Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 13
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags í hverjum potti. Mosahræringnum var hellt eins jafnt og mögulegt var yfir pottana. Allar hraungambra- meðferðir voru endurteknar fimm sinnum og var þeim raðað til- viljanakennt í potta innan endur- tekninga.19 Gegnsætt plast með loftgötum var lagt yfir þrjár af fimm endurtekningum til að halda mosunum rökum.13 Í upphafi var þó breitt yfir alla tilraunina, en eftir um þrjár vikur flettist yfir- breiðslan af tveim endurtekningum. Mikil mygla hafði þá myndast í pottunum og óttuðumst við að tilraunin væri ónýt af þeim sökum. Myglan virtist minni þar sem ekki var yfirbreiðsla og því var ákveðið að sleppa yfirbreiðslunni í tveimur endurtekningum. Til samanburðar við hraungam- brann voru prófaðar tvær rækt- unaraðferðir – heilar greinar og mosahræringur eins og lýst var hér að ofan – fyrir aðrar algengar íslenskar mosategundir; mela- gambra (Racomitrium ericoides [Brid.] Brid.), tildurmosa og engjaskraut (Rhytidiadelphus squar- rosus [Hedw.] Warnst.). Vegna þess að ræktunarrýmið var takmarkað voru þessar tegundir einungis rækt- aðar á mold og hver meðferð var aðeins endurtekin þrisvar sinnum. Glært plast með loftgötum var breitt yfir alla potta í þessari tilraun. Upp- haflega var prófað að nota súrmjólk í hræringinn en þær meðferðir urðu ónýtar eftir þrjár vikur vegna myglu. Af þessum sökum voru tilrauna- meðferðir með mosahræringi aðeins gerðar í 75 daga en ekki 145 daga eins og aðrar tilraunameðferðir. Tilraunirnar voru lýstar með flúrperu-gróðurlömpum (OSRAM, FLUORA L58W/77) í tólf tíma á dag frá klukkan 08:00 til 20:00. Hitastigið í gróðurhúsinu var stillt á 10°C en var í reynd á bilinu 9–15°C. Pott- arnir voru vökvaðar eftir þörfum á u.þ.b. tveggja vikna fresti. Lifun og virkni greina og greina- búta í tilrauninni var metin eftir 40, 75, 105 og 145 daga. Í hvert skipti voru taldar lifandi og virkar greinar eða greinabútar í hverjum potti. Þegar lifun var mæld voru taldar þær fjölgunareiningar sem litu út fyrir að vera lifandi. Virkni var skil- greind sem geta fjölgunareininga til að mynda nývöxt (blöð og greinar). Fjölgunareiningar gátu því verið lifandi þrátt fyrir að þær væru ekki virkar. Mælingar í mosahræringi voru frábrugðnar mælingum á öðrum meðferðum. Í upphafi var fylgst með því hvenær vöxtur hófst. Eftir 75 daga var tíðni virkra brota (brota með nývexti) mæld með 7x7 cm ramma sem lagður var í miðju hvers potts. Rammanum var skipt upp í 49 jafnstóra reiti (1 cm2) og var tíðni skráð sem hlutfall reita þar sem hægt var að greina vöxt. Að auki voru valin úr hverjum potti þrjú brot með lengstu sprotunum og brotin og nývöxtur þeirra mæld með reglustiku að næsta millimetra. Pottarnir sem mosinn var rækt- aður í voru tilraunaeiningin í öllum tilfellum og voru notuð gildi fyrir hlutfallslega lifun, virkni, tíðni eða meðallengd mosabúta, -brota eða greina í hverjum potti. Fyrir saman- burð á mosahræringi úr hraun- gambra á mismunandi undirlagi voru aðeins notuð gögn úr með- ferðum undir plastyfirbreiðslu, því enginn nývöxtur varð þar sem ekki var yfirbreiðsla. Þarafleiðandi voru einungis notuð gögn úr þremur endurtekningum fyrir hraun- gambrahræringinn. Við samanburð á mismunandi tegundum voru notuð gögn fyrir hraungambra úr moldarmeðferðum með yfirbreiðslu, þar sem aðrar tegundir voru aðeins ræktaðar við slíkar aðstæður. Fervika- greining á endurteknum mælingum (e. repeated measures) var notuð til að kanna áhrif fjölgunareininga og undirlags á prósentu lifandi eða virkra greina og hraungambrabúta. Einnig var gerð fervikagreining fyrir hvort undirlag á gögnum fyrir lokamælinguna, eftir 145 daga, og voru meðaltöl fyrir mismunandi fjölgunareiningar borin saman með Tukey’s HSD (α=0,05). Gögnin voru arcsin-umreiknuð fyrir fervikagrein- ingarnar þar sem þau uppfylltu ekki skilyrði um normaldreifingu 2. mynd. Tilraun með fjölgun hraungambra, melagambra, tildurmosa og engjaskrauts í gróðurhúsi. Meðferðir með hraungambra voru endurteknar fimm sinnum (fjær á mynd) en fyrir hinar tegundirnar þrisvar sinnum (nær á mynd). Plastyfirbreiðsla með loftgöt- um var yfir allri tilrauninni, en flettist af fyrstu tveimur endurtekningunum með hraun- gambra eftir þrjár vikur – A propagation experiment with Racomitrium lanuginosum, Racomitrium ericoides, Hylocomium splendens and Rhytidiadelphus squarrosus in a greenhouse. The R. lanuginosum treatments were in five replications (background), but treatments with other species are in the foreground. The whole experiment was covered with a plastic sheet with air holes, but the sheet blew off two R. lanuginosum replications after three weeks and was not replaced. Ljósm./Photo: Magnea Magnúsdóttir. 81_3-4_loka_271211.indd 117 12/28/11 9:13:38 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.