Fréttatíminn - 13.11.2015, Page 88
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík
sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-15
TILBOÐ Á TUNGUSÓFUM
Basel Torino HavanaRoma
Kansas Rín
SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM SNIRÐIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI
U ndirbúningur gengur afskap-lega vel og ég er um þessar mundir að hengja upp í Gall-
erí Fold,“ segir Þorgrímur Andri list-
málari. „Það er pínu stress að raða
upp og skipuleggja og slíkt, en um
leið mjög skemmtilegt. Ég hef tekið
þátt í fjölda samsýninga en þetta er
önnur einkasýningin mín,“ segir
hann. „Sú fyrsta í þessu galleríi.
Sýningin samanstendur af tveimur
seríum. Annarsvegar þar sem ég
fókusera á íslenska hestinn, og hins-
vegar á hrafninn. Þessar seríur spila
svolítið vel saman þó þær séu ólíkar,“
segir hann.
„Þetta eru allt olíumyndir og svo
eru líka nokkrar kolamyndir sem
fá að fljóta með, svona til að auka
fjölbreytnina. Ég byrjaði að fást við
að mála í kringum 2010, svo ég hef
ekki verið svo lengi í þessu,“ segir
hann. „Ég var í námi erlendis þar
sem ég var að læra tónsmíðar og datt
óviljandi inn á þessa listmálun. Ég
féll bara svo algerlega fyrir því og hef
einbeitt mér mikið af því síðan. Tón-
listin hefur nánast lagst af hjá mér
síðan. Ég tek að mér nokkur áhuga-
verkefni í tónlistinni, og þá helst ein-
hverjum samstarfsverkefnum eins
og dansverkum og slíku. Annars á
listmálunin allan minn fókus og er
vinnan mín í dag.
Umhverfið í listmáluninni hefur
breyst held ég að undanförnu,“ segir
Þorgrímur. „Það er mjög mikið um
það að fólk kaupi mín verk í gegnum
heimasíðuna mína. Áður fyrr þá var
eini sénsinn fyrir málara að selja, að
halda sýningu eins og ég er að gera
Málverkasýning ÞorgríMUr andri í gallerí Fold
Seríur um hesta og hrafna spila vel saman
Listmálarinn Þor-
grímur Andri Einars-
son opnar sýningu í
Gallerí Fold á morg-
un, laugardag, sem
hann kallar Hestur-
inn og hrafninn.
Þorgrímur ætlaði
sér alltaf að verða
tónskáld og byrjaði
í námi í tónsmíðum
en leiddist svo út í
myndlist. Hann lagði
tónlistina á hilluna
og hefur einbeitt sér
að myndlistinni sem
er ákvörðun sem
hann sér ekki eftir. Á
sýningunni í Fold um
helgina sýnir hann
olíumyndir þar sem
viðfangsefnið eru
hestar og hrafnar,
eins og nafnið gefur
til kynna.
Þorgrímur Andri Einarsson lagði tónlistina á hilluna og féll fyrir myndlistinni.
núna. Ég fæ mikið af heimsóknum
í gegnum heimasíðuna, sem og
á Facebook og Instagram,“ segir
hann. „Fólk kemur svo í heimsókn
og skoðar og oftast kaupir það
mynd. Sýningar eru ekki eins mik-
ilvægar og áður, þó þær séu auð-
vitað mjög skemmtilegar. Mark-
aðurinn er bara orðinn svo opinn,“
segir Þorgrímur Andri Einarsson
listmálari. Sýningin Hesturinn og
hrafninn opnar á laugardaginn
klukkan 15. Á heimasíðu Þorgríms
www.thorgrimur.com er hægt að
skoða verk hans.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Ég byrjaði að fást við
að mála í kringum
2010, svo ég hef ekki
verið svo lengi í þessu.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
88 menning Helgin 13.-15. nóvember 2015