Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 61

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 61
165 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufarsannáll 2009 Árni Hjartarson og Droplaug Ólafsdóttir Veðurfar Samkvæmt veðurfarsyfirliti Trausta Jónssonar, veður- fræðings á Veðurstofu Íslands, var tíðarfar ársins 2009 hagstætt, hlýtt og snjólétt. Hiti var langt yfir meðallagi um sunnanvert landið og einnig vel yfir meðallagi nyrðra. Í höfuðborginni var árið það 10. hlýjasta frá upphafi mælinga. Á Akureyri var árið lítið eitt svalara og lendir í 31. sæti frá upphafi mælinga þar. Í Stykkis- hólmi var árið hið 14. hlýjasta í meira en 160 ára samfelldri mæliröð frá 1845. Í Reykjavík og á Akureyri voru allir mánuðir nema tveir með hita yfir meðallagi. Hæsti hiti ársins mældist 26,3 stig á Egilsstaðaflugvelli 29. júní og á Torfum í Eyjafirði þann 1. júlí. Í Reykjavík mældist hæsti hiti ársins 21,1 stig dagana 12. og 20. júlí. Lægstur varð hitinn í Reykjavík -9,7 stig þann 5. febrúar og á Þorláksmessu, 23. desember. Hæsti hiti á Akureyri mældist að kvöldi 1. júlí, 21,5 stig. Lægstur varð hitinn á Akureyri -14,2 stig og mældist sá hiti bæði 27. febrúar og 28. mars. Ársúrkoma í Reykjavík var 713 mm. Það er um 10% undir meðallagi. Árið er það þurrviðrasamasta í Reykjavík síðan 1995. Óvenjuþurrt var um allt sunnan- og vestanvert landið framan af sumri. Öðru máli gegndi um Akureyri, en þar mældist úrkoman 652 mm og er það ríflega 30% umfram meðallag. Þetta er mesta ársúrkoma á Akureyri síðan 1991. Mestu munar þar óvenju úrkomusamur desember, en úrkoma hefur ekki mælst meiri í desember á Akureyri frá upphafi samfelldra mælinga þar 1927. Mesta sólar- hringsúrkoma ársins mældist á Eskifirði, í sjálfvirkri veðurstöð, þann 10. október, og var hún 185,3 mm. Þann sama dag var einnig mest sólarhringsúrkoma í Reykjavík, 20,1 mm, en jafnmikil úrkoma féll þar síðan aftur þann 9. nóvember. Mest sólarhringsúrkoma á Akureyri mældist á jóladagsmorgun, 21,5 mm. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust um 1490 og er það meir en 200 stundir umfram meðallag. Þetta er 10. árið í röð með sólskinsstundafjölda ofan meðallags í Reykjavík. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1050 og er það í meðallagi. Skaðaveður voru óvenjufá. Tímabilið eftir 1995 hefur verið mjög hagstætt í þessu tilliti miðað við það sem áður var. Mesta veðrið hvað útbreiðslu og styrk varðar gekk yfir 9. og 10. október. Þetta var suðaustan- og austanillviðri. Tjón varð einna mest á Kjalarnesi en víða urðu menn fyrir minniháttar skakkaföllum. Snjóflóð Veðurstofan gefur út snjóflóðaviðvaranir og skráir snjóflóð. Flest flóð féllu í mars en í byrjun mánaðarins var víða nokkur snjór. Ekkert manntjón varð í þessum flóðum þótt stundum skylli hurð nærri hælum. Í einu flóðanna meiddist vélsleðamaður. Tjón varð ekki á mannvirkjum svo orð sé á gerandi. Þann 14. mars féll um 400 m breitt snjóflóð sunnan við bæinn Veisusel í Fnjóskadal. Það braut niður girðingu og lokaði þjóð- veginum, en þó aðeins í skamman tíma. Jöklar Sporðamælingar á jöklum sýna víðast hvar hörfun en þó ekki alstaðar. Heimildirnar eru úr árlegri skýrslu Odds Sigurðssonar, jarðfræðings á Veðurstofunni, í Fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins. Framgangur var við austanverðan Skeiðarárjökul annað árið í röð en þrátt fyrir það náði Skeiðará sér fram vestur með jaðr- inum, þar sem hún rennur nú óskipt til Gígjukvíslar, svo lítið vatn fór undir Skeiðarárbrú. Á annarri stöðinni við Heinabergsjökul mældist framgangur, en sporður- inn flýtur upp í lóni og bregst því sérkennilega við loftslagsbreytingum. Gígjökull, sem upptök á í toppgíg Eyjafjallajökuls, er nú alveg kominn upp úr lóninu sem er við sporð hans og kelfir ekki lengur í það. Framhlaup Reykjarfjarðarjökuls hefur sungið sitt síðasta í bili og hann er tekinn er að hörfa lítið eitt. Sömuleiðis bráðnar af sporði Búrfellsjökuls í Svarfaðardal eftir framhlaupið þar. Hins vegar hljóp Múlajökull fram eftir 17 ára hlé. Ekki var það löng leið að þessu sinni, aðeins um 10 m. Þó fer ekki á milli mála að hér var um fullburða Náttúrufræðingurinn 81 (3–4), bls. 165–168, 2011 Veisusel í Fnjóskadal veturinn 2009. Sjá má ummerki snjóflóðsins í hlíðinni sunnan við bæinn. Ljósm.: Sveinn Brynjólfsson. 81_3-4_loka_271211.indd 165 12/28/11 9:14:22 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.