Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 64
64 Helgin 13.-15. nóvember 2015 Þ að mætti halda það þegar við erum að horfa á einstaklinga sem glíma við þann erfiða sjúkdóm sem sykursýki er að þeir hefðu einhvern sérstakan áhuga á sykri eða borðuðu hann óhóflega, en því fer auðvitað fjarri. Orðið er í raun mjög gott og lýsir krankleikanum við að vinna úr orku- efnum sem í daglegu tali eru nefnd sykur. Eðlilegra er í raun að tala um kolvetni sem eru hluti af grunnorkuefnum þeim sem lík- aminn þarfnast og svona til einföldunar eru hinir kallaðir fita og prótein. Við heyrum þessum orðum fleygt býsna oft en vitum flest hver ekki nákvæmlega hvað þau þýða né heldur í hvaða vörum hvað kann að leynast í sjálfu sér. Það breytist hratt þegar einstaklingar greinast með vanda þar sem ein megin stoð meðferðar er fólgin í að passa mataræði sitt. Það á til dæmis við um sykursýki af tegund 2 eða svokallaða áunna sykursýki. Við heyrum hana oft nefnda í tengslum við aðra sjúkdóma, sem áhættuþátt til dæmis fyrir hjarta- og æðasjúkdómum eða nýrnabilun, taugavanda og jafnvel blindu. Þá er orðið algengt að við tengjum saman offitu og líkurnar á að þróa sykursýki, sérstaklega á meðgöngu og þannig mætti lengi telja. Sykursýki er eitt alvarlegasta og jafnframt að verða eitt algengasta heilsufarsvanda- mál í heiminum. Ef við skoðum tölurn- ar þá eru þær sláandi og hræða mann í raun og veru, vegna þess að megin- vandinn á bak við þróun þessa sjúk- dóms byggir á lífsstílsþáttum og neyslumynstri. Talið er að ríf- lega 400 milljón manns glími við sjúkdóminn á heimsvísu. Gögn frá WHO (World Health Organization) áætla að tæp- lega 200 milljónir manna viti ekki af sjúkdómnum sem einnig er gríðarlega há tala. Einkenni geta komið fram hægt og rólega og einstaklingurinn finnur jafnvel lítið fyrir vand- anum fyrr en hann er kominn á fleygiferð, en þá getur hann líka reynst lífshættu- legur. Ýmsar tölur eru til um það hversu margir látast af völdum sjúkdóms- ins á hverju ári, en áætlanir gera ráð fyrir að minnsta kosti 5 milljónir falli frá í heiminum af þessum orsökum. Ríki heims og einstaklingar eyða rúmlega 500 milljörð- um dollara á ári í meðferð fyrir þá sem eru með slíka greiningu. Um helmingur þeirra sem deyr er yngri en 60 ára. Þróunin á næstu 20 árum sýnir tvöföldun þessara talna. Það er því óhætt að segja að við erum að glíma við faraldur. En eins og ég kom inn á í upphafi þá hef- ur sykursýki ekki neitt að gera með neyslu á sykri í þeim skilningi, heldur er það svo að innkirtlastarfsemi okkar er veikluð eða biluð og því tekst ekki að vinna úr þeim nær- ingarefnum sem við innbyrðum á eðlilegan hátt. Brisið leikur þarna lykilhlutverk en ákveðnar frumur í því framleiða insúlín sem er hormón og hefur það verkefni að hjálpa frumum að taka til sín glúkósa, en einnig að ýta undir forðasöfnun í lifrinni. Þá hefur insúlín talsverð áhrif á blóðfitu- og prótei- nefnaskipti okkar en einnig saltbúskap og gerir það þannig að einu mikilvægasta horm- óni líkamans. Sykursýki sem sjúkdómur er aftur á móti skilgreindur í tvær tegundir sem eru nefndar 1 og 2 og svo einnig það sem kalla má forstig. Þeir sem eru með tegund 1 framleiða ekk- ert insúlín, greinast yfirleitt ungir og eru á milli 5-10% af öllum tilfellum. Ástæðan getur verið margvísleg, ættgengi, umhverfisþættir og veirusjúkdómar og oft vitum við ekki af hverju í raun. Þeir sem eru með tegund 1 þurfa að fá insúlín í sprautuformi alla jafna ævilangt. Hinn hópurinn sem er margfalt stærri og fellur undir tegund 2 er sá þar sem framleiðsla á insúlíni er ekki nægjanleg, eða nýting þess skert. Ástæðurnar eru mjög margar en sú algengasta að talið er byggir á lífsstílsvanda, offitu, lélegu mataræði, lítilli hreyfingu, streitu og slíkum þáttum. Þó er þekkt að ákveðin ættlægni er til staðar auk þess sem ákveðnir sjúkdómar geta ýtt undir þróun slíkrar sykursýki. Greiningin er einföld í báðum tilvikum, hún felst í læknisviðtali og blóðrannsókn sem all- ir ættu að fara í með reglubundnu milllibili. Meðferðin á tegund 2 sykursýki byggir lyfjum í töfluformi og jafnvel insúlíni í erfiðum til- vikum en fyrst og fremst á að breyta og bæta