Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 13.11.2015, Blaðsíða 48
Prumpureikningurinn er opinn A Amma mín heitin var vön að segja við mig; engin er það synd þótt búkur leysi vind. Ég var ungur drengur þegar hún sagði þetta við mig og sjálfsagt hefur hún kennt í brjósti um mig vegna þess að ég var síprumpandi og viðurkenndi alltaf glæpinn. Eitt­ hvað sem ég fékk bágt fyrir frá hinum í fjölskyldunni sem létu mig, litla drenginn, ekki í friði fyrir vikið. Ég hef tekið þessa möntru ömmu og gert hana að hálfopinberum leiðarvísi mínum um lífið og hvernig ég ætla að eyða þessum árum mínu hérna á Terra firma. Sem þýðir sirkabát að ég prumpa nokkurn veginn um það leyti sem smáþarm­ arnir segja til – nema kannski í veislu hjá forsetanum. Ég er ekki viss um að ömmu hefði þótt það málið. Hún var reyndar meiri Vigdísarkona en Óla en ég freta í það minnsta kosti ekki svona al­ mennt við matarborðið. Tel enda að amma myndi ekki samþykkja slíkt neðrabúkstal við þegar aðrir eru að reyna að borða. Ég hef líka ekkert lært frá æskuár­ unum og viðurkenni nær undan­ tekningalaust glæpinn þegar upp kemst. Því sjaldnast á sá sem fyrst finnur fnykinn sökina. Prump er líka eitt það fyndn­ asta sem til er. Bara að hugsa um að þessi fýluatóm voru að koma út um rassinn fyrir nokkrum sekúndum er auðvit­ að ógeðslegt en um leið alveg ógeðslega fyndið. Fátt finnst mér skemmtilegra en að prumpa í góðu partíi og ég læt alltaf vaða um borð í flugvélum. Annað væri líka bara hættulegt. Bílaprump eru sérstaklega skemmtilegt sem og allir staðir þar sem menn sleppa ekki svo auðveldlega burtu. Sjónvarpssófinn – dásam­ legur staður til að prumpa og ekki skemmir fyrir að fá um leið meira pláss í téðum sófa að launum. Það er reyndar eitt tímabil í lífi flestra þar sem reynt er að þagga svolítið niður í anusnum. Það eru fyrstu vikur tilhuga­ lífsins. Þær eru nær undantekn­ ingalaust prumpfrír tími. Þannig var það auðvitað með mig og mína ástkæru eiginkonu. Alltaf kemur þó að skuldadögum og ég get mér til að fyrsta fýlubomban sé nær undantekningalaust, séu bæði kynin á annað borð í sambandinu, á ábyrgð þess sem geymir bæði X og Y litningana. Og allt í einu, algerlega fyrir­ varalaust, er prumpupartíið byrjað. Það er prumpað hræði­ legu framhjáskituprumpi eftir matinn og hljóðlátar bombur er látnar falla í sjónvarpssóf­ anum. Það verður allt vitlaust í prumphernaði þangað til nokk­ urs konar valdajafnvægi kemst á. Kalt stríð. Það er að segja haldi sambandið út þessa stríðshrjáðu daga sem enginn virðist muna hvar og hvenær byrjuðu. Ja, nema ég. Því það ótrúlega gerð­ ist á eftirtilhugalífsdögum okkar hjóna að það var ekki síprump­ andi drengurinn úr Sælavog­ inum sem byrjaði. Nei, það var svellharða stúlkan úr sveitinni sem opnaði reikninginn. Það var heldur ekki neitt sætt púff við eldhússtörfin heldur. Það var laumuleg hljóðlát púffbomba sem ég mun muna til æviloka. Betri helmingurinn segist reyndar núna, tæpum tuttugu árum seinna, segist ekkert muna en ég – ég man. Svona nokkru gleymir enginn sem fyrir verður. Setjum sviðið: Rétt rúmlega tvítugir myndlistarnemar byrja að draga sig saman eins og ger­ ist á þessum árum. Ég, fordekr­ aður drengur úr Kópavoginum sem býr enn í foreldrahúsum og hefur aldrei kveikt á þvottavél. Hún, bóndadóttir úr Þingeyjar­ sýslum sem hefur nokkurn veginn séð um sig sjálf frá því að skólaskyldu lauk. Sumsé tals­ verður þroskamunur á. Þetta var á síðkvöldi í kjallara foreldra­ húsanna, Kópavogsmegin í Foss­ vogsdalnum, þar sem unglinga­ herbergið mitt var á síðustu árum síðustu aldar. Við síðung­ lingarinir erum með kósíkvöld. Vídeómynd í VHS tækninu sem við horfum á undan sæng, einni sæng. Þá er sem mér skyndilega hitnar um lærið. Í fyrstu átta ég mig ekki á neinu og skil ekkert þessa aukningu á líkamshita. Sér í lagi á svona staðbundu svæði – svo átta ég mig hvað var hvað. Undirsængurprump – með leiser nákvæmni. Daman opnaði prumupreikn­ inginn með einhverjum stórkost­ legasta hætti í manna minnum. Ég bjó auðvitað engan veginn yfir nægilegum þroska til að átta mig á hvers konar ástarjátning þetta var í raun og veru. Sá bara skotleyfið. Nokkuð sem ég hef nýtt mér til þessa dags. Hef þannig lítið þroskast á þessum árum, andlega í það minnsta. Prumpa bara og prumpa – svo þegar ég fæ augngotur eða harkalegt tiltal er svarið alltaf hið sama. Þú byrjaðir. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL 48 viðhorf Helgin 13.-15. nóvember 2015 Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI 2.490.0002011 94 VW Take up! Peugeot 206 Active Mitsubishi Colt Toyota Corolla 1.650.000 2.190.000 950.000 890.000 2014 2013 2007 2005 16 22 172 67 Audi A4 2.0 TDI AT 3.950.0002012 69 VW Polo 1.2 Trendline Hyundai I30 MM Pajero Intstyle 3.2 Honda Civic 1.8i ES 2.050.000 1.790.000 8.290.000 1.190.000 2014 2012 2014 2006 15 96 125 40 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Afskornar frostrósir Götuprýði Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.