Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 35
139 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mælingar sem gerðar hafa verið á einum punkti við urðarranann í frambrún jökulsins sýna að frá 2007 til 2009 hopaði jökullinn um 99 m, frá 2009 til 2010 um 38 m og frá 2010 til 2011 um 78 m, eða um 215 m samanlagt. Þessi hörfun er nokkru meiri en sporðamælingar Odds Sigurðssonar og félaga benda til, en samkvæmt þeirra mælingum hopaði Morsárjökull um 108 m frá 2007 til 2010 (5. mynd), en þennan mun má líklega rekja til þess að mælingarnar voru framkvæmdar á mismunandi mælistöðum við fram- brún jökulsins. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að bergflóðið féll hafa miklar breyt- ingar átt sér stað á urðinni. Kantaða stórgrýtið sem einkenndi urðina í upphafi hefur molnað mikið niður og víða myndað fíngerðan salla sem sáldrast hefur niður í urðina. Öll urðin hefur einnig sigið mikið saman og þjappast. Ástæður hrunsins Morsárjökull, líkt og flestir ef ekki allir jöklar landsins, hefur hörfað umtalsvert á liðnum árum og áratugum, eða nánast alla síðustu öld, frá því hann stóð við ystu garða um 1902–1904. Samfara því að jökulsporðurinn hefur hopað hratt hefur jökullinn einnig þynnst mikið og víða skilið eftir sig óstöð- ugar fjallshlíðar, sem hann áður svarf úr. Á 4. mynd eru greinileg ummerki um rof af þessu tagi, bæði utan í hlíðinni sem bergflóðið féll úr og lengra niður með jöklinum. Veikleikar í berggrunni, eins og t.d. misgengi og sprungur og mismun- andi stæðni og styrkleiki berglaga í jarðlagastaflanum í hlíðinni, er önnur tveggja meginástæðna þess að fjallshlíðin ofan við jökulinn hrundi niður undan eigin þunga og olli bergflóðinu. Hinnar ástæð- unnar, og ekki minni, er að leita í jökulrofi og undangreftri í hlíðinni þegar Morsárjökull var stærstur og því að ekkert heldur lengur við hlíðina vegna þess hve mikið jökullinn hefur hopað. Til að koma bergflóðinu af stað virðist ekki öðrum utanaðkomandi ástæðum til að dreifa. Í því sambandi var farið yfir veðurfarsgögn frá nærliggjandi veðurstöðvum en ekkert benti til óvenjumikilla rigninga eða leys- inga um það leyti sem bergflóðið féll. Sama má segja um gögn frá nálægum jarðskjálftastöðvum en í þeim fundust engir jarðskjálftar sem hefðu getað komið bergflóðinu af stað. Lokaorð Bergflóðið sem féll á Morsárjökul í mars árið 2007 er án efa eitt af stærri ofanflóðum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum árum og áratugum, en þó er það ekkert einsdæmi um slíka atburði. Bergflóðið er talið hafa orsakast af undangreftri Morsár- jökuls þegar hann var stærstur á 19. öld og í byrjun þeirrar 20. og síðan hraðri hörfun hans á síðustu árum og áratugum. Bergflóðsurðin, sem hylur um 1/5 af yfirborði jökulsins neðan ísfoss, hefur haft einangrandi áhrif á jökulinn og veldur því að jökulísinn undir urðinni bráðnar ekki nándar nærri eins hratt og ísinn umhverfis. Þetta leiðir til þess að yfirborð urðarinnar hækkar hlut- fallslega miðað við bráðnandi yfir- borð jökulíssins umhverfis hana, og 9. mynd. Frá því að bergflóðið féll á Morsárjökul hefur jökullinn skriðið fram um 80–90 m á ári og er heildarfærsla hans frá árinu 2007 um 340 m. – Since the rock avalanche fell on the Morsárjökull outlet glacier, the accumulation lobe has moved forward with the glacier ice some 80–90 m/year on the average, or a total of 340 m since the year 2007. Mynd/Photo: C. Loftmyndir 2007. 81_3-4_loka_271211.indd 139 12/28/11 9:14:10 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.