Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 51
155 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags um sandlægjuna. Þessir dönsku fræðimenn hafa því vitað sitthvað fleira um þessa hvaltegund en fram kemur hjá Jóni lærða eða Þórði, m.a. um fæðuval hennar og veiðar á henni. Síðasta setningin bendir til að hún hafi verið veidd á landi (söndum), og Bartholin getur þess að hún þyrli upp sandi og hreyfi sig kröftuglega í honum. Þessa vit- neskju gátu þeir varla haft nema frá Íslendingum. Þormóður Torfason (1636–1719), lengst af búsettur í Noregi, ritaði sögur Noregskonunga á latínu, enn- fremur bók um Grænland hið forna, Groenlandia antiqva, sem var prentuð í Khöfn 1706. Hann þýddi bókina sjálfur á dönsku og kom hún út í Ósló 1927 undir heitinu Det gamle Grønland eller Det gamle Grønlands Beskrivelse. Í 12. kafla er að finna greinargerð um hvali og seli, aðal- lega eftir Konungsskuggsjá. Ýmislegt er þó greinilega tekið eftir riti Jóns lærða, m.a. um sandlægjuna, sem Skuggsjáin getur ekki um. Þar segir á þessa leið: Sandlægja, sem aldrei er meira en 30 álna löng; hana sakar ekki þó hún liggi á þurrum sandi og þreytist ekki; hún hefur yfirdrifið flesk (svo má kalla hennar feita kjöt, því það er líkast fleski). Hún hefur skíði og er ætileg. Á þeim [hvölum] sem eru með flatan hrygg er ekkert magurt kjöt; þeir hafa einnig lengri skíði en hinir mögru. Þeir hafa stóra tungu og bragðast vel, sem á líka við alla hina sem hafa skíði; því er auðveldara að bræða spik þeirra en hinna mögru.13 (Þýðing höfundar.) Fyrri hluti þessarar klausu er greinilega kominn frá riti Jóns lærða, en ekki verður sagt að hún bæti neinu við lýsingu hans enda fjallar hún mest um skíðishvali almennt. Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779) lýsir hval af reyðarkyni í „Fiskafræði“ sinni, Ichtyographia Islandica (1737), er hann kallar snefju eða sandætu: Snefja (sandæta), sumir kalla sand- lægju, meina margir sé einn og sá sami fiskur; er hérum 14–16 álna löng. Aðrir segja hún sé áttræð, grásvört að lit, hefur snubbótt, afturbogið horn á miðju baki, blæs snöggt og lítið, liggur altíð við sand og leir og flýtur oft uppi. Hún léttir sér frá sjónum allt að gotrauf og stundum meir.14 Ole Lindquist hefur rannsakað gömlu mælieiningarnar sem not- aðar voru um hvali og gert þeim fræðileg skil, í ritgerð sinni um sandlægjuna og í doktorsritgerð sinni (1994), en það er of flókið að fara út í þá sálma hér.1 Bjarni Sæmundsson (1932) taldi þessa lýsingu eiga við hrefnu, enda þótt Jón Ólafsson tilgreini hana líka með réttu nafni. Sumt í þessari lýsingu passar við sandlægju nafna hans og sandætu Þórðar en annað ekki, t.d. hornið. Hins vegar koma bæði nöfnin þarna saman, ásamt þriðja heitinu, snefja, sem ekki er þekkt úr öðrum heimildum en getur vísað til hins sama, því so. snefja merkir að „þefa uppi, hafa upp á e-u“ og so. snefla merkir að snuðra (Íslensk orðabók). Hér er þess fyrst getið að sandlægjan geti risið nær endilöng upp úr sjónum og er það í samræmi við erlendar heimildir um gráhvalinn. Snorri Björnsson (1710–1803), sem lengi var prestur á Húsafelli, ritaði 1792 Stutt ágrip um Íslands náttúrugæði, sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðu (Bmfél. nr. 142, 8vo. / J.S. 246, 4to). Þar er langur kafli, „Um þau alkenndu hvalakyn kringum Ísland og nafnkunnustu sjódýr“, og fylgja honum teikn- ingar af 28 hvölum, þar á meðal af sandlægju. Ég hef ekki komist í þetta handrit en Þórunn Valdimars- dóttir lýsir innihaldi þess í bók- inni Snorri á Húsafelli (1989)15 og Ole Lindquist hefur umræðu um hvalakaflann í ritgerð sinni um sandlægjuna (2000). Samkvæmt henni hefur Snorri ritað svo (fært til nútíma ritháttar): Sandlægja, so kallast eins slags hvalakyn; þessi fiskur lætur fjara undan sér og liggur á þurru sem selar; hann hefir ægishjálm í augum so menn kunna ekki ganga framan að honum; hefir lítil skíði og smáar tennur sem lengst; illa ætur; 40 álna lengd.1 Þau segja bæði að hvalarit Snorra sé byggt á eldri heimildum, einkum hvalariti Jóns lærða, en auki þó ýmsu við, m.a. ýmsum þjóðtrúar- hvölum sem Jón forðast að geta um. Ole bendir á að umsögn Snorra um að hvalurinn hafi bæði lítil skíði og smáar tennur bendi eindregið til sandlægjunnar, sem hefur einungis skíðisstubba á þeirri hlið sem hún Sandlægja – teikning eftir Margréti Ingibjörgu Lindquist (1999). 81_3-4_loka_271211.indd 155 12/28/11 9:14:19 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.