Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 84

Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 84
Kór Langholtskirkju heldur sína árlega hausttónleika á sunnudag. Á efnisskrá kórsins að þessu sinni verða verk eftir tvö norsk tón- skáld. Eitt þekktasta tónskáld Norðmanna, Knut Nystedt, lést á síðasta ári en hann hefði orðið 100 ára þann 3. september síðast- liðinn. Kórinn mun flytja nokkur af hans þekktustu kórverkum og einnig verk eftir Ola Gjeilo, en hann fæddist 1978 og hefur vakið heimsathygli fyrir verk sín. Gjeilo skaust upp á stjörnuhimin kórtón- skálda með verkum sínum Sanctus og Agnus Dei sem eru samin á ár- unum 2008 og 2009 og hafa slegið rækilega í gegn og verið flutt af kórum um víða veröld. Gjeilo lauk námi í djass og klassískum píanó- leik frá Tónlistarháskólanum í Osló. Þaðan lá leiðin í Konunglega tónlistarháskólann í London og síðan í Julliard háskólann í New York þaðan sem hann lauk meist- aragráðu í tónsmíðum 2006. Kór Langholtskirkju hefur áður flutt verk eftir báða þessa höfunda, sér og áheyrendum til mikillar gleði. Tónleikarnir fara fram í Lang- holtskirkju á sunnudag og hefjast klukkan 17. Ég skil- greini rödd- ina mína sem cross- over-sópr- an, sem flæðir því yfir í þjóð- lög, popp og sálma. Áhugasvið- ið málar þetta líka svolítið. „Ég á ekki beint heima á einum stað í tónlistinni. Ég sökkvi mér í margar stefnur og strauma sem klessast svo allar saman á þessum diski,“ segir söngkonan Ágústa Sigrún. Ljósmynd/Hari Í Kór Langholtskirkju eru 32 söngvarar sem margir hverjir hafa alist upp í kóra- starfinu innan kirkjunnar, en alls eru sex kórar starfandi í Langholtskirkju.  Tónleikar: Árlegir hausTTónleikar kórs langholTskirkju Heiðra norsk tónskáld  PlaTa sTjörnubjarT hjÁ ÁgúsTu sigrúnu Björn og Benny gáfu leyfi Söngkonan Ágústa Sigrún Ágústsdóttir gaf út sinn fyrsta geisladisk á dögunum. Hún hefur sungið lengi og komið víða við og hefur í gegnum tíðina safnað að sér lögum sem saman eru komin á disknum sem hún nefnir Stjörnubjart. Ágústa söng lengi vel hjá óperunni og starfar í dag sem mannauðsstjóri, markþjálfi og leiðsögumaður. Tónlistin kemur úr öllum áttum en hún hefur lengi haft dálæti á vísnatónlist frá Norðurlöndunum. Ágústa verður með útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. nóvember. P latan er komin út og í dreifingu. Ég var einmitt að fara með eintök í póstinn í þessum töluðu orðum,“ segir söngkonan Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir. „Tónlistin á plötunni er samsafn af uppáhalds lögum mínum í gegnum tíðina. Lög sem ég hef sungið þegar ég hef verið að troða upp. Ég hef starfrækt dúett með Sváfni Sigurðarsyni og við höfum dustað rykið af allskonar lögum sem við höfum viljað prófa. Ég misnotaði hann um síðustu jól þegar ég vildi prófa nokkur lög og svo var ég komin með 25 laga safn sem ég vinsaði svo úr á þessa plötu,“ segir hún. „Ég fékk svo þrjú ný lög til þess að syngja, svo þetta er svona góð blanda af lögum sem eiga sér rætur í sálmum og þjóðlögum og svo er pínulítill sænsku halli á þessari plötu. Ég veit ekki af hverju það er, en sænskar lagasmíðar hafa alltaf átt vel við mig. Meira að segja fékk ég leyfi til þess að nota lagið Like An Angel Passing Through My Room eftir þá Björn og Benny úr ABBA,“ segir hún. „Eftir smá eftirgang fékk ég leyfi til þess að gefa það út með íslenskum texta. Textarnir á plötunni eru eftir ýmsa höf- unda og ég hef dreift álaginu á marga. Hörður Sigurðarson á eina fimm texta á disknum sem hann hefur gert að minni ósk í gegnum tíðina. Valgerður Bene- diktsdóttir á einn og Hallgrímur H. Helgason á tvo, svo þetta dreifist svolítið. Ég réð mér upptökustjórann Harald V. Sveinbjörnsson eftir síðustu jól og sum- arið fór í það að melta og kasta á milli hugmyndum,“ segir hún. „Í ágúst byrjaði hann að útsetja og svo hófust upptökur í september. Þetta hefur því átt sér rúmt ár í aðdraganda og undir- búning. Ég söng lengi vel við óperuna en þessi tónlist er fjarri þeim söng. Þeir sem hafa hlustað á diskinn áttu kannski ekki von á þessu frá mér. Ég skilgreini röddina mína sem crossover-sópran, sem flæðir því yfir í þjóðlög, popp og sálma. Áhuga- sviðið málar þetta líka svolítið. Ég á ekki beint heima á einum stað í tónlistinni. Ég sökkvi mér í margar stefnur og strauma sem klessast svo allar saman á þessum diski,“ segir hún. „Þetta er kannski ekki beint fyrsta platan mín því ég kom að útgáfu á plötu árið 2001 sem heitir Hitt- umst heil. Það var plata með lögum eftir Ágúst Pétursson, föður minn, sem hefði orðið áttræður um það ár, en þetta er mín fyrsta plata í mínu nafni,“ segir Ágústa Sigrún söngkona. Útgáfutónleikar Ágústu verða í Salnum þann 21. nóvember. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda MEÐ VIRÐINGU OG KÆRLEIK Í 66 ÁR Útfarar- og lögfræðiþjónusta www.útför.is TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opið/Open Fim-fös; 12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm. Lau;13-16/Sat; 1pm-4pm & eftir samkomulagi/& by appointment HÚBERT NÓI JÓHANNESSON Mælipunktar / Measuring points 23. október - 21. nóvember 2015 October 23 - November 21 2015 Valshlaupið 2015 verður haldið 21. Nóvember kl: 11.00. Boðið er upp á tvær vegalengdir 3 km og 10 km. Bæði hlaupin ræst samtímis. Þetta eru sömu hlaupaleiðir og í hlaupinu í fyrri ár þar sem allmargir hafa náð sínum bestu tímum enda brautirnar mjög góðar til þess að bæta tímann sinn. Valshlaupið 2015 Allir karlar sem ná undir 38 mínútur og allar konur sem ná undir 42 mínútur í 10 km hlaupinu fá endurgreitt á marklínu 1.000 kr Skráning er á hlaup.is. Í Valsheimilinu föstudaginn 20. nóvember frá kl 17:00-19:00. og á keppnisdegi í Valsheimilinu að Hlíðarenda. 84 menning Helgin 13.-15. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.