Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 70

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 70
70 Helgin 13.-15. nóvember 2015 Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing 4 vikna námskeið fyrir 60 ára og eldri hefst mánudaginn 16. nóvember Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð, styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði. Verð: 26.900 kr. Innifalið: Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum. Tímar kl. 13.00 alla dagana Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga: Hóptími Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógram hjá þjálfara í sal - frjáls mæting 24. nóvember verður fyrirlestur um næringu fyrir fólk 60 ára og eldri. Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090. 60 PLÚS Þjálfarar: Agnes Þóra Árnadóttir, Patrick Chiarolanzio og Guðbjartur Ólafsson A STROG-LIDE T TC sleipiefnið er sniðið fyrir pör í barneignahugleið- ingum, en sleipiefni er sæðisvinsamlegt og samþykkt af Lyfja- eftirlitstofnun Banda- ríkjanna (FDA) og uppfyllir þar af leið- andi þær kröfur sem stofnunin gerir til þessarar tegundar af vöru. Unnið í samstarfi við Ýmus Hver pakki inniheldur 8 innsiglaðar túbur. Til þess að fá að nota heitið „sæðisvin- samlegt“ þá er gerð sú krafa að sleipiefnið uppfylli þrjá megin þætti: 1. Samhæft við sæði. 2. Samhæft við eggfrumu. 3. Samhæft við fósturvísi á meðgöngu. TTC sleipi- efnið fæst í Lyf og heilsu, Hraunbergsapó- teki, Reykjavíkur apóteki, Apóteki Vesturlands, Lyfjavali Hæðarsmára og Mjódd. Nýtt sleipiefni sem eykur líkur á getnaði Innihald: Hreinsað vatn, Propylene Glycol, Hydroxyet- hylcellulose, Fructose, Galac- tose, Potassium Phosphate, Sodium Phosp- hate, Methylpara- ben, Propylp- araben, Sodium Hydroxide 1 2 3 U m leið og maður þjáist af streitu eða kvíða hefur það áhrif á allt sem maður gerir, og þar er kynlífið alls ekki undanskil- ið. Höfuðið fer á yfirsnúning, maður nær ekki að slaka á og það segir sig sjálft að það er mjög erfitt að koma sér í stuð eða halda sér í stuði ef mað- ur er að hugsa um eitthvað allt ann- að,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur. Til að vera í núinu í kynlífinu þarf einfaldlega að beita sömu að- ferðum og vera í núinu almennt. „Gott er að skipta yfir í hægari fasa og njóta hvors annars. Það er líka allt í lagi að vera ekki í stuði, kyn- líf er ekki bara samfarir, við erum alltaf með haus og hendur og það má njóta hvors annars með því að strjúka hvort öðru og litlum koss- um og knúsum. Ég held að þegar fólk hugsar um kynlíf hugsi það oft ósjálfrátt um samfarir en ekki allt litrófið og regnbogann sem kynlíf er.“ Það er samt líka allt í lagi að vera ekki í stuði eða ná honum ekki upp, að sögn Siggu Daggar sem verður í spjalli spjalli í næsta Heilsu- tíma, sjónvarpsþætti sem sýndur er á Hringbraut öll mánudagskvöld. Þar mun hún ræða tengsl heilsu og kynlífs og mikilvægi þess að vera í núinu í kynlífinu. „Þetta snýst um að eyða tíma með hvort öðru og gefa sér tíma til að vera ekki í símanum, tölvunni eða sjónvarpinu.“ Kynlíf í öllum regnbogans litum Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um kynlíf þar sem stutt er í húmorinn. Hún segir að streita og kvíði hafi áhrif á allt sem maður gerir – líka kynlífið. „Ég held að þegar fólk hugsar um kynlíf hugsi það oft ósjálfrátt um samfarir en ekki allt litrófið og regnbogann sem kynlíf er,“ segir kynfræðingurinn Sigga Dögg. ATH: Astroglide TTC er ekki töfraefni sem mun auka líkur á getnaði hjá öllum. Áhrifaþættir eru t.d. aldur, hormónajafnvægi, hvenær á tíðarhring samfarir eiga sér stað og dugnaður sæðisfruma.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.