Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 27
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þann 20. mars árið 2007 féll bergflóð á ofanverðan Morsárjökul í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu. Bergflóðið er talið með stærri skriðuföllum sem orðið hafa hér á landi á umliðnum árum og áratugum. Talið er að það hafi fallið í tveimur hlutum; meginhlutinn féll 20. mars en viðbótarhrun varð þann 17. apríl 2007. Bergflóðið féll við efri brún jökulsins að austanverðu og urðin eftir hrunið hylur þar allt að 1/5 af yfirborði jökulsins, eða um 720.000 m2. Urðin er að meðaltali 1500 m löng og um 480 m breið. Brotsár bergflóðsins í fjallinu ofan við jökulinn er um 330 m hátt. Nær það frá um 620 m upp í um 950 m hæð yfir sjó og er breidd þess að meðaltali um 480 m. Heildarmagn þess efnis sem hrundi niður er áætlað um 4–4,5 milljónir m3, eða um 10–12 milljónir tonna. Miklar breytingar hafa orðið á bergflóðsurðinni og jöklinum eftir að bergflóðið féll. Grófkornótt berg- flóðsurðin hefur sigið mikið saman og stórgrýti molnað niður. Jökulísinn undir bergflóðsurðinni er einangraður frá lofthita og geislun og bráðnar því mun hægar en ísinn umhverfis. Þess vegna hefur orðið eftir þykkur ísbunki undir urðinni og er þar sístækkandi bunga að myndast á jöklinum. Talið er að jökulrof og hröð hörfun Morsárjökuls á undanförnum árum og áratugum, ásamt veikum jarðlögum í berggrunni, sé meginorsök bergflóðsins. Bergflóðið sem féll á Morsárjökul 20. mars 2007 Þorsteinn Sæmundsson, Ingvar A. Sigurðsson, Halldór G. Pétursson, Helgi Páll Jónsson, Armelle Decaulne, Matthew J. Roberts og Esther Hlíðar Jensen Inngangur Þann 20. mars 2007 féll stórt berg- hlaup á ofanverðan Morsárjökul í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu (1. mynd). Þetta berghlaup er af þeirri tegund skriðufalla sem flokkast sem bergflóð (e. rock avalanche) og er án efa eitt af stærstu skriðuföllum sem orðið hafa hérlendis á síðustu árum og áratugum.1 Í upphafi var talið að bergflóðið hefði fallið klukkan 12:31 þann 17. apríl, en þá urðu menn varir við mikla skruðninga frá jöklinum og einnig kom fram órói á skjálftamælum. Seinna kom í ljós að ferðamenn, sem voru á ferð um Skeiðarársand, höfðu tekið ljósmyndir af urðinni þann 5. apríl, og því er ljóst að bergflóðið var fallið fyrir þann tíma. Á skjálfta- mælum kemur fram órói á þessu svæði þann 20. mars og er talið að hann megi rekja til bergflóðsins. Af ummerkjum á vettvangi er auk þess greinilegt að bergflóðið hefur fallið í a.m.k. tveimur meginhlutum og þá dagana 20. mars og 17. apríl eins og rökstutt hefur verið hér að framan. Frá því í maí 2007 hafa árlega verið farnar könnunarferðir að jöklinum og fylgst með hvaða breytingar hafa orðið á honum og hrunurðinni í kjölfar bergflóðsins. Landslag og staðhættir Niður úr sunnanverðum Vatnajökli, milli Skaftafellsjökuls í austri og Skeiðarárjökuls í vestri, gengur lítill skriðjökull sem nefnist Morsár- jökull. Jökullinn gengur niður á aura Morsár sem fellur frá jöklinum um samnefndan dal, Morsárdal, sem umgirtur er allt að 1000–1400 m háum og bröttum fjöllum. Að austanverðu er Skaftafellsheiði í um rúmlega 1100 m hæð við Krist- ínartinda en rís hæst upp í 1385 m við Skarðatind og 1343 m hæð við Þorsteinshöfða. Að vestanverðu rísa Skaftafellsfjöll í um og yfir 1000 m hæð og hæst skagar Austur- hnúta í Miðfelli, upp í um 1084 m (1. mynd). Um flatan dalbotninn flæmist Morsá um á eyrum, sem þaktar eru litríkum rhýólíthnull- ungum og -steinum, frá því að hún fellur úr litlu jökullóni innan við ystu jökulgarða Morsárjökuls og þar til hún rennur í farveg Skeið- arár úti á Skeiðarársandi. Morsár- dal tengja margir við fallegt og hrikalegt landslag í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Þá er svæðið þekkt fyrir mikla gróðursæld, sérstaklega gróð- urvinina í Bæjarstaðarskógi. Svæðið er vinsælt til útivistar og liggja nokkrar gönguleiðir um það. Sjálfur Morsárjökull er um 4 km langur og 750–900 m breiður neðan ísfossanna, eða um 3,3 km2 að flatar- máli. Jökullinn er svonefndur fall- jökull og sjá tveir ísfossar/ísstraumar um að fæða hann (2. mynd A og B). Að vestanverðu er jökullinn enn tengdur við meginjökulinn með um 200 m breiðum ísstraumi, en stór hluti hans fellur fram í miklum Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 131–141, 2011 – hverjar hafa afleiðingar þess orðið? 81_3-4_loka_271211.indd 131 12/28/11 9:13:59 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.