Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 16
Náttúrufræðingurinn 120 Umræður og ályktanir Niðurstöður tilraunanna sýndu að hægt var að fjölga hraungambra, melagambra, tildurmosa og engja- skrauti með flestum þeim aðferðum sem prófaðar voru. Árangur var aftur á móti nokkuð breytilegur eftir aðferð og mosategund. Lifun og virkni bútanna var meiri eftir því sem þeir komu ofar af greinum (3. mynd) og einungis bútar af efstu þremur sentimetrum greinanna gátu myndað nývöxt. Þetta er samhljóða niðurstöðum fyrir Sphagnum angermanicum, þar sem efstu 3 cm greina gáfu einnig bestan árangur.14 Þegar hraun- gambri nær 3–6 cm hæð í þéttum mosaþembum byrjar neðri hluti hans að rotna á meðan efri hluti hans heldur áfram að vaxa.9 Þetta gæti úrskýrt betri lifun og vöxt efstu bútanna. Lifun og virkni heilla greina var sambærileg við lifun og virkni 1 cm búta efst af greinum (3. mynd), og bendir það til þess að stærð fjölgunareininga skipti ekki máli. Í áðurnefndum tilraunum með S. angermanicum14 náðist aftur á móti betri árangur eftir því sem fjölgunareiningar voru stærri. Virkni hraungambra var meiri og hann óx í nær öllum tilfellum betur í vikri en í mold (3. mynd og 5. mynd A). Meðferðir á mold héldust blautar lengur og mygla myndaðist fljótt á þeim, en engin mygla myndaðist í vikurmeðferðum. Í moldinni mældist aukin lifun frá 75 degi til 105 dags í meðferðum með efstu tveimur bútunum (3. mynd). Ástæðan var vanmat á lifun í fyrstu tveimur mælidögunum þar sem erfitt var að sjá hvort fjölgunarein- ingar voru lifandi eða dauðar vegna myglu. Of mikill raki getur dregið úr mótstöðu sumra mosateg- unda gegn sveppasmiti.20 Margar mosategundir eru umhverfisvísar, þ.e. gefa vísbendingar um ákveðnar umhverfisaðstæður tengdar undir- lagi21, og er vatnsheldni undirlags einn af aðalþáttunum sem hafa áhrif á það hvort mosategund getur numið land á ákveðnu undirlagi.20,22 7. mynd. Meðaltíðni virkra brota (brota með nývexti) (A) og meðallengd nývaxtar (B) hjá E = engjaskrauti, H = hraungambra, M = melagambra og T = tildurmosa í mosahræringi eftir 75 daga ræktun. Meðaltöl eru byggð á þremur pottum fyrir hverja tegund og lengdarmælingu á þremur sprotum í hverjum potti. Ekki var marktækur munur á meðaltölum tegunda sem merktar eru með sama bókstaf. – Aver- age frequency (A) and length of new growth (B) of established fragments of four moss species; E = Rhytidiadel- phus squarrosus, H = Racomitrium lanuginosum, M = Racomitrium ericoides and T = Hylocomium splendens in pots with slurry after 75 days of cultivation. Average lengths are based on three fragments in each of three pots. Treatment means with the same letter were not significantly different (α=0.05). 6. mynd. Tíðni virkra hraungambra- brota (brota með nývexti) (A) og lengd nývaxtar (B) í meðferðum með mosa- hræringi eftir 75 daga ræktun (meðaltal og staðalskekkja). Meðallengd nývaxtar er byggð á meðaltali þriggja mælinga í hverjum af þremur pottum. – Average frequency (A) and length of new growth (B) of Racomitrium lanuginosum fragments in pots with slurry aftur 75 days of cultivation. Average lengths are based on three fragments in each of three pots. hjá hraungambra (8. mynd A) og melagambra, 2–5 mm löng hjá tildur- mosa (8. mynd B) og 5–10 mm löng hjá engjaskrauti. Þar eð mæld voru þau brot sem höfðu lengstu sprotana í hverjum potti er þó mögulegt að virk brot í viðkomandi pottum hafi verið minni eða stærri en hér kemur fram. Nývöxtur hraungambra og melagambra var marktækt minni en hjá hinum tveimur tegundunum (Flengd=45,9; P<0,001, 7. mynd). hornrétt á megingreinina (5. mynd A, B og C). Nýjar greinar virtust jafnframt geta myndast lengra niður eftir megingreinum engjaskrauts og tildurmosa en hjá gamburmosunum (5. mynd). Allar tegundir nema hraungambri höfðu yfir 70% tíðni í pottum með mosahræringi og voru áhrif teg- undar marktæk (Ftíðni=17,8; P=0,002; 7. mynd). Í mosahræringi voru brotin með lengstu sprotunum 2–4 mm löng 81_3-4_loka_271211.indd 120 12/28/11 9:13:45 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.