Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 59
163
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
rétt eins og önnur höfuðsöfn lands-
ins. Þörf fyrir náttúruminjasafn í
Reykjavík væri enn til staðar þótt slíkt
safn væri sett á laggirnar einhvers
staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið.
Í Reykjavík þjónar Náttúruminjasafn
Íslands flestum, innlendum jafnt sem
erlendum. Ákvörðun hlýtur því að
vera tekin um staðsetningu safnsins
í Reykjavík þrátt fyrir efasemdir þær
sem fram koma í umræddri grein.
Samkvæmt lögum 106/2001,
35/2007 og 141/2011 er Náttúru-
minjasafn Íslands höfuðsafn á sviði
náttúrufræða2,3,8 og samkvæmt lög-
unum á safnið að safna, skrá og
varðveita muni sem henta starfsemi
þess (náttúruminjum) og „annast
rannsóknir á starfssviði sínu“, sem eðli
málsins samkvæmt getur varla verið
annað en rannsóknir á náttúru og
náttúruminjum.3,8 Náttúruminjasafn
Íslands er þar með sett á sama stall
og önnur höfuðsöfn á Íslandi og því
um leið fengið sama hlutverk og
náttúruminjasöfnum um allan heim.
Orðið „safn“ virðist einnig
vera túlkunum háð. Í safnalögum
141/20118 er eftirfarandi skilgreining
á því hvað safn er:
3. gr. Hlutverk safna
Söfn í skilningi laga þessara eru varanlegar
stofnanir sem starfa í þágu almennings og
eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Þau skulu
vera opin almenningi.
Með söfnun, skráningu, varðveislu, rann-
sóknum, sýningum og annarri miðlun er það
hlutverk safna að tryggja menningar- og nátt-
úruarf Íslands, varpa ljósi á menningar-, nátt-
úru- og listasögu landsins, styrkja safnkost og
heimildasöfnun innan síns sérsviðs og gera
safnkost sinn og heimildasöfn aðgengileg
almenningi og fræðimönnum. Í starfi sínu
skulu söfn hafa að leiðarljósi að auka lífsgæði
manna með því að efla skilning á þróun og
stöðu menningar, lista, náttúru eða vísinda.
Söfn skulu stunda markvissa söfnun muna
og heimilda til að safnkostur þeirra gefi sem
heildstæðasta mynd af sérsviði þeirra.
Skilgreiningin er byggð á skilgrein-
ingu ICOM, Alþjóðaráðs safna.9 Þau
söfn sem starfa samkvæmt þessarri
skilgreiningu hafa í raun aðeins eitt
meginmarkmið: að verða ríkari að
munum og upplýsingum um téða
muni. Orðið „safn“ hefur einnig verið
notað yfir það sem í raun ætti að
kalla „samsafn“. Í erlendum málum
er gerður skýr greinarmunur á þessu
tvennu; safn er stofnun (í mörgum
málum museum) en samsafn á við um
muni stofnunarinnar (e., fr. collection;
d., n., s. samling; þ. Sammlung). Sé litið
til laga um Náttúruminjasafn Íslands
er hlutverk þess skýrt; það á að safna,
skrá, varðveita, rannsaka og miðla.
Samkvæmt lögum um Náttúru-
minjasafn Íslands hefur það rannsókn-
arhlutverk1. Orðið „rannsóknir“ er
ekki skilgreint í lögunum á annan hátt
er að safnið skuli „annast rannsóknir
á starfssviði sínu“. Stundum er reynt
að skilgreina orðið rannsóknir nánar
með orðum eins og „grunnrannsóknir“
og „frumrannsóknir“. Skilgreining á
orðinu „grunnrannsóknir“ má finna
hjá Rannsóknamiðstöð Íslands:
Grunnrannsóknir fela í sér tilraunir eða
fræðilega vinnu sem er innt af hendi fyrst og
fremst með það í huga að afla nýrrar þekkingar
á meginundirstöðum fyrirbæra og atburða sem
unnt er að skoða án þess að hafa nokkra tiltekna
hagnýtingu eða notkun í huga.10
Þegar rannsóknir eru stundaðar á
náttúruminjum, þarf fyrst að greina
muni þá sem fengið hafa stöðuna
„náttúruminjar“. Við greiningu mun-
anna er undantekningarlaust beitt
þekktum flokkunaraðferðum, hvort
heldur er um að ræða jarðfræðilega
eða líffræðilega muni. Greiningu
munar þarf eðli málsins samkvæmt
að ljúka áður en viðkomandi munur
er skráður í gagnagrunn safnsins.
