Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 32
Náttúrufræðingurinn 136 úr, en til þess voru notaðar flugljós- myndir frá árinu 2003 (Landmæl- ingar Íslands) og 2007 (Loftmyndir ehf.) því ekki var hægt að meta rúmmál urðarinnar beint á yfir- borði jökulsins sökum óvissu vegna yfirborðsbráðnunar. Gögn úr jarð- skjálftamælum í nágrenni Morsár- jökuls voru könnuð ef ástæður bergflóðsins væri hugsanlega að finna í jarðskjálftavirkni og einnig til að tímasetja hrunið. Þá voru einnig skoðuð gögn frá nærliggjandi veðurstöðvum ef vera kynni að tengja mætti bergflóðið á einhvern hátt veðurfari, t.d. mikilli úrkomu. Í tveimur leiðöngrum í maí og júlí 2007 var leitað eftir ummerkjum um aflögun jökulíssins undir urðinni og umhverfis hana. Lýsing á bergflóðinu og bergflóðsurðinni Upptök bergflóðsins eru í höfð- anum vestan við Skarðatind og Þor- steinshöfða austan megin við eystri ísfossinn (1. og 6. mynd). Brotsárið er um 330 m hátt og nær frá um 620 m upp í 950 m h.y.s. og breidd þess er að meðaltali um 480 m. Til að áætla rúmmál bergspildunnar sem féll úr hlíðinni var notað landlíkan sem byggt er á flugljósmyndum af svæðinu fyrir og eftir hrunið. Út bráðnun hans fyrst eftir að berg- flóðið féll.29 Rannsóknir og mælingar á bergflóðsurðinni Frá árinu 2007 hefur verið farið árlega í leiðangra á Morsárjökul til mælinga og rannsókna á bergflóðs- urðinni. Á hverju ári eru gerðar GPS-mælingar á frambrún urðar- innar og staðsetning áberandi stór- grýtis og bjarga í henni fundin til að unnt sé að fylgjast með hreyfingum jökulsins. Ljósmyndir eru teknar af urðinni og fylgst með breytingum á henni, eins og t.d. hvernig stórgrýtið í henni molast niður vegna frost- veðrunar. Þá er þykkt íssins undir urðinni mæld árlega til að fylgjast með því hve mikið jökulyfirborðið umhverfis urðina bráðnar. Einnig er miðja frambrúnar jökulsins staðsett með GPS-mælingum á hverju ári til að fylgjast með hörfun hennar. Í ágúst 2007 var tekin flugljósmynd af Morsárjökli (Loftmyndir ehf.) en hún var notuð til að mæla stærð og útbreiðslu bergflóðsurðarinnar, sem hafði auk þess verið GPS-mæld í maí sama ár. Urðin og brotsárið voru einnig ljósmynduð úr flugvél sumarið 2007. Rúmmál efnisins sem féll niður var áætlað út frá landlík- ani af hlíðinni sem bergflóðið féll og aðra jökla á Copper River- svæðinu.24,25 Frá Bandaríkjunum eru dæmi eins og Little Tahoma Peak-bergflóðið sem féll á og huldi neðri hluta Emmons jökulsins.26 Frá Himalajafjöllum má nefna berg- flóðið, sem féll á Bualtar-jökulinn árið 1986,27 og frá Nýja-Sjálandi er Mt. Cook-bergflóðið frá árinu 1991.28 Mjög löng úthlaupslengd er sameiginleg öllum þessum berg- flóðum. Eitt frægasta bergflóðið sem fallið hefur á jökul er það sem féll á Sherman-jökulinn í Alaska árið 1964 en það var mikill jarðskjálfti (Alaska-jarðskjálftinn) sem kom bergflóðum af stað.24,25 Rannsóknir leiddu í ljós að ofan á Sherman-jökl- inum myndaði bergflóðsurðin 1,3 m þykkt einsleitt lag. Urðin lá alls staðar, að jöðrunum undanskildum, ofan á óhreyfðum snjó sem hafði fallið veturinn 1963–1964 og virðist því hafa ferðast á vökvakenndan hátt yfir jökulinn, líklega með um 340 km/klst. hraða. Athyglisvert er að áður en bergflóðið féll hafði afkoma jökulsins verið neikvæð og jökulsporðurinn hörfað um 25 m/ári. Eftir að bergflóðið féll á jökulinn breyttist afkoman og varð hún jákvæð á árabilinu 1964–1966, en einungis um nokkra sentimetra á ári. Urðin ofan á jöklinum virðist því hafa myndað hlíf sem dró úr 6. mynd. Brotsárið og flæðilínur bergflóðsurðarinnar sem féll á jökulinn. Brotsárið nær frá um 620 m upp í um 950 m og er allt að 400 m breitt. Svonefndur Birkijökull sést til hægri á mynd- inni. Hann var um tíma þriðji ísstraumurinn sem sameinaðist Morsárjökli, en hefur látið mjög á sjá seinni hluta 20. aldar og það sem af er 21. öld. – The frac- ture zone and flow lines of the accumulation lobe. The fracture zone reaches from 620 m up to 950 m and is up to 400 m wide. The Birkijökull outlet glacier can be seen to the right on the photo. It was connected to the Morsár- jökull glacier but has retreated considerably during the last cen- tury. Ljósm./Photo: Matthew Roberts 2007. 81_3-4_loka_271211.indd 136 12/28/11 9:14:03 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.