Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 33
137 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mæld rétt austan við urðarranann (4. mynd). Þar reyndist þykkt urðarinnar vera um 3 m en lítil bráðnun hafði þá orðið á jökulísnum umhverfis hana (8. mynd A). Í júlí sama ár hafði jökulísinn umhverfis urðina bráðnað um 7 m (8. mynd B). Í ágúst 2008 höfðu bráðnað 12 m til viðbótar (8. mynd C), um 11 m enn í ágúst 2009 (8. mynd D), síðan um 9 m í viðbót í ágúst 2010 (8. mynd E) og loks höfðu 5 m bæst við í ágúst árið 2011 (8. mynd F). Heildarbráðnun á yfirborði Morsárjökuls umhverfis urðina nemur því um 44 m frá því að bergflóðið féll. Ekki er hægt að áætla hvort einhver bráðnun eigi sér stað á ísnum undir sjálfri urðinni, en ljóst er að urðin hefur mjög ein- angrandi áhrif á ísinn sem liggur undir henni. Út frá þessum mæl- ingum má áætla að rúmmál íssins sem urðin hlífir og orðið hefur eftir þegar jökullinn umhverfis bráðnaði sé um 33 milljónir rúmmetra, eða tæplega 28 milljónir tonna. Framskrið jökulsins hefur einnig verið mælt, bæði með beinum mæl- ingum á frambrún urðarinnar og með því að fylgjast með einstaka stórgrýti í sjálfri urðinni. Frá árinu 2007 hefur frambrún urðarinnar verið mæld; hefur skriðhraði jökuls- ins mælst að meðaltali um 80–90 m á ári og nemur heildarframskrið jökulsins á þessu tímabili um 340 m frá landlíkaninu er talið að heildar- rúmmál bergmassans sem féll á jökulinn sé um 4 til 4,5 milljónir m3, eða um 10–12 milljónir tonna. Urðin féll fyrst þvert efst á jökulinn og þaðan beygði hún niður undan halla yfirborðs jökulsins og náði nokkuð yfir urðarranann rétt neðan við neðri hluta brotsársins (1. og 4. mynd). Meðallengd urðarinnar er um 1500 m en hámarkslengd um 1600 m. Að meðaltali er breidd urðarinnar um 480 m en hleypur frá því að vera um 125 m upp í 650 m. Flatarmál urðarinnar er um 720.000 m2. Urðin féll á jökulinn í um 520 m hæð og stöðvaðist í um 352 m hæð og er meðalþykkt hennar um 6–7 m. Jaðrar urðarinnar eru skarpir og brattir og þar er mikið um stórgrýti og björg sem eru upp í nokkur hundruð tonn á þyngd. Almennt séð er urðin grófkornótt og bergbrotin köntuð, en stærstu bergbrotin í henni eru talin vera allt að 800 tonn að þyngd (7. mynd). Í fyrstu var lítið fínefni sjáanlegt í urðinni og sumarið 2007 sást víða í jökulísinn gegnum hana. Áberandi straumlínumynstur er á urðinni (4. mynd) og liggja allt að 3–4 m háir hryggir í flæðistefnu hennar. Svona straumlínumynstur hefur komið fram í öðrum bergflóðum sem fallið hafa á jökla, t.d. á Sherman-jökl- inum í Alaska25 og á Little Tahoma Peak-jöklinum í Washingtonríki í Bandaríkjunum.30 Fyrsta árið sáust tvö ketillaga landform í miðhluta urðarinnar en þvermál þeirra var um 15 m og dýpt um 7 m. Þessir katlar voru veggbrattir og í botni þeirra var ekkert set, einungis hreinn jökulís. Svipuðum ketillaga landformum hefur meðal annars verið lýst í bergflóðsurð í Pamir í Tíbet,31 en ennþá hefur ekki tekist að skýra myndun slíkra landforma. Breytingar á bergflóðs- urðinni Árið 2007 voru farnar tvær athug- unarferðir á Morsárjökul til að kort- leggja bergflóðið og kanna ummerki þess. Þá var sérstaklega leitað eftir því hvort jökulísinn undir urðinni hefði orðið fyrir einhverju rofi eða aflögun þegar bergflóðið féll yfir hann. Ekki sáust nein ummerki rofs eða aflögunar eða þess að urðin hefði ýtt á undan sér íshröngli eða öðru efni af yfirborði jökulsins. Ekki verður betur séð en að urðin hafi flotið yfir jökulinn án þess að valda neinu rofi á yfirborði hans og er þetta sambærilegt við lýsingar á bergflóðinu sem féll á Sherman- jökulinn í Alaska árið 1964.24,25 Í maí árið 2007, um tveimur mánuðum eftir að bergflóðið féll, var þykkt frambrúnar urðarinnar 7. mynd. Mjög gróft efni er í bergflóðsurðinni og margra tuga tonna björg sjást víða í frambrún hennar. Þetta bjarg, um 800 tonn að þyngd, er í vesturjaðri urðarinnar um 700 m frá brotsárinu. – Very coarse material is found in the acc- umulation lobe and boulders up to several tenths of tons occur in the frontal part and around the edges of the lobe. This boul- der weighs about 800 tons and is located in the western edge of the lobe, approximately 700 m from the fracture zone. Ljósm./ Photo: Þorsteinn Sæmundsson 2007. 81_3-4_loka_271211.indd 137 12/28/11 9:14:04 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.