Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 72

Fréttatíminn - 13.11.2015, Side 72
72 jólabjór Helgin 13.-15. nóvember 2015 Dökkir og bragðmiklir bjórar með jólasteikinni í ár Jólahátíðin gengur formlega í garð í dag hjá bjóráhugafólki þegar jóla- bjórinn kemur í Vínbúðirnar. Fréttatíminn birtir sjötta árið í röð úttekt á bjórunum og fengum við fjóra valinkunna sérfræðinga til að smakka. Framboð á jólabjórum er raunar orðið slíkt að nauðsynlegt reyndist að skipta úttektinni í tvennt. Hér birtist því íslenski hlutinn en sá erlendi kemur að viku liðinni. Besti jólabjórinn þótti vera Einstök Doppelbock en þetta er annað árið í röð sem hann ber sigur úr býtum. Um smökkunina Smökkunin var framkvæmd eftir kúnstarinnar reglum og bjórar smakkaðir eftir hækkandi alkóhólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildarstemningu. 91/100 Boli Dobbel Bock jólabjór Alc. 7,5% / 33 cl. 449 kr. Mjög flottur jólabock. Ber áfengisprósentuna mjög vel. 88/100 Pottaskefill brúnöl nr. 36 Alc. 6,2% / 33 cl. 525 kr. Gott brúnöl. 85/100 Giljagaur nr. 14 Alc. 10% / 33 cl. 767 kr. Bragðmikið Barleywine frá Borg brugghúsi sem áður hefur verið í boði fyrir jólin. 80/100 Ölvisholt jólabjór Alc. 5% / 33 cl. 439 kr. Hátíðarlager með piparkökulykt. 90/100 JólaKaldi súkkulaðiporter Alc. 6% / 33 cl. 429 kr. Virkilega vel heppnuð nýjung. Skemmtilegur súkkulaðiporter. 95/100 Einstök Dobbelbock jólabjór Alc. 6,7% / 33 cl. 449 kr. Dökkur og bragðmikill. Fullkominn jólabock. 83/100 Jóla Kaldi Alc. 5,4% / 33 cl. 399 kr. Jólaútgáfa af Kalda með karamellutónum. 80/100 Víking jólabjór Alc. 5% / 33 cl. 309 kr. Hefðbundinn jólalager. 79/100 JólaGull Alc. 5,4% / 33 cl. 359 kr. Hefðbundinn jólalager. 4 2 6 8 10 11 1214 1513 9 7 5 3 79/100 Gæðingur jólabjór Alc. 4,7% / 33 cl. 394 kr. Jólalager með góðri lykt og smá reyk. 79/100 Víking Jóla Bock Alc. 6,2% / 33 cl. 429 kr. Fínn jólabock. Ekki eins bragð- mikill og dobbelbockarnir og þar með aðgengilegri. 71/100 Thule jólabjór Alc. 5,4% / 33 cl. 359 kr. Hefðbundinn jólalager. 69/100 Egils Malt jólabjór Alc. 5,6% / 33 cl. 379 kr. Áfengt malt. 56/100 Steðji jólabjór Alc. 5,3% / 33 cl. 395 kr. Jólalager með lakkrístónum. 50/100 Steðji Almáttugur jólaöl Alc. 6% / 33 cl. 534 kr. Jólaöl með lakkrístón- um. Fallega jólarauður. DómnefnDin Hrafnkell Freyr Magnússon 33 ára eigandi bruggverslunar- innar Brew.is. Viðar Hrafn Steingrímsson 42 ára kennari. Unnur Tryggvadóttir Flóvenz 27 ára nemi og einn stofn- enda Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Ída Finnbogadóttir 25 ára meðlimur í Félagi íslenskra bjóráhugakvenna. Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is 1

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.