Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 54
Nánari upplýsingar:
www.transatlanticsport.is
Júlíus, 588 8917 – jg@transatlantic.is
Reunion Resort Golf Villas, Orlando, Florida
Innifalið: Flug með Icelandair,
akstur til og frá flugvelli,
gisting í 8 nætur, 7 daga golf
á þremur 18 holu völlum
og morgunmatur.
Dagsetningar: 16. og 30. okt. og 6. nóv. 2015
Verð m.v. 4 saman frá 269.900 kr.
Óskalisti hlauparans
Fimmtugsafmælinu
fagnað í New York
maraþoninu
Sjúkraþjálfarinn Eygló
Traustadóttir eyðir
frístundum sínum í að
hlaupa, hjóla og synda.
Hlaupið á þó hug hennar
allan og hún stefnir ekki
á að keppa í járnkarli, þó
svo að vera með bak-
grunn í öllum keppnis-
greinum. Eygló var meðal
keppenda í New York
maraþoninu sem fram
fór í byrjun mánaðarins
ásamt systur sinni,
frænku og frænda svo úr
varð hin skemmtilegasta
fjölskylduferð. Eygló
dreymir um að taka þátt
í fleiri hlaupum og væri
alveg til í gjafabréf upp í
hlaupaferð í jólapakkann.
É g æfði sund þegar ég var ung og þó hófust æfingar stundum á útihlaupi sem mér dauðleiddist,“
segir Eygló. „En eftir að ég eignaðist
börnin mín varð einhvern veginn auð-
veldasta hreyfingin að fara bara út að
hlaupa. Ég fann þá hvað útiveran gerði
mér gott.“ Eygló hefur þó þurft að
glíma við ýmis meiðsli tengd hlaupum.
„Ég lenti í ýmsum óhöppum og fór
meðal annars í aðgerð árið 2011 og ég
bjóst því ekki við að geta hlaupið heilt
maraþon.“ Það átti þó eftir að breytast
og er það systur Eyglóar að þakka.
„Erla systir mín fagnar fimmtugsaf-
mælinu nú í nóvember og hún fékk þá
frábæru hugmynd að taka þátt í mara-
þoni í tilefni stórafmælisins.“ New York
maraþonið varð fyrir valinu því það er
þekkt fyrir mikið stuð og stemningu,
en þátttakendur eru í kringum 50.000
og götur borgarinnar eru fullar af fólki,
auk þess sem svið eru sett upp um alla
borg þar sem ýmsir tónlistarmenn og
skemmtikraftar stíga á stokk.
Fjölskyldan slóst með í för
„Við höfum hvorugar verið að hlaupa
lengi en við höfðum rúm tvö ár til að
undirbúa okkur. Við æfðum reyndar
mikið sitt í hvori lagi, ég hjá ÍR skokki
og hún hjá Laugaskokki.“ Fleiri úr fjöl-
skyldunni áttu eftir að bætast í hópinn
og tóku dóttir Erlu og frændi systranna
einnig þátt í hlaupinu. „Það var alveg
dásamlegt að fara svona mörg saman.
Ekkert okkar hafði hlaupið heilt mara-
þon áður en við vorum staðráðin í hafa
gaman,“ segir Eygló. Alls fóru 10 fjöl-
skyldumeðlimir til New York í byrjun
mánaðarins, ferðin varð því sann-
kölluð fjölskylduferð. „Foreldrar okkar
og aðrir fjölskyldumeðlimir slógust
í för með okkur og þau voru frábært
klapplið og þetta var alveg stjarnfræði-
lega gaman.“
Góður tími bara bónus
Alls tóku um 20 Íslendingar þátt í
maraþoninu og var Eygló með þriðja
besta tímann af íslensku keppendun-
um, 3 klukkustundir og 47 mínútur, og
lenti í 288. sæti í sínum aldursflokki.
„Það gekk nánast allt upp hjá mér. Ég
fékk engar blöðrur og lenti ekki í neinu
veseni, en aðalmarkmiðið var að klára
hlaupið, tíminn var bara bónus. Það
hefði þó mátt vera nokkrum gráðum
kaldara, en það hefur var óvenju heitt
miðað við árstíma.“ Eygló ætlar að
halda áfram að hlaupa í vetur, í hvaða
veðri sem er. „Ef maður æfir í hópi bíða
manns alltaf æfingafélagar ef maður
bara klæðir sig og kemur sér af stað.“
Góðir
hlaupaskór
„Það skiptir máli að
kynna sér hlaupaskó
og ég hef verið að sjá
sífellt fleira fólk koma til
mín í sjúkraþjálfun með
álagsmeiðsli eftir lélega
skó. En góðir hlaupaskór
þurfa ekki endilega að
vera mjög dýrir. “
Hlaupa- eða
gönguferð
„Gjafakort í styttri og
lengri ferðir finnst mér
mjög aðlaðandi. Það er
alveg ótrúlega margt
í boði, innan- og utan-
lands, og hægt að gefa
gjafabréf upp í slíka
ferð. Mér finnst það
að minnsta kosti mjög
spennandi kostur.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Eygló Traustadóttir var meðal 50.000 þátttakenda í New York maraþoninu sem
fram fór þann 2. nóvember síðast liðinn. „Hlaupið leið ótrúlega hratt og það var
mikið stuð á götum úti, en áætlað er að um tvær milljónir hafi fylgst með hlaupinu,“
segir Eygló. Ljósmynd/Úr einkasafni.
Fjórir fjölskyldumeðlimir þreyttu maraþonið, öll í fyrsta skipti og náðu þau öll settu
markmiðið: Að klára hlaupið. Frá vinstri: Afmælisbarnið Erla Traustadóttir, Árni
Ragnarsson, Eygló Traustadóttir og Þórdís Stella Þorsteinsdóttir, dóttir Erlu. Ljós-
mynd/Úr einkasafni.
Jólaóskalisti hlauparans
Hlaupaúr
„Eftir því sem maður
hleypur meira eykst
löngunin til að
eignast hlaupaúr sem
mælir vegalengdir, tíma,
hlaupaleiðir og fleira, það
getur verið hvetjandi að
fylgjast með þessu öllu.“
Ef maður
æfir í hópi
bíða manns
alltaf æf-
ingafélagar
ef maður
bara klæðir
sig og
kemur sér
af stað.
54 jólagjafir útivistarfólks Helgin 13.-15. nóvember 2015