Þarna reynir á hið ágæta fyrirbæri
„flokkunarfræði“. Starfsmenn nátt-
úruminjasafna, sem sinna þessu hlut-
verki, eru einmitt þjálfaðir í flokk-
unarfræði til að fyrirbyggja mistök í
greiningu og skráningu náttúruminja.
Í náttúruminjasöfnum er fyrst og
fremst beitt flokkunarfræðilegum
aðferðum við rannsóknir á munum
úr náttúrunni, þó annars konar
nálgun komi einnig við sögu. Erfitt
er að sjá fyrir sér náttúruminjasafn
án flokkunarfræðilegra rannsókna,
ekki síst með tilliti til gildandi laga
auk hefða.
Í greininni (bls. 9) fjallar höfundur
um „miðstýringarvald sem Nátt-
úruminjasafni er fært í lögum“ og að
söfn, setur og sýningar hafi byggst
upp þrátt fyrir það. Það er fjarri lagi
að safninu hafi verið fært miðstýring-
arvald að neinu leyti fremur en öðrum
höfuðsöfnum á Íslandi. Í 2. grein laga
um safnið segir:
„Náttúruminjasafn Íslands veitir öðrum nátt-
úruminjasöfnum ráðgjöf, stuðlar að samvinnu
þeirra hér á landi og vinnur að samræmdri
safnastefnu á sviði náttúrufræða.”
Erfitt er að sjá eitthvert valdboð í
þessari grein, enda er það fjarri lagi.
Náttúruminjasafninu er einfaldlega
skipað í sveit með öðrum náttúru-
minjasöfnum á landinu til að styrkja
starf þeirra og hefur átt gott samstarf
við þau.
Náttúruminjasöfn erlendis
Höfundur greinarinnar hefur sitthvað
að segja um þær miklu og gagngeru
ætluðu breytingar sem orðið hafi
á starfi og eðli náttúruminjasafna
erlendis og er sú umfjöllun heldur
einkennileg ef marka má orð grein-
arhöfundar:
„Fjölmörg náttúruminjasöfn víða um
heim hafa hinsvegar á undanförnum
þrem áratugum farið þá leið að efast
um gildi hreinnar vísindahyggju og
nálgast hlutverk sín af meiri gagn-
rýni en áður. Söfnin hafa þar með
horfið frá því að gera flokkunarfræði
(taxonomy) að meginviðfangsefni
vísindalegs starfs innan safnsins og
einblínt á vistfræði- og umhverf-
isrannsóknir sem meginmarkmið.“
Þessi þróun hjá náttúruminja-
söfnum á ekki við rök að styðjast
og ekki er að finna tilvísun í nátt-
úruminjasöfnin sjálf sem styður þessa
skoðun. Þegar betur er að gætt hefur
fullyrðingin ekkert við að styðjast
þegar náttúruminjasöfn erlendis og
starfsemi þeirra eru skoðuð. Vissulega
hafa náttúruminjasöfn þróast eins og
allar stofnanir í samfélaginu, en að
þær hafi horfið frá meginhlutverki
sínu er einfaldlega rangt.
Höfuðsöfn í náttúru-
fræðum erlendis
Ef skoðuð eru höfuðsöfn í náttúru-
fræðum erlendis birtist talsvert önnur
mynd en sú sem greinarhöfundur
leitast við að draga upp. Hér að neðan
er að finna upplýsingar um áherslur
og starfsemi nokkurra alláberandi
náttúruminjasafna erlendis, á Norður-
löndum og víðar. Öll söfnin stunda
víðtæka söfnun gripa.
Svíþjóð. Náttúruminjasafn Sví-
þjóðar (Naturhistoriska Riksmuseet):
Safnið varð til um 1750 hjá Kon-
unglegu sænsku vísindaakademíunni
og er ríkisstofnun. Umsjónarmaður
með munum var náttúrufræðing-
urinn Carl Linneus. Árið 1786 var
byggt yfir safnið sérstaklega og það
klofið frá vísindaakademíunni og
sýningarsöl-um komið á fót. Nátt-
úruminjasafnið fékk núverandi
byggingu árið 1907. Flokkunarfræði,
tegundagreiningar og lýsingar eru
nánast einu viðfangs-efni safnsins
auk miðlunar.11
Danmörk. Náttúruminjasafn
ríkisins (Statens Naturhistoriske
81_3-4_loka_271211.indd 163 12/28/11 9:14:21 AM