lífsstíl viðkomandi einstaklings til hins betra í öllum tilvikum og gefast aldrei upp við það verkefni. Vanastjórnun og lífsstílsbreyting er ódýrasta og besta leiðin til að glíma við þenn- an tröllvaxna vanda sem við stöndum frammi fyrir í aukningu á þeim sjúkdómi á heimsvísu og því má aldrei gleyma! Ertu sjúk/ur í sykur? PISTILL Teitur Guðmundsson læknir Unnið í samstarfi við Doktor.is. Þekktu einkenni sykursýki Einkennin geta verið lítil sem engin um langan tíma, en í flestum tilvikum verður vart við: Í versta falli geta komið upp alvarleg einkenni eins og: n Truflun á öndun n Kviðverkir n Krampar og dá sökum alvar- legra salt- og sykurtruflana Aukinn þorsta Þyngdartap og einbeit- ingarskort Aukin þvaglát Hungur- tilfinningu Munnþurrk Þreytu og slappleika Hvernig er best að forðast sykur í mat? Hvað er svengd? Í heilanum eru tvær aðskildar stöðvar sem stjórna matarlyst okkar, svengdar- stöðin og saðningarstöðin. Þessi svæði í undirstúku heilans voru uppgötvuð á sjötta áratug síðustu aldar en síðan hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á því hvernig matarlystinni er stjórnað. Andstæða svengdar er að vera saddur og ljóst er að margir lífeðlisfræðilegir þættir virka á svengdar- og saðningar- stöðvarnar og þeir standa í flóknu inn- byrðis samspili. Það eru samanlögð áhrif þessara þátta og næmi okkar á þau boð sem þeir bera með sér sem ráða því hvenær við verðum svöng, hversu svöng við verðum og hversu mikið við þurfum að borða til þess að verða södd. Sísaddur eða sísvangur? Sumir framkalla mörg tákn um að þeir séu saddir eða eru sérstaklega næmir fyrir þeim boðefnum sem heilanum eru send. Þeir verða því ekki eins svangir og aðrir og eiga auðveldara með að halda sér grönnum. Ástæða þess að sumum finnst þeir sífellt vera svangir getur verið sú að þeir borði mat sem gefur einungis frá sér veik saðningarboð til heilans, til dæmis matur með hátt fituhlutfall en er fátækur af trefjum. Einnig er hugsanlegt að þetta fólk sé af náttúrunnar hendi ónæmara fyrir hinum margbreytilegu saðningarboðum líkamans. Sykursýki og sárir fætur Fótasár er algengasti fylgisjúk- dómur sykursýki. Meiri líkur eru á að sykursjúkir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna fótasára en nokkurra annarra fylgisjúkdóma sykursýki. Sykursýki getur leitt til lélegrar blóðrásar og skerts sársaukaskyns í fótum. Mikilvægt er að skilja hvernig fótasár myndast, þannig að hægt sé að koma í veg fyrir þau eða meðhöndla með sem bestum árangri. Til að koma í veg fyrir fótasár er mikilvægt að: n Meðhöndla sykursýk- ina samviskusamlega. n Hætta að reykja. n Borða hollan mat og sérfæði fyrir sykursjúka. n Varast að ofkælast á fótum og fara í of heit böð. n Stunda reglulega lík- amsþjálfun, t.d. rösklega göngutúra. n Gæta þess að sokkar og skór séu ekki of þröngir, því það getur orsakað blöðrur og sár, sem erfitt getur verið að græða. n Koma í reglubundið eftirlit til fótaaðgerða- fræðings, sem getur skoðað og meðhöndlað fæturna og gefið góð ráð. Hjá yngra fólki nægir að koma einu sinni á ári ef engin fótasár eru til staðar. n Lesa innihaldslýsingu matvæla. n Nota sykur sparlega, til dæmis með því að nota sætindi og sætabrauð eingöngu spari eða á hátíðis- og tyllidögum. n Hætta alfarið að kaupa sætindi og sætabrauð. Ef það er ekki til þá freistar það ekki eins mikið. n Velja hollan og prótein- ríkan mat og ávexti, grænmeti og gróft korn í máltíðir og millibita n Drekka vatn og sleppa sykruðum drykkjum. Íslenska vatnið er með því besta í heimi og alveg óþarft að bragðbæta það. n Draga úr neyslu á unninni matvöru. Slíkar vörur innihalda gjarnan ekki bara viðbættan sykur heldur líka of mikið af fitu og salti. n Hægt er að finna uppskriftir sem inni- halda lítinn sykur þegar verið er að baka eða nota aðra hluti í stað sykurs svo sem ósykrað eplamauk. n Eins er hægt að prófa að minnka sykur- magnið í uppáhalds upp- skriftum og sjá hvort það breyti miklu. n Ekki setja sykur á morgun- kornið. Hægt er að nota niðurbrytjaða ferska ávexti í staðinn. n Velja sykurlausar sultur. n Sleppa sykri í te og kaffi eða reyna að minnka magnið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.