Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 45
149
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og féll saman við stórstraumsflóð
á Suðurnesjum46 (Gísli Viggósson,
munnl. uppl.). Frá þeim tíma
hefur stofnunin samræmt áætlanir
sínar samkvæmt nýjustu reynslu
og skýrslum milliríkjanefndar SÞ.2
Snemma á tíunda áratugnum var
gert nýtt áhættumat á hafnarmann-
virkjum út frá hækkandi sjávarstöðu
og forgangsröðun varðandi við-
hald og ný verkefni endurskoðuð í
ljósi nýrra aðstæðna. Áætlunin var
unnin og sett fram í samvinnu við
samtök sveitarfélaga, Vegagerðina
og ríkisvaldið. Fyrsta reglugerðin
sem hvílir á þessum nýja grunni
er viðbót í byggingarreglugerð48
sem kveður á um að óheimilt sé að
byggja á svæðum þar sem hætta á
sjávarflóðum hefur verið skilgreind,
og að ekki skuli leyfa kjallara í
húsum á viðkvæmum flóðasvæðum.
Veggir sem snúa að sjó skulu vera
traustbyggðir og gluggalausir.
Norðurlönd hafa sýnt áhuga á
að nýta enn frekar endurnýjanlega
orku í stað olíu; lífmassi, vind-
orka, jarðvarmi, sólarorka og jafn-
vel öldur og sjávarföll hafa verið
virkjuð. Kannað var í samvinnu
norrænna sérfræðinga hvaða áhrif
veðurfarsbreytingar gætu haft á nýt-
ingu endurnýjanlegrar orku og þær
virkjanir sem nú eru í notkun, með
áherslu á vatnsafl og vindorku.49
Niðurstaðan varð sú að líkleg áhrif
eru frekar jákvæð og engar veru-
legar hamfarir eru fyrirsjáanlegar.
Búist er við að hægt verði að fá
jafnari og meiri nýtingu út úr þeim
orkuverum sem fyrir eru með vax-
andi vindum, meiri úrkomu og örari
bráðnun. Í skýrslunni segir jafn-
framt á bls. 21: „Búast má einnig við
annars konar umhverfisáhrifum af
aðgerðum sem miða að því að draga
úr koltvísýringsútblæstri; hér duga
ekki smáar lausnir lengur, og þær
eru sannarlega ekki allar snotrar og
því þurfa norrænu þjóðirnar að gera
upp við sig hvorn kostinn þær velja:
skemmdir á landslagi eða hnatt-
ræna hlýnun“. Í skýrslunni49 er ekki
tekin fyrir aðlögun mannvirkja að
breytingum. Ekki er heldur fjallað
um hugsanleg áhrif á uppistöðu-
og veitulón eða hvort þörf sé á
að styrkja búnað orkuveranna, en
bent er á að æskileg þróun væri að
orkuvinnslan yrði sveigjanlegri og
fylgdi betur eftirspurnarsveiflum,
einkum orka frá vindbýlum.
Þátttaka almennings
Á ráðstefnunni um aðlögun að lofts-
lagsbreytingum2 var áberandi hve
mismiklum upplýsingum hafði
verið komið skipulega á framfæri
við almenning á Norðurlöndum.
Skandinavísku löndin vænta þess
að aðgengi að vönduðum upplýs-
ingum geti auðveldað almenna sam-
stöðu um undirbúning breytinga og
viðbrögð við þeim, en þar er sveit-
arstjórnarstigið sett í öndvegi. Ef
aðgerðir miðast einungis við afleið-
ingar hlýnunar, án þess að ráðist sé
að rót vandans, er meiri hætta á að
aðlögunin mistakist. Þess vegna var
lögð áhersla á að almenningur fái
yfirsýn um orsakasamhengið í mál-
inu enda talin hætta á að skemmdir
dragi athyglina að aðlögun og frá
orsökum hlýnunar. Því gætu verri
afleiðingar komið í bakið á þjóðunum
ef ekki næst jafnframt samstaða um
að draga úr útblæstri. Vísindamenn
hafa bent á að nú sé rétti tíminn til
að upplýsa almenning um málið og
hvetja til umræðu um allar hliðar
hnattrænnar hlýnunar og viðbún-
aðarsstjórnun. Karin O‘Brian við
Ósólarháskóla og samstarfskonur
hennar hafa vakið athygli á því að
ólíklegt sé að heildaráhrifin af veður-
farsbreytingum verði jákvæð18 og
efast um að tæknilausnir dugi til að
afstýra skaða af völdum veðurfars-
breytinga (6. mynd). Gera þurfi
betri grein fyrir mikilvægi málsins
og þörfinni á að draga úr útblæstri.
Þær átelja norsk stjórnvöld fyrir að
gera ekki frekari ráðstafanir til þess
að upplýsa almenning og fella áætl-
anir að mismunandi aðlögunarhæfni
bæði einstkalinga og sveitarfélaga.
Það þurfi að vera ljóst að breyt-
ingar í vistkerfum kalli ekki aðeins
á tæknilegar lausnir, heldur muni
þær reyna á menningu og félags-
legan samtakamátt sem aftur krefjist
víðtæks undirbúnings og þjálfunar
þeirra sem ætlað er að stjórna nauð-
synlegum aðgerðum.20 Nauðsynlegt
er að endurskoða merkinguna sem
lögð er í orðið viðbragð. Ekki dugir
að bíða átekta og bregðast við þegar
skaðinn er skeður heldur þarf að
þoka málum í átt að æskilegum
undirbúningi til að fyrirbyggja tjón.
Til þess þarf almenna fræðslu þannig
að orsakasamhengið liggi ljóst fyrir,
og einnig þarf samfélagið að koma
fram með nothæfa aðgerðaáætlun
og krefjast almennrar þátttöku.20
Það að fólk skuli setja í gang innan-
hússkælikerfi sem gengur fyrir olíu
og blæs út auknum koltvísýringi í
miklum hitum, sem og dæmið um
gervisnjóinn, bendir til að þetta
hafi ekki tekist í Noregi,18 en öllum
6. mynd. Norrænir vetur hafa áhrif á menningu, tækniþróun, ferðaþjónustu og listir. – The Nordic winter has been the source of cultural
and technological development,it attracts tourists and influences creative arts. Ljósm./Photos: María Maack & Finnur Árnason.
81_3-4_loka_271211.indd 149 12/28/11 9:14:16 AM