Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 49
153
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 153–158, 2011
Helgi Hallgrímsson
Sandlægja – sandæta
– gráhvalur
Náttúrufræðirit Jóns lærða, sem
ber titilinn: Ein stutt undirrétting um
Íslands aðskiljanlegar náttúrur, er lík-
lega samið á árunum 1640–1644, gekk
síðan í afskriftum fram um aldamót
1900, þegar farið var að birta glefsur
úr því, en var loks gefið út í heild í
ritsafninu Islandica, XV. hefti 1924
(2. útgáfa 1966) af Cornell University
Library, Ithaca, New York-ríki, en þar
er eitt fullkomnasta safn íslenskra
bóka og handrita í heimi, stofnað af
Willard Fiske á 19. öld. Ritstjóri þess,
Halldór Hermannsson bókavörður,
samdi ýtarlegan inngang og skýr-
ingar við ritgerð Jóns. Í viðbæti er
stuttur kafli úr handritinu Cod. Holm.
64, fol., er nefnist Um hvalfiskakyn í
Íslandshöfum og talið er víst að Jón
hafi ritað um líkt leyti, en hann er lítið
annað en upptalning nafna. Þar segir
aðeins: „Sandlægja, verður þrjátigi
álna, hefur tálkn og er velæt.“ Í
aðalritinu segir svo um sandlægjuna
(fært til nútíma ritháttar):
Sandlægja. Vel æt. Hún er með
hvítum tálknskíðum, er standa úr efra
gómi í staðin tanna, so sem á öðrum
skíðhvölum, hvörra kyn að hér eftir
Merkilegt er að ritið Konungs-
skuggsjá (Speculum regale), sem
var samin í Noregi um sama leyti
og Snorra-Edda, getur ekki um nein
þessara hvalanafna, þó að í henni sé
langur og ýtarlegur kafli um hvali
í Norðurhöfum, þar á meðal um
nokkra sem ekki finnast við Noreg.
Þeirra er ekki heldur getið í Íslands-
lýsingum hinna lærðu Skálholts-
biskupa, Odds Einarssonar (1588) og
Gísla Oddssonar (1638).2,3,4
Íslenskar (norrænar)
heimildir
Snorra-Edda: Talið er að Snorri Sturlu-
son hafi samið Eddu sína um 1220,
en margt bendir til að nafnaþulurnar
séu síðari tíma viðbætur, þótt ekki sé
hægt að tímasetja þær nákvæmlega.
Þær eru mismunandi í ýmsum hand-
ritum. Auk sandlægju koma þar fyrir
nöfnin sandæta og hrannlægja og eiga
þau líklega öll við gráhvalinn.
Sandlægja (Eschrichtius robustus).
© Jón Baldur Hlíðberg, Fauna ehf.
Í fornum nafnaþulum sem fylgja Snorra-Eddu í ýmsum útgáfum er að
finna allnokkur hvalanöfn. Þar á meðal er nafnið sandlægja. Líklega myndi
nú enginn vita hvaða skepna bar þetta heiti ef Jón lærði Guðmundsson
hefði ekki greint frá því í riti sínu Um Íslands aðskiljanlegar náttúrur, sem
hann samdi í Útmannasveit á Héraði kringum 1640. Lýsing og teikning
Jóns er álitin taka af öll tvímæli um að þar sé átt við tegund sem nú kallast
gráhvalur á erlendum málum og enn býr í Kyrrahafi, við strendur Asíu og
Norður-Ameríku, en hvarf úr Atlantshafi á 18. öld. Nokkrar fleiri heimildir
geta um sandlægju og bæta ýmsu við fáorða lýsingu Jóns, og í sumum
þeirra nefnist hún sandæta. Heimild frá austurströnd Bandaríkjanna 1725,
um scrag whale, virðist eiga við þessa tegund.
Ole Lindquist, sem nú býr á Dalvík, hefur lengi safnað öllum tiltækum
heimildum um hvali, veiðar og nýtingu þeirra við norðaustanvert Atlantshaf og
samdi doktorsritgerð um það efni sem var lögð fram við háskólann í St. Andrews
í Skotlandi 1994. Árið 2000 gaf hann svo út sérstaka ritgerð um sandlægjuna í
Norður-Atlantshafi, sem hér verður oft vísað til með góðfúslegu leyfi hans.1
81_3-4_loka_271211.indd 153 12/28/11 9:14:18 AM