Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 2011, Page 61
165 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufarsannáll 2009 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir Veðurfar Samkvæmt veðurfarsyfirliti Trausta Jónssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Íslands, var tíðarfar ársins 2009 hagstætt, hlýtt og snjólétt. Hiti var langt yfir meðallagi um sunnanvert landið og einnig vel yfir meðallagi nyrðra. Í höfuðborginni var árið það 10. hlýjasta frá upphafi mælinga. Á Akureyri var árið lítið eitt svalara og lendir í 31. sæti frá upphafi mælinga þar. Í Stykkis- hólmi var árið hið 14. hlýjasta í meira en 160 ára samfelldri mæliröð frá 1845. Í Reykjavík og á Akureyri voru allir mánuðir nema tveir með hita yfir meðallagi. Hæsti hiti ársins mældist 26,3 stig á Egilsstaðaflugvelli 29. júní og á Torfum í Eyjafirði þann 1. júlí. Í Reykjavík mældist hæsti hiti ársins 21,1 stig dagana 12. og 20. júlí. Lægstur varð hitinn í Reykjavík -9,7 stig þann 5. febrúar og á Þorláksmessu, 23. desember. Hæsti hiti á Akureyri mældist að kvöldi 1. júlí, 21,5 stig. Lægstur varð hitinn á Akureyri -14,2 stig og mældist sá hiti bæði 27. febrúar og 28. mars. Ársúrkoma í Reykjavík var 713 mm. Það er um 10% undir meðallagi. Árið er það þurrviðrasamasta í Reykjavík síðan 1995. Óvenjuþurrt var um allt sunnan- og vestanvert landið framan af sumri. Öðru máli gegndi um Akureyri, en þar mældist úrkoman 652 mm og er það ríflega 30% umfram meðallag. Þetta er mesta ársúrkoma á Akureyri síðan 1991. Mestu munar þar óvenju úrkomusamur desember, en úrkoma hefur ekki mælst meiri í desember á Akureyri frá upphafi samfelldra mælinga þar 1927. Mesta sólar- hringsúrkoma ársins mældist á Eskifirði, í sjálfvirkri veðurstöð, þann 10. október, og var hún 185,3 mm. Þann sama dag var einnig mest sólarhringsúrkoma í Reykjavík, 20,1 mm, en jafnmikil úrkoma féll þar síðan aftur þann 9. nóvember. Mest sólarhringsúrkoma á Akureyri mældist á jóladagsmorgun, 21,5 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust um 1490 og er það meir en 200 stundir umfram meðallag. Þetta er 10. árið í röð með sólskinsstundafjölda ofan meðallags í Reykjavík. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1050 og er það í meðallagi. Skaðaveður voru óvenjufá. Tímabilið eftir 1995 hefur verið mjög hagstætt í þessu tilliti miðað við það sem áður var. Mesta veðrið hvað útbreiðslu og styrk varðar gekk yfir 9. og 10. október. Þetta var suðaustan- og austanillviðri. Tjón varð einna mest á Kjalarnesi en víða urðu menn fyrir minniháttar skakkaföllum. Snjóflóð Veðurstofan gefur út snjóflóðaviðvaranir og skráir snjóflóð. Flest flóð féllu í mars en í byrjun mánaðarins var víða nokkur snjór. Ekkert manntjón varð í þessum flóðum þótt stundum skylli hurð nærri hælum. Í einu flóðanna meiddist vélsleðamaður. Tjón varð ekki á mannvirkjum svo orð sé á gerandi. Þann 14. mars féll um 400 m breitt snjóflóð sunnan við bæinn Veisusel í Fnjóskadal. Það braut niður girðingu og lokaði þjóð- veginum, en þó aðeins í skamman tíma. Jöklar Sporðamælingar á jöklum sýna víðast hvar hörfun en þó ekki alstaðar. Heimildirnar eru úr árlegri skýrslu Odds Sigurðssonar, jarðfræðings á Veðurstofunni, í Fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins. Framgangur var við austanverðan Skeiðarárjökul annað árið í röð en þrátt fyrir það náði Skeiðará sér fram vestur með jaðr- inum, þar sem hún rennur nú óskipt til Gígjukvíslar, svo lítið vatn fór undir Skeiðarárbrú. Á annarri stöðinni við Heinabergsjökul mældist framgangur, en sporður- inn flýtur upp í lóni og bregst því sérkennilega við loftslagsbreytingum. Gígjökull, sem upptök á í toppgíg Eyjafjallajökuls, er nú alveg kominn upp úr lóninu sem er við sporð hans og kelfir ekki lengur í það. Framhlaup Reykjarfjarðarjökuls hefur sungið sitt síðasta í bili og hann er tekinn er að hörfa lítið eitt. Sömuleiðis bráðnar af sporði Búrfellsjökuls í Svarfaðardal eftir framhlaupið þar. Hins vegar hljóp Múlajökull fram eftir 17 ára hlé. Ekki var það löng leið að þessu sinni, aðeins um 10 m. Þó fer ekki á milli mála að hér var um fullburða Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 165–168, 2011 Veisusel í Fnjóskadal veturinn 2009. Sjá má ummerki snjóflóðsins í hlíðinni sunnan við bæinn. Ljósm.: Sveinn Brynjólfsson. 81_3-4_loka_271211.indd 165 12/28/11 9:14:22 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.