Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 41
145
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
lét ekki standa á viðbrögðum: Skíða-
brekkur voru hlaðnar innanhúss og
þær þaktar gervisnjó búnum til með
olíukyntum snjóvélum; snjóbretta-
menning heldur velli þótt aðstaðan
henti ekki vel fyrir brun og skíða-
göngu. Félagsvísindamenn í Noregi
gerðu athugasemd við slík viðbrögð,
enda töldu þeir að þar væri litið
framhjá orsökum loftslagsbreytinga
en stungið upp á aðgerðum sem
auka myndu enn frekar útblástur
koltvísýrings; markaðsmenn vildu
mæta afþreyingarþörfinni með
gerviaðstæðum án þess að gera
almenningi ljóst samhengið milli
olíunotkunar, kolefnislosunar og
breytinga í veðurfari og þar með
hverfandi skíðahefð. Í umfjöllun
félagsvísindamannanna er kallað
eftir aðgerðum sem gefi öllum kost
á því að sporna sameiginlega við
veðurfarsbreytingum og stunda
ábyrga lífshætti svo afstýra megi því
að afleiðingarnar bitni á komandi
kynslóðum.18 Nýlegar tillögur um
að skíðasnjór verði tryggður með
gervisnjó á skíðasvæði Reykvík-
inga í Bláfjöllum eru á sama hátt
vafasamt úrræði nema tryggt sé að
notaður verði innlendur orkugjafi
til verksins og þess gætt að vatnsból
skaðist ekki.
Viðbrögð á Íslandi
Á Íslandi hafa óveður ekki verið tíð-
ari það sem af er þessari öld en að
jafnaði á þeirri síðustu. Hitastig á
nýrri öld hefur náð að jafnast á við
hlýindaskeið um miðbik liðinnar
aldar.19 Segja má að hamfaraóveður
af því tagi sem gengið hafa yfir
Skandinavíu undanfarinn áratug,
og valdið miklu tjóni á mann-
virkjum, séu Íslendingum kunnug-
leg. Veðurfar hér hefur gefið tilefni
til að byggja traust mannvirki og
leggja vandaða vegi í tímans rás. Ef
til vill gætir hér fremur jákvæðra
viðhorfa til hnattrænnar hlýnunar,
svipað og vart verður í Noregi.
Breytt loftslag gæti haft í för
með sér kærkomin hlýindi, ný
ræktunartækifæri og lengri sumur.
Umræðan um nýjar siglingaleiðir
norðan við Síberíu er dæmi um
sjáanleg ný tækifæri í stöðunni og
hafa Trausti Valsson og Guðmundur
F. Úlfarsson vakið athygli á því að
Norðausturleiðin gæti fært aust-
firskum höfnum ýmis tækifæri,22
svo sem við úrvinnslu hráefna og
umskipun varnings á leið milli Asíu,
Ameríku og Evrópu (3. mynd). Þeir
líta björtum augum á breytingarnar
þar sem þetta gæti eflt atvinnu
á landsbyggðinni. Á sama tíma
skal á það bent að á þessum norð-
lægu slóðum gæti skapast togstreita
milli andstæðra afla, þ.e. annars
vegar náttúruverndar til að viðhalda
vistkerfi fugla og spendýra og hins
vegar frekari olíu- og gasvinnslu.21
Umræða um stefnu stjórnvalda
í aðlögun að breytingum á Íslandi
hefur ekki verið hávær, en þó hafa
ýmsar ríkisstofnanir nú þegar sýnt
viðbrögð við skýrslum milliríkja-
nefndarinnar og gert ráðstafanir. Sem
dæmi má lesa í áfangaskýrslum Vega-
gerðarinnar frá 2009 að tímabært
þyki að hefja rannsóknir á heppilegu
bindiefni fyrir vegagerð í fram-
tíðinni, sem og áhrifum á undirlag
og slitlag vega, í ljósi breytts veð-
urfars.23 Einnig að taka þurfi upp
reglulega skráningu á skemmdum
sem verða á vegum við sjó, huga að
því að stækka ræsi og hækka undir
brýr á þekktum flóðasvæðum og líta
til fleiri þátta en sögulegra óveðra til
að meta þörf á viðhaldi mannvirkja.
Í áfangaskýrslu þessari, sem unnin
er af sérfræðingum og ráðgjöfum,
er einnig stungið upp á nokkrum
leiðum sem Vegagerðin geti valið til
að minnka útblástur koltvísýrings.
Viðbrögðum Siglingastofnunar er
lýst síðar í greininni.
Af þessu stutta yfirliti má sjá að
viðbúnaðaráætlanir eru mismun-
andi milli norrænu ríkjanna, en
hvert um sig virðast þau einkum
beina athyglinni innávið.
Væntanlegar breytingar
á veðurfari við Norður-
Atlantshaf
Veðurfar í Norður-Evrópu, þar á
meðal á Íslandi og austurströnd
Grænlands, er mildara en búast
mætti við samkvæmt breiddargráðu
vegna áhrifa hlýrra hafstrauma sem
flytja varma norður eftir Atlantshafi.
Ef þeirra nyti ekki við er líklegt að
3. mynd. Siglingaleiðir norðan meginlandanna milli Atlantshafs og Kyrrahafs gætu opnast
á næstu áratugum. Hér sjást einnig helstu straumar í Norður-Atlantshafi og varmaflutn-
ingur við Norðurheimskaut. – Sea routes north of the continent may open up within the
next decades. The figure also shows major currents and heat exchange around the North Pole.23
81_3-4_loka_271211.indd 145 12/28/11 9:14:13 AM