Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 2011, Side 52
Náttúrufræðingurinn 156 notar til að róta upp botni við fæðuöflun sína. Umsögn Snorra um „ægishjálm“ í augum sand- lægju er athyglisverð og hvergi annars staðar getið. Ljóst er að hann á við hættulegt augnaráð. Ægis- hjálmur var m.a. heiti galdratákns, sbr. orðtakið „að bera ægishjálm yfir einhvern“. Þetta getur stemmt við lýsingar dönsku prófessoranna og að gráhvalur í Kyrrahafinu getur verið illur viðureignar (sjá síðar). Ole Lindquist telur teikningu Snorra af sandlægjunni eina af bestu hvalamyndum hans, en ekki stemmir hún að öllu leyti við teikningu Jóns lærða né heldur við gráhvalinn í Kyrrahafinu; til dæmis teiknar Snorri greinilegt horn á baki hvalsins.1 Snorri á Húsafelli mun þess vegna hafa haft sínar eigin heimildir um sandlægjuna. Jón Bjarnason (um 1791–1861) í Þórormstungu í Vatnsdal skrifaði náttúrufræðirit í mörgum bindum, eftir innlendum og erlendum heim- ildum, sem geymd eru í Þjóðarbók- hlöðu (ÍBR. 68, 4to) og hafa ekki verið prentuð. Þar er m.a. fjallað um hvali og segir svo um sandlægjuna (líklega ritað um 1840–50): Sandlægja. Sá hvalur verður ei meira en 20 álna lángur, en oftast minni, er glettinn við skip, og fer grynnst af öllu hvalakyni. Hann syndir svo vel í sandi sem sjó, svo einginn kemst að honum þó hann liggi í þurrum sandi; þá kvikar hann allur í kríngum hann sem vatn væri. Hann er talinn illætur.16 Þessi lýsing passar vel við eldri heimildir um sandlægju, og Jón bætir þarna við athyglisverðri setn- ingu um ‚sund‘ hennar í sandi. Grá- hvalur á það til að þyrla upp leir og sandi, svo því er líkast að hann syndi í honum. Á tíma Jóns Bjarnasonar var sandlægjan líklega útdauð við Ísland, en hann gat hafa haft spurnir af henni frá gömlu fólki. Sigfús Sigfússon getur um sand- lægju í Þjóðsögum sínum og telur vera annað nafn á klakki, sem var illhveli hið mesta og þjóðsögudýr: Klakkur er nefndur hvalur einn mikill og illur, en lítt þekktur almennt, af því að hann sést sjaldan. Mun það sá hinn sami, sem nefndur er sums- staðar sandlægja, þar eð hann þykir jafnan mest halda sig við hafsbotninn, og einkum þar sem skip hafa farizt, og liggja í botni.17 Eftir að sandlægjan hvarf frá landinu hafa menn ruglað henni saman við ýmsa aðra hvali, jafnvel ímyndaða, og þá hefur hún lent í flokki illhvela, sem hún verðskuldar naumast. Ole Lindquist gerir því skóna að e.t.v. hafi norrænu nöfnin á sandlægju verið bannhelg meðal sjómanna á miðöldum, og geti það verið skýringin á vöntun hennar í Konungsskuggsjá.1 Í íslenskum annálum er oft getið um hvalreka, sem ávallt þóttu hinn mesti happafengur og forð- uðu mörgum frá hungurdauða. Því vekur furðu að hvergi er þar getið um veiðar á sandlægju. Sama má segja um ferðabækurnar frægu sem ritaðar voru á seinni hluta 18. aldar (Eggert Ólafsson, Olavius, Sveinn Pálsson o.fl.), þar sem þó er getið um hvali og hvalveiðar. Við strendur Íslands er fjöldi staða kenndur við hvali og vel má ætla að sumir þeirra dragi nafn sitt af sandlægju. Í því sambandi vekur örnefnið Hvalvatn í Hvalvatnsfirði sérstaka athygli, en það er sjáv- arlón sem hefur fyrrum verið mun stærra en það er nú og getur því vel hafa verið dvalarstaður þessa hvals. Benda má líka á bæinn Hvalnes í Lóni sem stendur við Lónið mikla. Ólíklegt er hins vegar að Hval- látra-örnefnin við Breiðafjörð vísi til sandlægju. Erlendar heimildir Ole Lindquist tilfærir gamlar heim- ildir frá Bretlandi, frá um 1005 (Ælfric’s colloquy) og 1611 (Com- mission of Thomas Egde), sem gætu hugsanlega átt við sandlægjuna. Í eldri heimildinni kemur fyrir hvals- heitið hran, sem minnir óneitanlega á nafnið hrannlægja í Edduþulum.1 Til er lýsing á hvaltegund frá strönd Nýja-Englands í Norður- Ameríku sem nefnd var scrag whale [hnúðahvalur]. Hana er að finna í ritgerð P. Dudley frá 1725:18 An essay upon the natural history of whales, en þar er þetta ritað: „Scrag whale“ er náskyldur sand- reyði, en í staðinn fyrir horn á bakinu er aftari hluti hryggjarins hnúðóttur, með sex hnúðum eða hnúskum; hann er líkastur sléttbak í útliti og hvað varðar lýsismagn; skíði hans er hvítt og klofnar ekki.8 (Þýðing höfundar.) Þessi lýsing stemmir nokkuð vel við sandlægjuna, enda þótt ýmsir hvalafræðingar hafi viljað heimfæra hana upp á unga sléttbaka, og sumar aðrar heimildir um scrag whale virð- ist eiga við aðra hvali, enda eru hvalaheiti oft á reiki. Óljósar heim- ildir eru því um að sandlægja hafi ef til vill tórt við austurströnd Ameríku fram á 18. öld. Ole Lindquist getur sér þess til að tveir stofnar sandlægju hafi verið í Atlantshafi, annar við Norður- Ameríku og hinn við Evrópu, sem líklega hafa mæst við Ísland og báðir haft fæðustöðvar þar. Austur- stofninn getur hafa eyðst um 1600 en vesturstofninn þraukað fram til um 1730.1 Tiltölulega auðvelt hefur verið að veiða hann á litlum bátum þar sem hann hélt sig á grunnsævi og í óshólmum. Beinaleifar Sænski dýrafræðingurinn Liljeborg varð fyrstur til að skrá gráhvalinn sem tegund, árið 1861, undir heitinu Balaenoptera robusta eftir hálfstein- gerðri og óheilli beinagrind sem fannst 1859 á akri við Gräsö í Ros- lagen, í 4–6 þúsund ára gömlu setlagi um 3–5 m yfir núverandi sjávarmáli. Breski hvalafræðingurinn J. F. Gray (1864) áleit tegundina svo sérstæða að rétt væri að skipa henni í sérstaka ættkvísl, Eschrichtius, sem kennd er við D. F. Eschricht, prófessor í dýrafræði í Kaupmannahöfn, sem ritaði margt um hvali á árunum 1840–1850. Síðan hafa beinaleifar tegundarinnar fundist á sex stöðum við strendur Englands og Hollands og níu á austurströnd Bandaríkj- 81_3-4_loka_271211.indd 156 12/28/11 9:14:19 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.