Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 74

Fréttatíminn - 13.11.2015, Síða 74
74 matur & vín Helgin 13.-15. nóvember 2015 Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innl ndur og íslensk r fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is Sinnepssæla Hver elskar ekki sinnep? Þetta leyndardómsfulla mauk sem passar með nánast öllu getur alltaf komið manni á óvart. Hvort sem það er sætt, sterkt, súrt, mjúkt eða gróft þá er alltaf hægt að uppgötva eitthvað nýtt. Íslenskt sinnep er svo sem ekkert sem lögð hefur verið áhersla á. Fyrir utan auðvitað SS-pylsu- sinnepið sem er svo ómissandi á þjóðarrétti okkar Íslendinga. Að búa til sitt eigið sinnep er aftur á móti auðveldara en marga grunar og eitthvað sem hægt er að gera heima fyrir á skemmti- legan hátt. S innep er eins og vín. Fjöl-breytt og misjafnt eftir rækt-unarlöndum. Hér á Norður- löndunum var í eina tíð mest um sætt sinnep, sem við þekkjum svo vel með pylsum og slíku. Frá Frakk- landi þekkjum við Dijon sinnepið sem nefnt er eftir héraðinu sem það er búið til, og á Indlandi er sinnep stór partur af allri matar- gerð. Fyrstu sögur af sinnepi eru frá fjórðu og fimmtu öld þegar Róm- verjar notuðu þessi forboðnu korn í matargerð og þá sem blöndu af fleiri kryddum. Rómverjar eru svo taldir hafa farið með sinnepskorn til Gaulverja í Frakklandi og þá hafi hjólin byrjað að snúast. Árið 1292 kom hið fræga Dijon sinnep fram á sjónarsviðið í samnefndu héraði í Frakklandi og eftirleikinn þekk- ir hvert mannsbarn. Sinnepið má nota á margan hátt og á mun fleiri vegu en bara beint á pylsuna. Amer- íska gula sinnepið passar til dæmis gríðarlega vel með góðum ham- borgara. Sinnep passar einstaklega vel með mörgum fisktegundum, og fyrst það er að líða að jólum þá er fátt betra en að setja væna skeið á diskinn þegar síld er annars vegar. Þá helst gróft sinnep. Sinnepið er einnig mjög gott í allskonar sósu- gerð. Það passar einkar vel með sýrðum rjóma eða mæjónesi, sem og í olíudressingar á salöt og slíkt. Uppskrift og mynd fengin frá www. kristingroa.com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Það er alltaf gott að eiga nokkrar tegundir af sinnepi í skápnum og prófa sig áfram, nánast með hverju sem er. Hér er einföld uppskrift að sinnepi sem passar með flestu. Heimagert sinnep: Gerir u.þ.b 400 gr. 100 gr. gul sinnepskorn 150 ml. eplaedik eða hvítvínsedik 150 ml hvítvín 2 tsk sjávarsalt U.þ.b 4-5 tarragon stilkir. Laufin tekin af. Aðferð: Setjið sinnepskornin, edikið, hvítvínið og saltið í skál. Setjið plastfilmu yfir og látið standa í þrjá daga. Á þriðja degi, setjið það sem er í skálinni í matvinnsluvél ásamt tarra- goninu. Látið vélina ganga þar til blandan er orðin slétt og jöfn. Það gæti þurft að bæta við vatni en það fer eftir þykkt blöndunar. Smakkið og saltið meira ef þess þarf. Setjið í krukku sem lokast þétt og látið standa í ísskáp í sólarhring. Þessi uppskrift er góð byrjun en það er mjög auðvelt að gera allskyns til- raunir þegar kemur að sinnepsgerð. Margir nota hina ýmsu vökva til að búa sér til mismunandi bragðteg- undir. Allt frá sítrónusafa til koníaks, og allt þar á milli. Jólasíld: 500 millilítrar eplaedik 250 millilítrar lífrænn vínberjasafi 10 stykki piparkorn 10 stykki negulnaglar 5 stykki kardimommur 3 lárviðarlauf 3 kanilstangir, hver um 5 sentímetrar Börkur af einni appelsínu Leiðbeiningar: Blandið öllum innihaldsefnunum saman fyrir maríneringuna í litlum potti og náið upp suðu á hæsta hita. Hrærið í og takið pottinn af þegar sykurinn er allur uppleystur. Setjið maríneringuna til hliðar og kælið hana alveg niður. Setjið síldarbitana og lauk í nokkrum lögum í krukkurnar. Hellið marínering- unni yfir þannig að hún fljóti yfir síldina og verið viss um að skipta kryddinu jafnt á milli krukknanna. Geymið síldina í kæli í að minnsta kosti 2 daga en hún verður mýkri og betri eftir því sem á líður. Hún geymist í að minnsta kosti mánuð. Uppskrift fengin af www.hidblom- legabu.is Hátíðarsíld Síldin er að detta í hús og þá er ráð að huga að jólamarínering- unni. Þetta er einföld aðferð en um leið ljúffeng.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.