Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 32
Náttúrufræðingurinn 136 úr, en til þess voru notaðar flugljós- myndir frá árinu 2003 (Landmæl- ingar Íslands) og 2007 (Loftmyndir ehf.) því ekki var hægt að meta rúmmál urðarinnar beint á yfir- borði jökulsins sökum óvissu vegna yfirborðsbráðnunar. Gögn úr jarð- skjálftamælum í nágrenni Morsár- jökuls voru könnuð ef ástæður bergflóðsins væri hugsanlega að finna í jarðskjálftavirkni og einnig til að tímasetja hrunið. Þá voru einnig skoðuð gögn frá nærliggjandi veðurstöðvum ef vera kynni að tengja mætti bergflóðið á einhvern hátt veðurfari, t.d. mikilli úrkomu. Í tveimur leiðöngrum í maí og júlí 2007 var leitað eftir ummerkjum um aflögun jökulíssins undir urðinni og umhverfis hana. Lýsing á bergflóðinu og bergflóðsurðinni Upptök bergflóðsins eru í höfð- anum vestan við Skarðatind og Þor- steinshöfða austan megin við eystri ísfossinn (1. og 6. mynd). Brotsárið er um 330 m hátt og nær frá um 620 m upp í 950 m h.y.s. og breidd þess er að meðaltali um 480 m. Til að áætla rúmmál bergspildunnar sem féll úr hlíðinni var notað landlíkan sem byggt er á flugljósmyndum af svæðinu fyrir og eftir hrunið. Út bráðnun hans fyrst eftir að berg- flóðið féll.29 Rannsóknir og mælingar á bergflóðsurðinni Frá árinu 2007 hefur verið farið árlega í leiðangra á Morsárjökul til mælinga og rannsókna á bergflóðs- urðinni. Á hverju ári eru gerðar GPS-mælingar á frambrún urðar- innar og staðsetning áberandi stór- grýtis og bjarga í henni fundin til að unnt sé að fylgjast með hreyfingum jökulsins. Ljósmyndir eru teknar af urðinni og fylgst með breytingum á henni, eins og t.d. hvernig stórgrýtið í henni molast niður vegna frost- veðrunar. Þá er þykkt íssins undir urðinni mæld árlega til að fylgjast með því hve mikið jökulyfirborðið umhverfis urðina bráðnar. Einnig er miðja frambrúnar jökulsins staðsett með GPS-mælingum á hverju ári til að fylgjast með hörfun hennar. Í ágúst 2007 var tekin flugljósmynd af Morsárjökli (Loftmyndir ehf.) en hún var notuð til að mæla stærð og útbreiðslu bergflóðsurðarinnar, sem hafði auk þess verið GPS-mæld í maí sama ár. Urðin og brotsárið voru einnig ljósmynduð úr flugvél sumarið 2007. Rúmmál efnisins sem féll niður var áætlað út frá landlík- ani af hlíðinni sem bergflóðið féll og aðra jökla á Copper River- svæðinu.24,25 Frá Bandaríkjunum eru dæmi eins og Little Tahoma Peak-bergflóðið sem féll á og huldi neðri hluta Emmons jökulsins.26 Frá Himalajafjöllum má nefna berg- flóðið, sem féll á Bualtar-jökulinn árið 1986,27 og frá Nýja-Sjálandi er Mt. Cook-bergflóðið frá árinu 1991.28 Mjög löng úthlaupslengd er sameiginleg öllum þessum berg- flóðum. Eitt frægasta bergflóðið sem fallið hefur á jökul er það sem féll á Sherman-jökulinn í Alaska árið 1964 en það var mikill jarðskjálfti (Alaska-jarðskjálftinn) sem kom bergflóðum af stað.24,25 Rannsóknir leiddu í ljós að ofan á Sherman-jökl- inum myndaði bergflóðsurðin 1,3 m þykkt einsleitt lag. Urðin lá alls staðar, að jöðrunum undanskildum, ofan á óhreyfðum snjó sem hafði fallið veturinn 1963–1964 og virðist því hafa ferðast á vökvakenndan hátt yfir jökulinn, líklega með um 340 km/klst. hraða. Athyglisvert er að áður en bergflóðið féll hafði afkoma jökulsins verið neikvæð og jökulsporðurinn hörfað um 25 m/ári. Eftir að bergflóðið féll á jökulinn breyttist afkoman og varð hún jákvæð á árabilinu 1964–1966, en einungis um nokkra sentimetra á ári. Urðin ofan á jöklinum virðist því hafa myndað hlíf sem dró úr 6. mynd. Brotsárið og flæðilínur bergflóðsurðarinnar sem féll á jökulinn. Brotsárið nær frá um 620 m upp í um 950 m og er allt að 400 m breitt. Svonefndur Birkijökull sést til hægri á mynd- inni. Hann var um tíma þriðji ísstraumurinn sem sameinaðist Morsárjökli, en hefur látið mjög á sjá seinni hluta 20. aldar og það sem af er 21. öld. – The frac- ture zone and flow lines of the accumulation lobe. The fracture zone reaches from 620 m up to 950 m and is up to 400 m wide. The Birkijökull outlet glacier can be seen to the right on the photo. It was connected to the Morsár- jökull glacier but has retreated considerably during the last cen- tury. Ljósm./Photo: Matthew Roberts 2007. 81_3-4_loka_271211.indd 136 12/28/11 9:14:03 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.