Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 49
153 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 153–158, 2011 Helgi Hallgrímsson Sandlægja – sandæta – gráhvalur Náttúrufræðirit Jóns lærða, sem ber titilinn: Ein stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur, er lík- lega samið á árunum 1640–1644, gekk síðan í afskriftum fram um aldamót 1900, þegar farið var að birta glefsur úr því, en var loks gefið út í heild í ritsafninu Islandica, XV. hefti 1924 (2. útgáfa 1966) af Cornell University Library, Ithaca, New York-ríki, en þar er eitt fullkomnasta safn íslenskra bóka og handrita í heimi, stofnað af Willard Fiske á 19. öld. Ritstjóri þess, Halldór Hermannsson bókavörður, samdi ýtarlegan inngang og skýr- ingar við ritgerð Jóns. Í viðbæti er stuttur kafli úr handritinu Cod. Holm. 64, fol., er nefnist Um hvalfiskakyn í Íslandshöfum og talið er víst að Jón hafi ritað um líkt leyti, en hann er lítið annað en upptalning nafna. Þar segir aðeins: „Sandlægja, verður þrjátigi álna, hefur tálkn og er velæt.“ Í aðalritinu segir svo um sandlægjuna (fært til nútíma ritháttar): Sandlægja. Vel æt. Hún er með hvítum tálknskíðum, er standa úr efra gómi í staðin tanna, so sem á öðrum skíðhvölum, hvörra kyn að hér eftir Merkilegt er að ritið Konungs- skuggsjá (Speculum regale), sem var samin í Noregi um sama leyti og Snorra-Edda, getur ekki um nein þessara hvalanafna, þó að í henni sé langur og ýtarlegur kafli um hvali í Norðurhöfum, þar á meðal um nokkra sem ekki finnast við Noreg. Þeirra er ekki heldur getið í Íslands- lýsingum hinna lærðu Skálholts- biskupa, Odds Einarssonar (1588) og Gísla Oddssonar (1638).2,3,4 Íslenskar (norrænar) heimildir Snorra-Edda: Talið er að Snorri Sturlu- son hafi samið Eddu sína um 1220, en margt bendir til að nafnaþulurnar séu síðari tíma viðbætur, þótt ekki sé hægt að tímasetja þær nákvæmlega. Þær eru mismunandi í ýmsum hand- ritum. Auk sandlægju koma þar fyrir nöfnin sandæta og hrannlægja og eiga þau líklega öll við gráhvalinn. Sandlægja (Eschrichtius robustus). © Jón Baldur Hlíðberg, Fauna ehf. Í fornum nafnaþulum sem fylgja Snorra-Eddu í ýmsum útgáfum er að finna allnokkur hvalanöfn. Þar á meðal er nafnið sandlægja. Líklega myndi nú enginn vita hvaða skepna bar þetta heiti ef Jón lærði Guðmundsson hefði ekki greint frá því í riti sínu Um Íslands aðskiljanlegar náttúrur, sem hann samdi í Útmannasveit á Héraði kringum 1640. Lýsing og teikning Jóns er álitin taka af öll tvímæli um að þar sé átt við tegund sem nú kallast gráhvalur á erlendum málum og enn býr í Kyrrahafi, við strendur Asíu og Norður-Ameríku, en hvarf úr Atlantshafi á 18. öld. Nokkrar fleiri heimildir geta um sandlægju og bæta ýmsu við fáorða lýsingu Jóns, og í sumum þeirra nefnist hún sandæta. Heimild frá austurströnd Bandaríkjanna 1725, um scrag whale, virðist eiga við þessa tegund. Ole Lindquist, sem nú býr á Dalvík, hefur lengi safnað öllum tiltækum heimildum um hvali, veiðar og nýtingu þeirra við norðaustanvert Atlantshaf og samdi doktorsritgerð um það efni sem var lögð fram við háskólann í St. Andrews í Skotlandi 1994. Árið 2000 gaf hann svo út sérstaka ritgerð um sandlægjuna í Norður-Atlantshafi, sem hér verður oft vísað til með góðfúslegu leyfi hans.1 81_3-4_loka_271211.indd 153 12/28/11 9:14:18 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.