Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 24
Náttúrufræðingurinn
128
þ.e. mun eldra en 6100 ára. Til að
komast nær aldri þess má styðj-
ast við þykknunarhraða mósins á
milli gjóskulaganna H4 og 6000 ára
Heklulagsins (mögulegrar Heklu
Ö). Gengið er út frá því að þykkn-
unarhraðinn hafi verið sá sami
neðan 6000 ára lagsins og ofan þess.
Stuðst er við bæði sniðin sem mæld
voru í Hofsvík (6. mynd). Þykkn-
unarhraðinn reiknast annars vegar
2,2 cm/öld í fjörumónum og hins
vegar 1,7 cm/öld í brimklifinu (um
1,3 cm/öld í Grundarhverfissniði).
Samkvæmt þessum útreikningum
gæti mómyndunin hafa hafist fyrir
9.600–9.800 árum. Berghlaupið
sjálft kann að vera nokkrum öldum
eldra.
Um þetta leyti stóð sjór hvað lægst
í Faxaflóa, allt að 30 m lægra en nú
(8. mynd),29,30 og hefur framhlaupið
því líklega ekki náð til sjávar. Sé
aldur framhlaupsins nálægt 10.000
ár, eins og hér er ýjað að, skýrir það
hvers vegna Saksunarvatnsgjóskan
fannst ekki ofan á urðinni, þ.e. hún
er eldri en framhlaupið.
Umræða
Það kom nokkuð á óvart við athug-
anir á fjörumónum að gjóskulagið
Katla~1500 skuli finnast þar við
meðalsjávarborð, sem er um 2 m
undir stórstraumsflóðmörkum.
Ætla má að mómyndunin hafi
stöðvast um það leyti sem mýrin
fór niður fyrir stórstraumsmörk
og sjór tók að flæða reglulega inn
yfir hana. Það þýðir aftur að afstæð
hækkun sjávarborðs hefur verið
a.m.k. 2 m á 500 árum, eða 0,40
cm/ári að jafnaði. Þetta er meira en
annars staðar hefur mælst. Til sam-
anburðar má nefna að samkvæmt
mælingum í Reykjavíkurhöfn
hækkaði sjávarborð um 0,36 cm/
ári á tímabilinu 1956–2007.31 Þarna
fer saman hækkun sjávarborðs í
heimshöfunum, vegna hlýnunar
sjávar, og landsig. Samkvæmt
mælingum frá níu stöðum víða
um heim hækkaði sjávarborð á
seinni hluta 20. aldar um 1,45±0,34
mm/ári að jafnaði.32 Einnig kemur
fram að sjávarborðsbreytingar
voru mishraðar og mismiklar eftir
tímabilum. Með hliðsjón af þessum
mælingum má draga þá ályktun
að á seinni hluta 20. aldar hafi
hækkun sjávarborðs í Reykjavík
vegna landsigs verið um 2 mm/ári
(20 cm/öld) og um 1,5 mm/ári (15
cm/öld) vegna hækkunar sjávar í
heimshöfunum. Ekki eru tiltækar
mælingar frá fyrri öldum, en reikna
má með að landsig við Faxaflóa
hafi verið fremur stöðugt síðustu
500 árin. Hækkun sjávarborðs í
heimshöfunum á 16.–19. öld er
talin hafa verið lítil sem engin.33
Eins og sjá má af sniðunum á
Sjávarhólaurðinni í Hofsvík hefur
ekki tekið fyrir mómyndun þar
fyrr en nokkru eftir 1500, líklega
á 16. eða jafnvel 17. öld. Væntan-
lega hefur fyrst flætt yfir mýrina í
sjávarflóðum tengdum stórviðri og
hárri sjávarstöðu. Á 16.–18. öld var
helsti verslunarstaður við Sundin
í Grandahólma vestan Örfiriseyjar.
Samkvæmt heimildum var versl-
unin færð úr hólmanum á 17. öld,
fyrst í Örfirisey og síðan upp á
-80
-60
-40
-20
0
20
40
60
80
-12000 -10000 -8000 -6000 -4000 -2000 0 2000
Búrfellshraun
Hrútagjárdyngja
Efstu fjörumörk undir Esjuhlíðum
Sjávarhólahlaup
Lægsta sjávarstaða í Faxaflóa
Leitahraun
Nákuðungsáflæði
Seltjörn
Brimklif ofan Dýjahlíðar
Hofsvík
Þráinsskjöldur
8. mynd. Staða sjávarborðs á höfuðborgarsvæðinu í ísaldarlok og á nútíma. Tímaskalinn miðast við raunár frá árinu 1950. – Sea level
fluctuations in the Reykjavík area during postglacial times.
81_3-4_loka_271211.indd 128 12/28/11 9:13:57 AM