk þess sem hver og einn geymir lítil höfuð- ljós við koddann, ef ske kynni að hann þyrfti að fara á klósettið í myrkrinu. Á sjóveikitöflum í rússíbanareið Við skellum okkur um borð í bátinn Bjarnar- nes sem ætlar að ferja okkur yfir. Ferðalagið tekur um þrjú korter og minnir helst á rússí- Ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika Garðar og Líf í Ég man þig. Í stuttu spjalli í lækn- isbústaðnum segja þau að allt hafi gengið mjög vel til þessa. „Æfingaferlið með Óskari var skemmtilegt. Það var líka gott að byrja á því að koma á Hest- eyri til þess að fá fílinginn,” segir Þorvaldur Davíð, sem lék einnig undir stjórn Óskars Þórs í Svartur á leik. Ágústa Eva er einnig ánægð með æfingaferlið og bætir við að Hesteyri sé mjög fallegur staður. „Þetta er miklu fallegra en maður gerði sér grein fyrir en það er mjög kalt líka.“ Þorvaldur Davíð heldur áfram: „Hún Yrsa náði að lýsa þessu umhverfi vel í bókinni. Það hefur hjálpað til að hafa bókina til að miða við, þó að handritið sé ólíkt að mörgu leyti, eins og gerist oft þegar bíómyndir eru gerðar eftir bókum. En við ætlum að reyna að gera lesendur ánægða.“ Ágústa Eva segir sinn kar- akter vera svolítið breyttan frá því sem er í bókinni. „Ég vona að enginn verði fúll en fólkið sem er búið að lesa bókina ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum þó að ýmis atriði séu öðruvísi.“ Þorvaldur Davíð segist hafa lesið allar bækur Yrsu nema Auðnina. „Það eru rosalega margir sem hafa lesið þessa bók. Ég man þegar ég var á litlu kaffihúsi á Spáni. Þar voru nokkrar bækur, til dæmis eftir Hemingway og fleiri þekkta höfunda og svo var þessi bók þarna, Ég man þig, í hillunni,“ segir hann og Ágústa bætir við: „Ég gat bara lesið þessa bók á daginn. Ég gat ekki lesið hana á kvöldin.“ Framhald á næstu opnu Yrsa gekk beint í flasið á tökufólki þegar hún steig á land á Hesteyri – og beint inn í töku með leik- konunni Önnu Gunndísi. 40 viðtal Helgin 13.-15. nóvember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.