Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 53
157 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags anna, sunnan við New York. Yngstu beinin eru talin vera frá um 1675, fundin við Southampton í New York-ríki.8 Því fer ekki á milli mála að gráhvalur var enn í Norður- Atlantshafi á 17. öld. Sitthvað um gráhvalinn í Kyrrahafi Gráhvalur hefur þá sérstöðu að vera eins konar millistig sléttbaka og reyðarhvala og telst vera einn í sinni ætt (Eschrichtiidae). Skyldleiki við aðra núlifandi skíðishvali er óljós. Þetta er meðalstór hvalur, fremur digurvaxinn, vanalega grár að lit, en verður gulgráflekkóttur af ásætum, sem eru óvenju margar og fjöl- breyttar á húð hans, en þar á meðal eru hrúðurkarlar og hvallýs. Meðal- lengd við kynþroska er 11–12 m og mesta lengd um 15 m. Skíðin eru 130–180 hvorum megin, rjómagul, stutt og fremur veigalítil miðað við aðra skíðishvali. Nánari lýsingu er að finna í grein Gísla Víkingssonar í Íslensk spendýr19 og í bók Sigurðar Ægissonar o.fl., Íslenskir hvalir20. Á ensku er til mikið fræðirit um grá- hvalinn: The gray whale, Eschrichtius robustus (1984), með greinum eftir fjölda fræðimanna báðum megin Kyrrahafsins.8 Í Kyrrahafi ferðast gráhvalurinn árlega þúsundir kílómetra milli sumarstöðva við Beringssund, þar sem hann nærist aðallega, og vetrar- stöðva við Kaliforníu og Mexíkó. Þar fer fram mökun og burður, aðallega í lygnum fjörðum og sjávarlónum þar sem líka var auðvelt að veiða hann. Líklegt er að svo hafi einnig verið í Atlantshafi. Gráhvalurinn er sérstakur að því leyti að hann lifir aðallega á smáum botndýrum, sem hann rótar upp með því að renna neðra skolti gegnum leir og sand í grunnum sjó og síar þau úr grugg- inu. Fylgir því oft mikið leirkóf. Við Kyrrahafsströnd eru allt að 90% fæðunnar botnlægar marflær. Það er því alls ekki fjarri lagi að nefna hann sandætu. Í Kaliforníu þekktust nöfnin digger og mud digger sem vísa til þess sama.8 Charles Scammon, skipstjóri og hvalveiðimaður, samdi bók um hvali og hvalveiðar við vesturströnd Norður-Ameríku sem út kom 1874. Hann greinir frá því hvernig kálf- fullar gráhvalskýr söfnuðust saman í lónum og ritar m.a.: Mörg til- vik eru þekkt um að þær lágu svo klukkustundum skipti í aðeins 2–3 feta djúpum sjó, án þess að bera sýnilegan skaða af því að hvíla af öllum sínum þunga á sandinum, þar til þær flutu upp á flóðinu. Þetta háttalag rímar vel við umsagnir Jóns lærða o.fl., er sumum hafa fundist ótrúlegar, að hvalurinn liggi á sandi. Scammon segir það vera algengt að hvalurinn snúist til varnar og geti orðið mjög illskeyttur, og nefnir dæmi um að hann hafi brotið báta og stórslasað veiðimenn. Því nefndu sumir hval- fangarar hann „devil fish“.21 Þetta virðist koma heim og saman við sumar ofangreindar heimildir. Í Kyrrahafi eru tveir stofnar grá- hvals. Af vesturstofni, sem fyrrum er talinn hafa verið meðfram allri austurströnd Asíu, eru nú aðeins eftir fáein hundruð dýr, sem hafa sumarstöðvar við Shakalíneyju norðan við Japan; virðist litlu hafa munað að hann hlyti sömu örlög og Atlantshafsstofninn. Veitt var úr honum til 1966 en síðan hefur hann lítið rétt við. Gráhvalurinn við vesturströnd Norður-Ameríku var einnig hætt kominn. Um miðja 19. öld uppgötvuðu hvalfangarar æxlunarstöðvar hans, hófu að veiða hann í stórum stíl og höfðu næstum eytt honum um aldamót 1900, þegar þeim veiðum var hætt. Telja sumir að tilkoma steinolíu í stað hvallýsis um eða fyrir aldamótin hafi e.t.v. ráðið úrslitum og forðað honum frá algerri útrýmingu. Gráhvalur hefur verið friðaður við Ameríku frá 1946, að undanskildum veiðum frum- byggja á vesturströnd Bandaríkj- anna og í Síberíu, og eftir það stækkaði stofninn jafnt og þétt fram að aldamótunum 2000, en nú telst Gráhvalur gægist upp úr hafinu í Kalíforníuflóa við Mexikó. Ljósm.: Joe McKenna, 28. febrúar 2010. 81_3-4_loka_271211.indd 157 12/28/11 9:14:21 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.