Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 39
143 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags stefnumótun norrænna samfélaga um aðlögun að loftslagsbreytingum (Adaptation to climate change: research, practice, policy. 6.–8. nóv. 2010). Þar komu saman náttúru- fræðingar, sveitarstjórnarmenn og þingmenn landanna til að heyra um vísindalega rökstuddar horfur, kynna sér viðbrögð við óvenju- legum aðstæðum og ræða viðbúnað þjóðanna til lengri tíma.3 Miklar líkur eru á að veðurfarsbreytingar séu í vændum og fjallaði ráðstefnan um hvernig þær horfa við Norður- landabúum. Minna var fjallað um hvort um sé að ræða eðlilegar sveiflur í veðurfari eða ógn af mannavöldum sem of seint sé að koma algjörlega í veg fyrir. Frá hagkvæmnissjónarmiði má segja að skynsamlegt væri að sam- þætta stefnu og aðgerðir í aðlögun að loftslagsbreytingum ef samskonar hætta steðjar að öllum norrænu ríkj- unum, þ.e.a.s. ef svipaðir hagsmunir eru í húfi á svæðinu öllu og ef hætta af völdum breytinga er sú sama í öllum löndunum. Enn fremur er æskilegt að hafa samráð ef stjórn- sýsluaðgerðir hafa áhrif út fyrir landamæri hvers lands og þegar samstarf getur orðið áhrifaríkara og sameinað átak er hagkvæmara en sem nemur samanlögðum kostnaði allra ríkjanna. Ef ekki er staðið rétt að málum er hins vegar hætta á að viðbrögðin geti aukið útblástur, ýkt hlýnunina og valdið hagsmunatog- streitu. Ef þessi upptalning á ekki við, er skynsamlegra fyrir hvert land að miða aðlögun við eigin landamæri. Staða aðlögunar í norrænum ríkjum Eftir fund norrænna umhverfis- ráðherra á Svalbarða árið 2006 til- kynnti Jónína Bjartmarz (umhverfis- ráðherra 15.6.2006–24.5.2007) á heimasíðu umhverfisráðuneytisins að Norðurlandaráð hygðist setja á fót rannsóknaráætlun til að undir- búa aðlögun norrænna samfélaga að loftslagsbreytingum.4,5 Jafnframt er tekið fram að ýmsar athuganir hafi þegar verið gerðar á mögulegum afleiðingum loftslagsbreytinga á landbúnað, vatnsbúskap og orku- vinnslu, opnun siglingaleiða á norðurslóðum o.fl. Einnig er tekið fram að viðbrögð við veðurfars- breytingum séu nú þegar komin inn í áætlanir opinberra stofnana á Íslandi. Jafnframt skrifar ráðherra að íslenskt samfélag kunni að vera betur í stakk búið til að standast breytingar en önnur eysamfélög, til dæmis í viðbúnaði við hækkandi sjávarstöðu. „Innviðir samfélagsins eru sterkir og þjóðin rík, en almennt gildir að fátæk lönd munu eiga erfiðast með að laga sig að breyttu úrkomumynstri“.5 Í öllum norrænu ríkjunum hafa sérfræðingar tekið saman skýrslur um horfur á staðbundnum breyt- ingum næstu áratugi af völdum hnattrænnar hlýnunar, einkum til þess að treysta þekkingargrunn fyrir væntanlegar stjórnvaldsaðgerðir (einnig á Íslandi, sjá síðar). Þegar leitað var til Grænlands og Færeyja eftir fræðilegum úttektum var fátt um svör. Finnsk stjórnvöld riðu á vaðið og styrktu verkefni við að koma upplýsingum til almennings um niðurstöðu úr víðtækri rann- sóknar- og samhæfingarvinnu sem hófst árið 2004. Gert var kerfisbundið mat á viðnámsþrótti finnskrar nátt- úru og getu innviða samfélagsins til að aðlagast breyttu loftslagi. Í Finnlandi hafði finnska umhverf- isstofnunin umsjón með samvinnu sveitarfélaga og ellefu ríkisstofnana á fimmtán sviðum um að skapa heildarsýn yfir aðlögun að loftslags- breytingum í samræmi við nokkrar framtíðarspár og samhæfingu í mik- ilvægum málaflokkum, m.a. vatns- notkun, og um að auka almennings- vitund um málið.6 Í samanteknum niðurstöðum er tekið fram að ekki sé fyrirséð í smáatriðum hverjar afleiðingarnar verði, en hlýnandi veðurfar muni bæði fela í sér ábata og kostnað fyrir finnska hagkerfið. Sem dæmi um breytingar í Finn- landi má nefna að búist er við að sjávarstaða Eystrasalts hækki og að það muni sjaldan frjósa, en það hefði mikil áhrif á lífríki þessa innhafs. Finnska ríkið gaf út tillögur til úrbóta og hvatti til umræðu um áhrif á landbúnað og matvælaframleiðslu, skógrækt, fiskveiðar, hreindýrabúskap, veiði- stjórnun, vatnsbúskap, varðveislu fjölbreytileika vistkerfa og viðbrögð í iðnaði, orkuvinnslu, samgöngum og samskiptakerfi, landnýtingu, skipulagsáætlanir, byggingariðnað, lýðheilsu, ferðaþjónustu, útivist og tryggingamál.7 Í framhaldi af þess- ari stefnumótunarvinnu var gefin út samantekt á finnsku og ensku sem leiðbeinir sveitarstjórnum um mótun viðbragðsáætlana í mála- flokknum.7 Finnar eiga einnig aðild að evrópsku samráðsverkefni um aðlögun samfélaga sem liggja að Eystrasalti.8 Samanborið við þetta finnska framtak má segja að mál- efnið hafi ekki verið áberandi í almennri íslenskri umræðu. Í upphafi nýrrar aldar horfðu Svíar skelfdir á hvernig fimm alda gömul tré féllu unnvörpum í tíðum óveðrum þar sem veðurhæð sló fyrri met.9 Við þetta lokaðist ítrekað fyrir lestarsamgöngur með tilheyrandi usla og aukakostnaði. Rafmagns- línur gáfu sig og olli það heimilum og atvinnulífi í Suður-Svíþjóð vand- ræðum svo vikum skipti. Frá síðustu aldamótum hefur þurft að leggja meiri vinnu í að grisja trjágróður við vegi og raf- og járnbrautarlínur vegna örari vaxtar en þekktist á lið- inni öld. Menn óttast einnig flóð við ósa stórra fljóta á borð við Gautelfi í Gautaborg og á vatnasviði Mälaren sem rennur til sjávar í Stokkhólmi. Vatnsborði Gautelfar hefur verið stýrt frá 1937 þannig að komið er í veg fyrir innstreymi sjávar, og flæði niður ána er einnig stýrt til að draga úr sveiflum. Árin 2000 og 2001 urðu hins vegar flóð sem þessi gamli bún- aður gat ekki hamið.10 Árið 2005 komu upp hugmyndir í Svíþjóð um að kolefnisríkur út- blástur yrði skattlagður til að hafa áhrif á lífshætti neyslusamfélagsins, en þær náðu ekki fram að ganga. Eftir rannsóknir og útgáfu skýrslu sérfræðinga voru margþættar til- lögur um aðlögun sænsks samfélags að breyttu veðurfari lagðar fyrir sænska þingið árið 2008.11 Þar er 81_3-4_loka_271211.indd 143 12/28/11 9:14:11 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.