Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 56

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 56
Lyf á hagstæðu verði Opið alla virka daga frá 08.00 til 20.00 Persónuleg og góð þjónusta í nágrenni við þig Opið um helgar Laugardaga frá 10-18Sunnudaga frá 13-18 Nýtt sjálfstætt starfandi apótek í Suðurveri Sími 511-0200 - farmasia@farmasia.is  Óskalisti björgunarsveitarmannsins Með meirapróf uppi á jökli Útivistaráhugi Ragnheiðar Guðjónsdóttur kviknaði í skátunum og þaðan lá leiðin í björgunar- sveitina. Ragga er lærður ljósmyndari og fjölmiðlatæknir en starfar sem leiðsögumaður á Lang- jökli þar sem hún leiðir áhugasama ferðamenn um leyndardóma íshellisins í jöklinum. Það skiptir miklu máli að vera vel útbúinn á jöklinum og á óskalista Röggu fyrir jólin eru meðal annars dún- lúffur og góð skíðagleraugu. Ragga starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri hjá Into the Glacier, sem sér um leiðsögn í íshellinum á Langjökli, sem opnaður var síðasta sumar. „Ég elska að finna fyrir frið og ró þegar ég kemst upp á jökul.“ Ljósmynd/Úr einkasafni. É g er í Björgunarsveit Hafn-arfjarðar og starfa þar sem bílstjóri og sérhæfður leitar- maður,“ segir Ragga, Ragnheiður Guðjónsdóttir, en flest hennar áhugamál tengjast útivist á einn eða annan hátt. „Ég hef mikinn áhuga á ferðalögum og breyttum bílum. Svo á ég son, Elmar Óðin, sem verður þriggja ára í febrúar og eyði miklum tíma með honum í alls konar útivist sem og öðru.“ Ragga er með meirapróf sem nýtist vel uppi á jökli þar sem trukkarnir eru í stærra lagi. „Þó svo að það sé nóg af fólki uppi á jökli finn ég samt fyrir miklum frið og ró uppi á fjöll- um. Ég losna við allt stress þegar ég er komin upp á jökul og mun því missa af öllu jólastressinu sem er bara fínt,“ segir Ragga og hlær. Ógrynni af græjum, fatnaði og öðrum búnaði fylgir björgunar- sveitastörfunum og fjallamennsk- unni og þarf Ragga að útvega margt sjálf, sérstaklega fatnað. „Þegar maður starfar uppi á jökli verður maður að eiga góða sokka, skó, vettlinga, húfu og slíkt.“ Þó svo að Ragga muni að mestu losna undan jólastressinu í borginni losnar hún ekki við jólagjafainn- kaupin, en hún gaf sér líka tíma til að setja saman lítinn óskalista með nokkrum hlutum sem munu nýtast henni í störfum sínum. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Óskalisti björgunarsveitar- og leiðsögumannsins Gleðileg útivistarjól Ragga og sonur hennar, Elmar Óðinn, eru iðin við að skella sér upp á hina ýmsu fjallstoppa og segir Ragga lítið mál að bera guttann á bakinu. Ljósmynd/ Úr einkasafni. GPS tæki „Ég hef augastað á einu splunkunýju frá Garmin.“ Dúnlúffur „Góðar dúnlúffur eru ofarlega á óskalistanum.“ Skíðagleraugu „Góð skíðagleraugu eru nauðsynleg uppi á fjöllum þar sem er allra veðra von.“ Gönguskór „La Sportiva frá 66° Norður eru ótrúlega flottir.“ Jetboil Flash™ Gerir alla eldun í útilegum mun einfaldari. Það tekur Flash™ einungis 2 mínútur að sjóða vatn. Þegar vatnið hitnar þá sést það á hlífinni utan á Flash™ því hlífin skiptir um lit við hitabreytinguna. Síður 12 lítra með aðeins 100grömmum af gasi. Þegar brennarinn er ekki í notkun er hægt að geyma brennarann ásamt gaskútnum og aukahlutum ofan í bollanum. Á brennar- anum er einnig neistakveikja og er því óþarfi að ferðast með eldspýtur eða kveikjara. Snilldar græja í allar ferðir hvort sem er í jeppa-,veiði-, göngu- eða skíða- ferðina. Verð: 25.995,- Petzl TIKKA RXP Ljósið er mjög öflugt og gott höfuðljós. Ljósið er 215 lúmen og er búið ljósnema sem nemur birtustigið úti og stillir ljósgeislann eftir því. Það hámarkar afkastagetu ljóssins og endingartíma rafhlöðunnar. Ljósið er með tveimur perum, önnur með sterkum og mjóum geisla, hin með breiðum geisla. Einnig rautt ljós, með og án blikki. Ljósið er búið lithium hleðslurafhlöðu og er hlaðið með USB snúru. Hægt er að sækja tölvuforrit til að stilla hvernig notandinn vill að ljósið virki fyrir sig og sína notkun. Verð: 19.995,- 56 jólagjafir útivistarfólks Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.