Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 43
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags má búast við því að land rísi víða þegar jökulfargi léttir af því. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur gefið út stefnu um aðlögun samfélagsins að veðurfars- breytingum32 eftir víðtækt sam- ráðsferli við aðildarlöndin. Lögð er áhersla á að styrkja viðnámsþrótt í Evrópu að því er varðar heilsu manna, strandrof, mannvirki og eignir og viðhalda frjósemi lands meðal annars með því að vernda vistkerfi og vatnsbúskap álfunnar. Í stefnunni er hvatt til þess að orku- og samgöngustefna landanna verði tengd annars vegar aðgerðum til að draga úr útblæstri og hins vegar stefnu í aðlögun. Breytingar í lífríkinu Vart hefur orðið við breytingar í lífríkinu af völdum hærri meðal- hita.33 Fuglar hafa leitað norður á bóginn, en ekki er víst að stofn- stærðir hafi breyst.34 Hér verður þó mest litið til þeirra tegunda sem maðurinn nýtir beint, því að aðlögunaráætlanir eru miðaðar við hagkerfi mannsins. Í sérfræðinga- skýrslunum fyrrnefndu10,12,14,15,16 er talið að landbúnaður flestra Norðurlandaþjóðanna njóti þess að vaxtartími lengist og uppskera aukist. Ef frumframleiðsla gróðurs verður örari gæti það einnig þýtt fjölbreyttari ræktunarmöguleika til manneldis. Norðmenn minnast til dæmis á ræktun á apríkósum og ferskjum.15 Í Skandinavíu er nytja- skógur mikilvægur í pappírsiðnaði og eru nú bundnar vonir við að lífrænt eldsneyti, unnið úr skógar- úrgangi, verði einnig mikilvæg framleiðsluvara. Í norsku fiskeldi er einnig gert ráð fyrir hraðari vexti og betri fóðurnýtingu vegna hærra hitastigs, en á móti kemur að minna leysist af súrefni í hlýrra vatni, sýkingarhætta vex og blómi eitraðra svifþörunga gæti orðið tíðari.15 Dönskum sjó- mönnum er bent á að vera viðbúnir því að fiskigengd breytist þannig að þorskur hverfi úr Skagerak en aðrar veiðanlegar tegundir komi væntanlega í staðinn.12 Hér á landi hefur fjölbreytni í ræktun aukist að undanförnu, bygg þroskar fræ flest haust og innflutn- ingur á kjarnfóðri sparast; verið er að rækta repju í tilraunaskyni og vetrarhveiti er komið í gagnið. Vorið 2011 var hins vegar kalt og repjan (sem sáð er til að hausti árið á undan) náði sér ekki á strik. Vafa- samt er að repjuolíu geti komið í stað eldsneytis, einkum vegna lélegrar orkunýtni. Ef öll plantan er notuð í fóður og olían notuð til mann- eldis (Gísli Viggósson, munnl. uppl.) horfir málið hins vegar öðruvísi við. Íslensk stefnumörkun í loftslags- málum tekur mið af því að binda kolefni með skógrækt. Á Grænlandi hefur áhugi á skógrækt einnig vaxið.36 Í Noregi hefur gróðursetning nýrra skóga verið gagnrýnd fyrir að taka ekki með í losunarreikningana það magn kolefnis sem losnar úr jarðvegi þegar hann er plægður áður en tré eru gróðursett.36 Fyrstu árin er því sá koltvísýringur sem losnar meiri en sá sem binst og þarf áratuga vöxt til að hefja raunveru- lega koltvísýringsbindingu. Ódýrasta aðgerðin á Íslandi til að draga úr losun koltvísýrings og binda hann er þó endurheimt votlendis þar sem gróðurleifar rotna síður í köldu og súru vatni en safnast fyrir í jarðvegi.37 Viðbúnaður getur tekið á sig margar myndir, rétt eins og aðferðir við að draga úr útblæstri, og sums staðar geta aðgerðir hald- ist í hendur. Endurheimt votlendis getur dregið úr flóðahættu vegna árstíðabundinna úrkomusveiflna og hækkun vatnsborðs í mýrum getur hægt á rofi af völdum yfir- borðsvatns. Nýjar tegundir skordýra og sveppa, sem leggjast á nytjajurtir, hafa sest að á norðlægum slóðum í Skandinavíu38 og Íslandi.39 Land- nemar sem gerðu vart við sig á liðinni öld eru orðin lífseigari vegna mildari vetra eða tímgast örar vegna hærri hita um sumur, og ógna þessir nýbúar jafnvægi í náttúrulegum vistkerfum. Vísindamenn hafa verið fengnir til að kortleggja hættu af völdum nýrra skordýra og stinga upp á leiðum til að nýta lífrænar varnir gegn tjóni af þeirra völdum.38   4. mynd. Far makríls á sumrin. Rauðir punktar norðan og norðvestan Íslands sýna hvar makríls hefur orðið vart á undanförnum tíu árum. Þrír meginstofnar makríls hrygna við Íberíuskaga, vestan Írlands og í Norðursjó, en hann hrygnir einnig umhverfis Ísland. – Area where Mackerel migrates during summer season. Stars North and West of Iceland show places where the species has been detected over the last decade. The three major popu- lations spawn near Iberia, west of Ireland and in the North Sea although spawning also occurs around Iceland.40 81_3-4_loka_271211.indd 147 12/28/11 9:14:14 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.