Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 42
Náttúrufræðingurinn 146 hitastigið lækkaði verulega. Hluti af drifkrafti þessara strauma er árs- tíðabundin ísmyndun og bráðnun á norðurskautssvæðinu og samspil hitastigs og seltu sem hefur áhrif á eðlismassa sjávar.24,25 Hreyfing vatnsmassa í tengslum við árstíða- bundnar breytingar er hluti af hnatt- rænu straumakerfi sem temprar veðurfar milli heimshluta (3. mynd) Þar sem kaldir og heitir hafstraumar mætast hrærast upp næringarefni af hafsbotni og frumframleiðni eykst; því eru nokkur gjöfulustu fiskimið jarðar milli Grænlands, Íslands og Noregs.26 Lægðir myndast við austurströnd Norður-Ameríku og taka venjulega stefnuna í norðaustur. Þeim fylgir hlýtt loft og raki og skipta þær því sköpum fyrir gróðurfar og orkulindir sem þrífast á úrkomu, vindi og öldum. Nú gæti leikmaður haldið að bráðnun jökla (1. mynd) hefði áhrif á aðstæður við Græn- land, þar á meðal veðurfar. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Grænlands á veðurkerfi í Norður-Evrópu.27 Sýnt hefur verið fram á að hálendi Grænlands hefur áhrif á dýpt og hraða lægða og gætir þeirra áhrifa langt suður af Hvarfi. Þetta kemur skýrt fram ef Græn- land er „tekið út af kortinu“, þ.e. ef hermilíkönum er beitt til að fylgjast með því hvaða áhrif það hefði á gang lægða ef Grænlands nyti ekki við.28 Þegar reynt er að spá fyrir um langtímaáhrif bráðnunar á Græn- landi í Norður-Atlantshafi29 og áhrif þess að allur jökullinn hyrfi – sem Dethloff telur ekki fyrirsjáanlegt næstu 5.000 árin – ber líkönum ekki saman um eina afdráttarlausa niðurstöðu. Rannsóknum ber þó saman um að hitastig fari hækk- andi á Grænlandi, í Síberíu og Barentshafi, einkum á veturna.29,30 Enn er þó ógerningur að segja til um íshulu á sjó á hverjum tíma, nákvæmt hitastig, hraða bráðnunar, breytingar í hafstraumum eða flæði fersks vatns og samverkandi áhrif þessara þátta á framvinduna. Woolings hefur tekið saman yfirlitsgrein um breytingar sem raunverulega hafa orðið á veður- fari í Norður-Evrópu og segir afar erfitt að spá fyrir veðri næstu áratugi; veðurbreytingar séu alltaf örar.30 Norður-Atlantshaf og löndin umhverfis það eru hins vegar talin sérlega áhugaverð með hliðsjón af vöktun á viðbrögðum vistkerfa. Til er sérlega heillegt gagnasafn um veðurlýsingar á Íslandi meira en 200 ár aftur í tímann31 og jafnframt gefa ískjarnar úr Grænlandsjökli vísbend- ingar um veðurfar á jarðsögulegum mælikvarða. Enn hafa ekki komið fram óyggjandi sannanir fyrir því að sveiflur séu öðruvísi nú en fyrr í Norður-Evrópu, en óvenjumiklar af- leiðingar nokkurra óveðra hafa verið skráðar það sem af er 21. öld.9 Í fyrrnefndum sérfræðinga- skýrslum, sem unnar voru fyrir norræn yfirvöld, eru bæði lýsingar á þeim breytingum sem við eigum í vændum á tilteknum sviðum mann- og atvinnulífs og heildarmynd af væntanlegum umhverfisáhrifum. Sams konar skýrsla var tekin saman fyrir íslenska umhverfisráðuneytið árið 2008.31 Hópinn leiddi Halldór Björnsson, sem einnig er höfundur bókar um gróðurhúsaáhrif og lofts- lagsbreytingar sem kom út sama ár.19 Höfundar íslensku sérfræðinga- skýrslunnar leggja áherslu á að sumar breytingar geti gerst hægt en aðrar hraðar og tekið skamman tíma.31 Upphaf síðustu ísaldar náði yfir 50 ára tímabil og henni lauk með svipuðum hraða. Erfitt er að fullyrða hvaða veðurbreytingar telj- ast náttúrulegar sveiflur og hverjar kunni að vera varanlegar breyt- ingar. Hins vegar hafa síðustu 50 ár verið að meðaltali hlýjasta tímabil á síðustu 1300 árum. Venjan er að bera saman 30 ár í senn til að sjá langtímabreytingar og því þýðir lítið að skoða aðeins veður næst- liðins áratugar. Á 20. öld voru hlýindi tíðust á árunum milli 1930 og 1945 en árin 2003–2007 urðu sambærileg þeim hlýjustu á því árabili.31 Nýjustu gögn sýna breytilegt veður án þess að met séu slegin að einu eða öðru leyti þrátt fyrir smáhæk- kandi meðalhita alla tíð frá 1790. Meðaltalshlýnun hefur verið 0,7°C á öld; hækkunin nemur +1,2°C á veturna og +0,2°C á sumrin, sem telst ekki tölfræðilega marktæk breyting. Hlýnun að vetri er m.a. talin komin til af því að minni ís myndast norðan Íslands, sem jafnframt þýðir að minna er um bráðnandi rekís og sjávarhiti því að jafnaði hærri en áður. Einnig hafa jöklar hopað frá 1790. Á tímabilinu 1970–1990 var hiti undir meðallagi og tilgátan sú að tengsl væru milli þess og loftslagsbreytinga; frá 1990 hefur meðaltalið hins vegar hækkað aftur.31 Þrátt fyrir umræður meðal almennings um að skynja megi breytt veðurfar sýna mælingar að veður sé, og hafi verið, breytilegt á Íslandi, án þess að óveður séu tíðari eða verri en að jafnaði á liðinni öld. Óstöðugt veður er vanalegt, hlýrri og svalari tímabil skiptast á og skemmdir af völdum krappra lægða eru ekki meiri hér á nýhafinni öld en á liðinni öld. Hins vegar hafa lægðir sem gengið hafa yfir Bretlandseyjar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland frá því um 1990 valdið tjóni á aldagömlum mannvirkjum.9 Spám, byggðum á niðurstöðum margra hermilíkana um tíðni slíkra lægða eða langvarandi stöðugleika, meðalloftþyngd, úrkomu og lægða- gang, og þar með líkur á ákveðnu veðurfari í Evrópu næstu áratugi, ber ekki saman.30 Framtíðarveðurfar á Íslandi er því óráðið, en hlýnun verður að jafnaði minni yfir úthöfum en á meginlöndum og innhöfum eins og Eystrasalti. Búist er við mikilli hlýnun á norðurheimskautinu.19 Afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eru hærra sjávarhitastig og hærri sjávarstaða sem enn getur sveiflast í samræmi við loftþrýsting, eins og þekkt er til dæmis við Eystrasalt. Þar er hætta á að saltvatn flæði inn og komist upp eftir ám og í vatnsbólin, eins og í Danmörku. Á sama hátt er búist við að á Reykjanesi og suðves- turhorni Íslands, þar sem byggð er hvað þéttust, hækki sjávarstaða verulega því þar er land enn að síga frá því að ísöld lauk, og gæti breytingin mest numið samtals um 1 metra á þessari öld.31 Hins vegar 81_3-4_loka_271211.indd 146 12/28/11 9:14:13 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.