Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn
110
Starfsfólk vinnuskólans í Vogum
gerði árið 2010 tilraun til að upp-
ræta lúpínu við vegkant þar sem
ekið er inn í þorpið. Árið eftir
kom þar upp mikið af lúpínu á
öllum þroskastigum svo vinnu-
skólabörnin höfðu þar ekki erindi
sem erfiði.
Tilraunir benda til að árangurs-
ríkast sé að slá lúpínu á tímabilinu
frá 20. júní til miðs júlí, en þá er
lágmarks næringarforði í rótunum.2
Það má deila um hvort rétt sé að
útrýma þessari lúpínu í þéttbýlinu í
Vogum. Kirkjuholtið er vel gróið og
þar vex m.a. krækilyng (Empetrum
nigrum) og er eftirsóknarvert að börn
geti tínt ber þar innanbæjar. Fengi
lúpínan að ráða sér sjálf á Kirkjuholt-
inu er líklegt að hún myndi þekja
það á rúmum áratug og útrýma
berjalynginu. Öðrum máli gegnir
um vegkantinn við Vogabraut. Hann
mætti að skaðlausu klæðast lúpínu,
yrði traustari fyrir vikið og að flestra
mati fallegri. Landið umhverfis er
skipulagt byggingarsvæði og því
ljóst að mestallur náttúrulegur
gróður þar er dauðadæmdur hvort
eð er.
5. mynd. Það er erfitt og jafnvel hættulegt að ganga í lúpínubreiðu ef undirlagið er óslétt
og grýtt. Þar er ógerningur að fylgja götu. Ef ekkert verður að gert mun lúpínan loka
þeim hluta fornu Stapagötunnar sem myndin sýnir. Ljósm.: Þ.Ö.Á., júlí 2010.
Dæmi frá Vogastapa og Voga-
heiði, anddyri Íslands
Norðaustan í Vogastapa fyrir ofan
Reiðskarð er lúpínan að leggja undir
sig Stapagötuna, sem er gamla þjóð-
leiðin milli Voga og Njarðvíkur
(5. mynd). Þar ryðst hún m.a. yfir
gullkoll (Anthyllis vulneraria), fallega
plöntu sem vex óvíða á landinu
annars staðar en á Reykjanesskaga.
Gullkollur er einnig með niturbind-
andi bakteríur í rótarhnúðum og
framleiðir nituráburð líkt og lúpínan,
en í minna mæli. Hann er hins
vegar lávaxinn og kæfir ekki annan
gróður.
Norðurhlíð Stapans, sem er bæjar-
fjall Vogabúa, er hverfisvernduð í
nýju aðalskipulagi og m.a. friðuð
fyrir ágengum aðskotaplöntum. Lúp-
ínan flæðir nú yfir hábungu Stapans
inn á það svæði á nokkrum stöðum
og enn bólar ekki á skipulegum
aðgerðum sveitarfélagsins til að
framfylgja skipulagsákvæðum þar.
Hverfisverndarákvæðin í aðal-
skipulaginu eru svohljóðandi:
H-2: Vogastapi að Vogavík
Vogastapi er mikilvægt útivistarsvæði
og hluti útsýnis frá Vogum. Hann hefur
álíka gildi fyrir íbúa Sveitarfélagsins
Voga og Esjan fyrir Reykvíkinga. Hann
er að vísu lægri en Esjan en hefur það
framyfir að ganga í sjó fram. Þetta frið-
aða belti nær yfir hábungu Vogastapa
frá Vogavík að mörkum Reykjanes-
bæjar. Innan þess er Stapagatan, gamla
þjóðleiðin milli Voga og Njarðvíkur en
gamli akvegurinn til Keflavíkur, sem
lagður var snemma á 20. öld lendir rétt
sunnan þess.6
Skilmálar hverfisverndar H-2
• Engar byggingar verða leyfðar
á þeim hluta Vogastapa sem sést úr
Vogum, né heldur undir hlíð hans
í Vogavík.
• Svæðið verði friðað gegn raski
og framandlegum áberandi plöntum,
t.d. lúpínu.
• Stapagatan verði merkt og notuð
í óbreyttri mynd sem gönguleið.
Um tugur vinnuskólakrakka vann
við að reyta og slá lúpínu í um tvær
vikur í júlí og ágúst 2010 á Voga-
stapa, en varla sá högg á vatni og
ljóst að það þarf mun meira til að
stöðva útbreiðslu þar.
Í suðurhlíð Vogastapa er lúp-
ína að nema alla hlíðina niður að
Reykjanesbraut, eins og sjá má þegar
ekið er eftir brautinni. Þar var mikil
gróður- og jarðvegseyðing og var
búið að kosta miklu til í áburði og
fræi sem sáð var úr flugvél á 9. og
10. áratugnum. Einnig var sett þar
lúpína sem klæðir nú þetta land
kraftmiklum en einhæfum gróðri.
Höfundur sér ekki ástæðu til að hefta
útbreiðslu þessarar lúpínu. Það yrði
gríðarlega kostnaðarsamt og auk
þess eru þarna enn opin jarðvegssár
sem gott er að lúpínan loki.
Það verður tilkomumikil sjón fyrir
ferðamenn að berja þarna augum
nokkra ferkílómetra þakta skær-
blárri blómstrandi lúpínu þá tvo
mánuði sem flestir koma til landsins.
Um leið verður mikilvægt að halda
eftir heillegu landsvæði sem þakið
er upprunalegum gróðri sem blasi
4. mynd. Lúpínuungviði leynist í sverðinum
eftir slátt. Ljósm.: Þ.Ö.Á., júlí. 2011.
næstu árin hvernig gengur að halda
lúpínunni í Kirkjuholtinu niðri.
81_3-4_loka_271211.indd 110 12/28/11 9:13:31 AM