Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 29
133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags almenns jökulhops hafi sá sem kom úr austri, og Ives nefnir Birkijökul, algerlega slitnað frá Morsárjökli. Á ljósmyndum sem Sigurður birtir í grein sinni sést að árið 1937 voru báðir hinir ísstraumarnir samhang- andi við megin jökul inn. Á mynd frá árinu 1952 sést að sá eystri þeirra er algerlega slitinn frá meginjöklinum og staðhæfir Sigurður að það hafi gerst fyrir árið 1942. Síðan um miðja síðustu öld hefur Jack D. Ives, í félagi við ýmsa samstarfsmenn, unnið að rann- sóknum á jöklum í Öræfasveit, þar á meðal Morsárjökli.4 Samkvæmt rannsóknum Ives og félaga hefur Morsárjökull verið að þynnast undanfarna öld og miklar breyt- ingar orðið á honum frá því að hann náði hámarksútbreiðslu á árunum 1902–1904. Á herforingjaráðskortinu sem mælt var 1904 sést að Morsár- jökull hefur þá þegar hopað frá fremstu görðum. Hann virðist því hafa náð mestri sögulegri útbreiðslu um 1890, eins og flestir aðrir jöklar landsins.5 Mest áberandi var hop Birkijökuls, en talið er að hann hafi slitnað frá Morsárjökli um 1934.4 Talsverðar breytingar urðu einnig á hinum tveimur ísstraumunum. Á árunum 1937–1938 slitnaði eystri ísstraumurinn frá meginjöklinum 2. mynd B. Austari ísfossinn í Morsárjökli. Í dag er ísfossinn alger- lega slitinn frá meginjöklinum fyrir ofan og falla stór ísstykki niður í tilkomumiklum íshrunum. Leysingarvatnsfoss fellur undan ís- stálinu líkt og að vestanverðu. – The eastern icefall of Morsárjökull. Today the icefall is completely separated from the main glacier above and the outlet glacier is feed by impressive ice avalanches. A large waterfall can be seen on the eastern side of the glacier. Ljósm./Photo: Þorsteinn Sæmundsson 2007. neðst, líkt og hann er nú, en tengd- ist meginjöklinum í þremur bröttum ísstraumum eða ísfossum sem voru samfelldir á þessum tíma. Tveir ísstraumar féllu niður frá meg- injöklinum, eins og ísfossarnir nú, og einn til viðbótar féll niður úr austri fram undan Skarðatindi, rétt sunnan við fellið sem bergflóðið féll úr árið 2007 (1. og 4. mynd). Rúmlega 50 árum síðar var Sigurður Þórarinsson á ferð við jökulinn.3 Sigurður lýsir m.a. urðarrananum sem gengur niður miðjan jökulinn og getur þess að sitt hvorum megin við hann sé jökulyfirborð bárótt og líkast þvottabretti. Þá getur hann þess, eins og Þorvaldur, að áður hafi þrír ísstraumar fætt Morsárjökul en vegna hlýnandi loftslags og 3. mynd. Jökullónið fyrir framan Morsárjökul er um 1,5 km á lengd og allt að 400 m breitt. Fyrir framan það er jökulgarður sem markar hámarksútbreiðslu Morsárjökuls, en henni náði jökullinn um 1890. – The ice lake in front of the Morsárjökull glacier is about 1,5 km long and up to 400 m wide. In front of the ice lake an end moraine zone marks the max- imum extent of the glacier around 1890. Ljósm./Photo: Matthew Roberts 2007. 2. mynd A. Vestari ísfossinn í Morsárjökli er að hluta til enn tengdur við meginjökulinn með um 200 m breiðum ísstraumi, en að öðru leyti fellur jökullinn fram í ísfoss. Að vestanverðu við ísstrauminn fellur leysingarvatn í tilkomumiklum fossi, en að austanverðu seytlar leys- ingarvatn niður undan ísstálinu og fellur niður klettabeltið. – The western icefall of Morsárjökull is still partly connected to the main glacier by a 200 m wide ice stream. A large waterfall flows from under- neath the western part of the ice. On the eastern side numerous small waterfalls occur. Ljósm./Photo: Þorsteinn Sæmundsson 2007. 81_3-4_loka_271211.indd 133 12/28/11 9:14:02 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.