Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 17
121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Hraungambri er mjög þurrkþolinn10
og er áberandi í hraunum hér á
landi.11 Gljúpur gjallvikur virðist
henta hraungambra vel, enda hefur
hann yfirburði í samkeppni við aðrar
plöntur í hraunum5 og á þar auðvelt
með að vaxa upp af mosabrotum.9
Við frágang eftir rask í hraunum
ætti að huga að þessu og gæti betri
árangur náðst ef gjallvikur væri not-
aður fremur en mold, til að mynda
við frágang vegfláa.
Myndun nýrra sprota náði mis-
munandi langt niður eftir greinum
eftir tegundum. Á engjaskrauti
mynduðust sprotar alls staðar
á greinunum og bendir það til
þess að allir bútar engjaskrauts-
greina gætu myndað nývöxt ef
þeir væru klipptir líkt og gert var
við hraungambrann. Á tildurmosa
uxu nývaxtarsprotar einnig nokkuð
neðarlega, á melagambra einungis
ofan við miðja grein en á hraun-
gambra aðeins á efsta hluta greina
(5. mynd). Vel tókst að fjölga hraun-
gambra, melagambra, tildurmosa
og engjaskrauti með mosahræringi
(9. mynd, 7. mynd). Árangurinn
var sístur hjá hraungambra, bæði
hvað varðar tíðni og lengdarvöxt
en engjaskrautssprotarnir uxu best.
Ræktunarárangur virðist því mis-
munandi eftir tegundum og er það
í samræmi við niðurstöður annarra
rannsókna.15
Landnám mosa í hraunum er
talið gerast á þann veg að mosabrot
festast á ósléttu yfirborði; mosaþúf-
urnar vaxa síðan smátt og smátt og
mynda að lokum nær samfellda
mosaþekju.4 Þetta ferli getur tekið
marga áratugi.5 Að mati Ágústar
H. Bjarnasonar9 getur nýr stöng-
ull auðveldlega myndast á 5 mm
löngum brotum af fremsta hluta
greina og jafnvel af knöppum með
einungis fimm laufblöðum við réttar
aðstæður. Í tilraun okkar voru þau
hraungamrabrot er höfðu myndað
lengstu sprotana í mosahræringi
2–4 mm löng og mögulega hafa þar
verið enn minni brot sem voru virk.
Þessi tilraun sýndi að hægt var að
fjölga algengum mosategundum á
árangursríkan hátt í gróðurhúsi með
flestum af þeim aðferðum sem próf-
aðar voru. Það gefur vísbendingar
um að unnt sé að nota mosagreinar,
mosabrot eða mosahræring til að
flýta endurheimt mosagróðurs eftir
rask af virkjunarframkvæmdum,
vegagerð, utanvegaakstri eða vegna
annars konar skemmda. Hins vegar
gefa gróðurhúsatilraunir ekki rétta
mynd af þeim aðstæðum sem ríkja
á röskuðum svæðum, sérstaklega
ekki þegar komið er upp á hálendi.
Sumarið 2010 voru því lagðar út til-
raunir á röskuðu landi á Hellisheiði,
byggðar á þeim niðurstöðum sem
hér eru settar fram. Þar var prófað
að nota heilar greinar, 1 cm búta
efst af greinum og mosahræring
til að fjölga sömu tegundum og
notaðar voru í þessari tilraun. Ef
þær tilraunir skila sambærilegum
9. mynd. Nývöxtur í mosahræringi með melagambra eftir 75 daga. – New growth in a
slurry with Racomitrium ericoides after 75 days. Ljósm./Photo: Magnea Magnúsdóttir.
8. mynd. Nývöxtur mosabrota úr mosahræringi eftir 75 daga ræktun. A. hraungambri. B. tildurmosi. – New growth on moss fragments
from a slurry after 75 days. A. Racomitrium lanuginosum. B. Hylocomium splendens. Ljósm./Photos: Magnea Magnúsdóttir.
A B
81_3-4_loka_271211.indd 121 12/28/11 9:13:48 AM