Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 11
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Magnea Magnúsdóttir og Ása L. Aradóttir Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 115–122, 2011 Á Íslandi hafa fundist um 600 mosategundir1 og er hraun-gambri (Racomitrium lanug- inosum [Hedw.] Brid.)a ein af algengustu tegundum landsins.2 Hraungambri er meðal fyrstu land- nema á hraunum og getur myndað þykkar og víðáttumiklar mosa- þembur.3 Mosaþembur eru við- kvæmar fyrir ágangi og geta sár í þeim verið áberandi í landslaginu í langan tíma, enda er landnám mosa ferli sem getur tekið áratugi.4,5 Við uppgræðslu eftir rask eru nú vax- andi kröfur um að endurheimta staðargróður með svipaða tegunda- samsetningu og yfirbragð og sá gróður sem fyrir var. Á svæðum þar sem mosaþembur eru ríkjandi gróðurfar getur endurheimt mosa- þekju verið mikilvægur þáttur í vistheimt eftir rask. Leiðir til að örva landnám hraungambra og annarra mosategunda sem eru hvað algeng- astar hér á landi hafa þó lítið verið rannsakaðar. Hjá mosum er kynliðurinn (ein- litna) ríkjandi lífsskeið og skiptast þeir í soppmosa (Marchantiophyta), hornmosa (Anthocerotophyta) og baukmosa (Bryophyta).6 Hraun- gambri tilheyrir baukmosum eða hinum eiginlegu mosum.6 Landnám baukmosa með gróum getur verið takmörkunum háð.7 Frjófrumurnar þurfa vatn til að nálgast eggfrum- urnar og nokkrir sentimetrar á milli einstaklinga geta verið nóg til að takmarka kynæxlun. Flutningur frjó- frumna fer því oft og tíðum fram með aðstoð örliðdýra (e. microarthropods) þegar vatn er takmarkandi.8 Margir baukmosar fjölga sér kynlaust; fjölg- unareiningar eru misjafnar að stærð, lögun, líftíma og uppruna og geta til dæmis komið af greinum eða laufum.6 Hraungambri fjölgar sér bæði með greinabrotum og gróum en fjölgun með greinabrotum virð- ist vera aðalfjölgunarleið hans.9,10 Í rannsókn Ágústar H. Bjarnasonar9 á Hekluhraunum kemur fram að þurrar hraungambraplöntur eru viðkvæmar, brotna auðveldlega og flytjast brotin aðallega með vindi.9 Brotin eiga auðvelt með að spíra í hraununum, sérstaklega í þeim yngri. Vísbendingar eru einnig um að mosinn vaxi upp af gróum, þó svo að gróhirslur séu sjaldséðar í Hekluhraunum.9 Hjá Grimmia laevigata [Brid.] Brid. – sem er af skeggmosaætt (Grimmiaceae) líkt og gamburmosar11 – virðist fjölgun einkum verða með greinabrotum og virðist sem gróft yfirborð og úrkomusamt veðurfar örvi þetta ferli.12 Erlendar rannsóknir á leiðum til að fjölga mosum hafa margar verið gerðar í tengslum við endurheimt votlendis. Sem dæmi má nefna gróðurhúsatilraunir þar sem góður árangur náðist við fjölgun nokk- urra votlendistegunda með því að rækta 1 cm búta efst af greinum.13 Tilraunir til að fjölga barnamosanum glæsibura (Sphagnum angermanicum Melin) með því að dreifa 3 cm brotum efst af greinum og efstu 0,3 cm greinanna (kallað capitula Leiðir til að fjölga hraungambra og öðrum mosategundum Mosar eru ríkjandi í íslenskum vistkerfum. Sár sem myndast í mosaþekju geta tekið langan tíma að gróa og því getur verið nauðsynlegt að grípa til vistheimtaraðgerða til að flýta fyrir endurheimt mosaþekju á röskuðum svæðum. Hér er fjallað um tilraunir til að fjölga nokkrum algengum íslenskum mosategundum, en aðaláhersla var lögð á hraungambra (Racomitrium lanuginosum [Hedw.] Brid.). Meðal annars var skoðað hvaða hlutar hraungambra geta vaxið eftir dreifingu og hvort stærð fjölgunar- eininga eða mismunandi undirlag hafi áhrif á fjölgunarárangur. Ræktaðar voru í gróðurhúsi heilar greinar, mosahræringur og 1 cm bútar af efstu 6 cm greina á tvenns konar undirlagi, gróðurmold og gjallvikri. Einnig var prófað að rækta heilar greinar og mosahræring af tegundunum melagambra (Racomitrium ericoides [Brid.] Brid.), tildurmosa (Hylocomium splendens [Hedw.] Schimp.) og engjaskrauti (Rhytidiadelphus squarrosus [Hedw.] Warnst.) á gróðurmold. Mosinn var ræktaður í 145 daga, fyrir utan að mosahræringurinn var ræktaður í 75 daga. Efsti hluti hraungambrabúta (1 cm) hafði mesta getu til að mynda nývöxt en enginn nývöxtur sást hjá bútum neðan við 3 cm. Betur gekk að fjölga hraungambra á vikri en á mold. Hægt var að fjölga öllum tegundunum með heilum greinum og mosahrær- ingi, en lifun og vöxtur var misjafn eftir tegundum. Betri árangur var í meðferðum með hraungambra á vikri en á mold. Þessar niðurstöður lofa góðu um að hægt sé að nota heilar greinar, greinabúta af efsta hluta greina og mosahræring til að hraða landnámi mosa á röskuðum svæðum. a Tegundaheiti íslenskra mosa eru byggð á Bergþóri Jóhannssyni.1 Ritrýnd grein 81_3-4_loka_271211.indd 115 12/28/11 9:13:36 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.