Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 4
Náttúrufræðingurinn
108
Inngangur
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis),
oftast nefnd lúpína, var flutt inn frá
Alaska um miðja 20. öld. Lengi vel
breiddist hún hægt út, því henni
var aðallega fjölgað á mjög sein-
legan hátt með því að stinga upp
rótarhnausa og gróðursetja. Um
1980 var byrjað að sá henni og hefur
útbreiðslan verið hröð eftir það;
alaskalúpínu er nú að finna allvíða
um allt land. Hún hefur verið notuð
með góðum árangri til að græða
upp stór svæði, t.d. meðfram veg-
inum á Mýrdalssandi til að hefta
sandfok, sem iðulega skemmdi bíla
og hefti umferð um þjóðveg 1. Mun
ódýrara er að græða slík svæði upp
með lúpínu en grasi, því ekki þarf
að bera á lúpínuna.
Lúpína fjölgar sér aðallega með
fræi sem myndast þegar frævurnar
breytast í fræbelgi (1. mynd). Belg-
irnir harðna þegar þeir þroskast
síðsumars og springa með smelli
svo fræin þeytast úr þeim. Þess
vegna er nýjar plöntur aðallega að
finna nálægt móðurplöntu. Ung-
plönturnar lifa ekki af nema þær
smitist af bakteríum sem annað-
hvort berast með fræinu eða eru í
moldinni kringum móðurplöntuna.
Aðallega breiðist lúpínan hægt út frá
móðurplöntu, um einn metra á ári
– en kemst þótt hægt fari. Hún breið-
ist mun hraðar út niður brekkur og
niður með ám og lækjum, og fuglar
virðast geta borið hana á nýja staði
auk mannsins.
Á fyrsta ári er lúpínuplantan
aðeins með einn lítinn stöngull.
Hún blómstrar venjulega og setur
fræ á 3. ári, og eru stönglarnir þá
venjulega 3–5 talsins. Hver planta
getur myndað yfir 100 stöngla, orðið
20 ára gömul og árlega myndað
þúsundir fræja sem geta geymst í
jarðveginum í mörg ár.1
Styrkur lúpínunnar liggur í sam-
býli hennar við rótarbakteríur sem
binda köfnunarefni (nitur) úr and-
rúmslofti í amínósýrur, ammoníak
og nítröt, þ.e. efni sem plöntur geta
nýtt sér. Þess vegna þarf lúpína ekki
köfnunarefnisáburð og vex mjög vel
þar sem skortur er á bundnu köfn-
unarefni í jarðvegi, eins víða er hér
á landi. Ef lúpínufræ spírar án þess
að því fylgi bakteríur vex upp af því
vesæl planta sem varla lifir veturinn
af. Þegar rót smitast af bakteríum
myndast stórar vörtur (1. mynd)
sem bakteríurnar lifa og dafna í og
launa vistina ríkulega með ókeypis
köfnunarefnisáburði.
Lúpínan hefur öflugt rótarkerfi
og hefur nokkurra ára gömul planta
margar, langar og gildar rætur. Á
2–3 ára plöntum eru ræturnar um
60 cm, langar og mjóar með fáum
vörtum, en gildna með árunum um
leið og vörtunum fjölgar.
Hluti af fræi lúpínunnar spírar
ekki strax heldur geymist í jarðvegi
árum og jafnvel áratugum saman.
Það er vel þekkt meðal plantna og
er í því sambandi talað um fræforða
eða fræbanka. Fræbanki lúpínu og
Þorvaldur Örn Árnason
Að hemja alaskalúpínu
á Íslandi
Í grein þessari er fjallað um lúpínuna á auðskilinn hátt. Þessi öfluga
jurt er mjög gagnleg uppgræðslujurt en getur orðið mikill skaðvaldur
í íslenskri náttúru ef hún breiðist stjórnlaust út. Gerð er grein fyrir
niðurstöðum rannsókna og nefnd dæmi í máli og myndum af áhrifum
hennar til góðs og ills og tilraunum til að hefta útbreiðslu hennar. Settar
eru fram hugmyndir um forgangsröðun aðgerða til að stjórna útbreiðslu
með hámarksárangri og lágmarkstilkostnaði.
Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 108–114, 2011
1. mynd. Fræbelgir lúpínu og rót hennar
smituð rótarbakteríum (Rhizobium).
81_3-4_loka_271211.indd 108 12/28/11 9:13:28 AM