Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 7
111 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags við frá þessum fjölfarnasta þjóðvegi landsins. Þar mætti horfa til land- svæðisins sunnan Reykjanesbrautar frá Vogastapa allar götur að þéttbýl- inu í Hafnarfirði. Það er að mestu laust við lúpínu, en þó hefur hún náð að breiðast út á a.m.k. þremur stöðum sunnan við Reykjanesbraut. Lítum nánar á einn þeirra staða. Þarna hefur engin sauðfjárbeit verið í þrjá áratugi. Áður var þetta land mikið beitt og auk þess var lyng rifið upp til eldiviðar eftir að kjarr var uppurið. Því voru víða moldarflög inn á milli klapparhóla og lyng- og mosagróðurs. Nú er gróður mjög að eflast víðast hvar á þessu svæði. Moldarflögin minnka ekki síst þegar krækilyng og sortu- lyng (Arctostaphylos uva-ursi) breiðir sig yfir moldina og einangrar hana þannig að dregur úr frostlyftingu svo annar gróður getur komið í kjölfarið, ekki síst beitilyng (6. og 7. mynd). Beitilyng (Calluna vulgaris) setur afar fallegan svip á þetta land síðsumars. Það minnir um margt á erikuna sem prýðir margar enskar og skoskar heiðar. Það verður æ algengara að sjá burnirót (Rhodiola rosea) koma sér fyrir í mosanum (7. mynd efst). Margir hafa burnirótina til skrauts í görðum sínum. Hún er líka lækn- ingaplanta (e. arctic root) og afurðir hennar eru fluttar inn og seldar dýrum dómum. Þessar plöntuteg- undir hafa allar verið hluti af íslensku flórunni öldum saman. Krækilyngið er dugleg upp- græðsluplanta á þurru og grýttu landi. Það hefur viðarstöngla sem Dæmi frá Hólmavík – berjalyng eða lúpína? Borgirnar við Hólmavík eru frábært útivistarsvæði í nokkurra mínútna göngufæri frá þorpinu. Þar eru algrónar berjalautir en klettar og klappir á milli með malar- og mold- arflögum. Þarna hafa menn fengið   7. mynd. Lúpínan er dugleg að koma sér fyrir í breiðu af beitilyngi, sortulyngi og fleiri jurtum. Þegar hún nær fullum vexti og myndar þéttar breiður víkur lyngið. Í stað margra lágvaxinna tegunda kemur ein kröftug tegund sem vex þeim yfir höfuð og rænir þær birtunni. Ljósm.: Þ.Ö.Á., júlí 2010. 6. mynd. Krækilyng skríður út á moldar- flagið og beitilyng fylgir á eftir. Þannig myndast gróðurteppi sem hindrar frost- lyftingu og flagið grær upp. Ljósm.: Þ.Ö.Á., júlí 2010. skríða við yfirborð og það kemst af með lítið. Krækilyngið virðist láta sér nægja smásprungu í klöppinni (7. mynd neðst). En í næstu sprungu er önnur dugleg uppgræðsluplanta að koma sér fyrir, nefnilega lúpína. Óljóst er um framhaldið. Þarna rétt sunnan við Reykjanes- braut er lúpínan að hefja landnám sem enn er hægt að stöðva. Ef ekkert verður að gert mun hún á nokkrum áratugum gjörbreyta ásýnd lands sem segja má að sé andlit Íslands út á við. Þessi dæmi úr Sveitar- félaginu Vogum sýna þörfina á að bæjarstjórnin eða landsstjórnin taki af skarið um hvar lúpína eigi að breiðast út og hvar ekki. þá hugmynd að græða berangur upp með lúpínu (8. mynd). Föli liturinn stafar af grastegundinni finnungi (Nardus stricta) sem hafði sölnað nokkuð í sumarþurrkunum. Einnig var töluvert af þjóðarblóm- inu holtasóley (Dryas octopetala), sem var orðin gráhærð af elli, þ.e. komin með hárbrúður, en svo nefn- ast blóm hennar þegar þau eru komin í fræ. Þarna voru lúpínubreiðurnar þéttar og öflugar og enga aðra jurt að sjá í þeim. Við jaðra breiðanna, einkum neðri jaðra, var mikið af lúpínuungviði að vaxa af fræi upp úr þéttum gróðursverði og mun hann að líkindum leggja þessa laut 81_3-4_loka_271211.indd 111 12/28/11 9:13:33 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.