Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2011, Síða 63
167 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags síðla sumars þrátt fyrir litlar breytingar í stofnstærð og nú er svo komið að æ stærri hluti stofnsins gengur inn á íslensk hafsvæði eftir hrygningu á sumrin. Athuganir Hafrannsóknastofnunarinnar 2009 sýndu að makríl var að finna á öllum svæðum innan landhelginnar nema Norðvesturmiðum, sem ekki voru könnuð. Íslenski veiðiflotinn hefur brugðist við breyttu göngumynstri makrílsins og sótt með vaxandi þunga í stofninn. Hefur aflinn innan lögsögunnar farið úr 20 þúsund tonnum 2002 í 112 þúsund tonn 2009. Hryggleysingjar Mikill straumur þistilfiðrilda (Vanessa cardui) upp- hófst frá Suður-Evrópu norður eftir álfunni um miðjan maí. Þann 30. maí sáust fiðrildi í þúsundatali í Fær- eyjum og í byrjun júní náði straumurinn að einhverju ráði til Íslands. Til að byrja með bárust flestar tilkynn- ingar frá Reykjanesi og Reykjavík en þegar frá leið fréttist af gestunum víðar. Í byrjun júlí höfðu þau sést á nokkrum stöðum á Snæfellsnesi og 7. júlí sást fiðrildi á flugi við Kringilsárrana norðan Vatnajökuls. Árið reyndist trjágeitungum (Dolichovespula nor- wegica) hagstætt og virtust þeir þrífast vel í hlýindum og þurrkatíð sumarsins. Í ágúst voru trjágeitungsbú mun fleiri en 2008 og farin að klekja út nýrri kynslóð drottninga. Holugeitungar (Vespula vulgaris) voru seinna á ferð, en lítið fór fyrir roðageitungum (Vespula rufa) og húsageitungs (Paravespula germanica) varð ekki vart á árinu, frekar en síðasta ár, og vera má að tegundin sé horfin á braut eftir nokkur óhagstæð ár. Hinn illræmdi nýbúi spánarsnigillinn hélt land- námi sínu áfram og fundust nú tvö dýr í Vestmanna- eyjum og hið þriðja í Mosfellsbæ. Í Kópavogi fannst snigill um mitt sumar og í september fundust á sama stað 14 spánarsniglar. Auk þessara tilfella barst til- kynning frá Hofsósi, en þar fannst snigillinn í innfluttu salati og verður það að teljast tilfallandi atvik. Nýlegur landnemi vakti nokkurt umtal og kom það ekki af góðu einu. Umræddur landnemi er skógarmítillinn (Ixodes ricinus), sem er blóðsuga á fuglum og spendýrum. Útbreiðslan hefur verið að færast norðar á bóginn í Evrópu með hlýnandi loftslagi, og virðist hann vera búinn að ná bólfestu kenna um. Þarna urðu talsverðar skemmdir þegar stórt bjarg féll beint á sjónvarpsendurvarpsstöð á Snjalleyri og eyðilagði hana. Á vormánuðum varð vart við mikið berghrun í Drangey, í nágrenni uppgöngunnar á eyjuna, þar sem stórar blokkir, nokkur tonn á þyngd, höfðu fallið niður. Þá má einnig geta þess að 29. maí varð vart við grjóthrun úr Þverfellshorni í Esju og mátti rekja það til snarps jarðskjálfta sem varð við Fagradalsfjall norð- austur af Grindavík. Gróðurfar Vöktun Náttúrufræðistofnunar á frjómagni í andrúms- lofti sýndi að heildarfjöldi frjókorna í Reykjavík var 3.911 í rúmmetra lofts, sem er yfir meðallagi síðustu 20 ára, en á Akureyri urðu frjókornin 2.330 í rúmmetra lofts, eða um 14% undir meðallagi áranna 1998–2008. Pípusveppurinn kornasúlungur (Suillus granulatus) fannst í fyrsta sinn á Íslandi undir ungum stafafurum, neðan við eldri barrtré, í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal í ágúst. Sveppurinn vex með furu í frekar frjóum jarðvegi í Skandinavíu og Finnlandi. Ástand sjávar Í samantekt Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi sjávar kemur fram að hiti og selta í yfirborðslögum sjávar umhverfis landið var um eða yfir meðallagi og vel yfir því síðari hluta ársins. Síðari hluta maí var vorhámark svifgróðurs yfirstaðið í Faxaflóanum. Utar á landgrunninu vestan landsins og norður um að Húnaflóa var vorkoma gróðurs vart hafin, en næst landi var vöxtur gróðurs hins vegar kominn vel af stað. Út af Norðurlandi, austan Húnaflóa og austur um land var mikill þörungablómi og verulega farið að ganga á næringarefnaforðann. Vestur með landinu sunnanverðu var gróður í vexti, einkum næst landi, en farið að ganga talsvert á næringarefnaforðann. Magn átu var víðast hvar minna vorið 2009 en 2008. Útbreiðsla margra sjávarfiska á Íslandsmiðum hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarin ár í kjölfar hækkandi sjávarhita. Ein umfangsmesta breytingin er vafalaust sú sem orðið hefur á göngumynstri makríls (Scomber scombrus). Frá árinu 1996 hefur hann sífellt verið að færast norðar og vestar í fæðugöngum sínum Pípusveppurinn kornasúlungur. Ljósm.: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. Þistilfiðrildi. Ljósm.: Erling Ólafsson. Roðageitungur. Ljósm.: Erling Ólafsson. 81_3-4_loka_271211.indd 167 12/28/11 9:14:27 AM

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.