Náttúrufræðingurinn - 2011, Blaðsíða 65
169
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kristín Svavarsdóttir
Skýrsla stjórnar
Hins íslenska náttúrufræðifélags
fyrir árið 2009
Félagar
Á árinu 2009 fjölgaði félagsmönnum
í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi
um rúmlega 5% og skýrist það af
átaki sem stjórn félagsins stóð fyrir
meðal náttúrufræðinema í Háskóla
Íslands. Félagar voru 1.241 í árslok
2009 en 1.176 í byrjun ársins. Á
árinu gengu 110 manns í félagið
en 27 sögðu sig úr því, 12 létust
og sex voru strikaðir út vegna
skulda. Í árslok 2009 skiptust félags-
menn í eftirfarandi hópa: átta heið-
ursfélagar, þrír kjörfélagar, fimm
ævifélagar, 910 almennir félagar
innanlands, 32 félagar og stofnanir
erlendis, 114 stofnanir innanlands,
147 skólafélagar og 22 einstaklingar
með hjónaáskrift. Fjöldi skólafélaga
rúmlega tvöfaldaðist á árinu en þeir
voru 72 í ársbyrjun.
Stjórn, starfsmenn og
nefndarstörf
Árið 2009 var stjórn félagsins þannig
skipuð: Kristín Svavarsdóttir for-
maður, Esther Ruth Guðmundsdóttir
varaformaður, Kristinn J. Albertsson
gjaldkeri, Hilmar J. Malmquist ritari,
Droplaug Ólafsdóttir, Ester Ýr Jóns-
dóttir og Helgi Guðmundsson með-
stjórnendur. Droplaug var fulltrúi
stjórnar í ritstjórn Náttúrufræðings-
ins, Ester Ýr hafði umsjón með
fræðslufundum félagsins og Helgi
Guðmundsson hafði umsjón með
fræðsluferðum. Stjórnin fundaði
átta sinnum á árinu. Í tilefni 120 ára
afmælis félagsins var haldinn stjórn-
arfundur á afmælisdaginn, 16. júlí
2009, og brugðið út af þeirri venju
að hafa fundarhlé yfir sumarmán-
uðina. Skoðunarmenn reikninga
voru Kristinn Einarsson og Arnór
Þ. Sigfússon, varamaður þeirra var
Hreggviður Norðdahl. Hrefna B.
Ingólfsdóttir var útbreiðslustjóri
félagsins og ritstjóri Náttúrufræð-
ingsins. Hrefna starfaði hjá Náttúru-
fræðistofu Kópavogs en í gildi var
samstarfssamningur milli stofunnar
og félagsins um umsjón með útgáfu
og dreifingu Náttúrufræðingsins.
HÍN á fulltrúa í einu ráði á vegum
umhverfisráðuneytisins, dýravernd-
arráði, og var Margrét B. Sigurðar-
dóttir fulltrúi félagsins í því. HÍN
á aðild að samráðsvettvangi ráðu-
neytisins og umhverfisverndarsam-
taka. Umhverfisráðherra hefur í
flestum tilfellum óskað eftir því
að félög á sviði umhverfisverndar
(sem hafa undirritað samstarfsyfir-
lýsinguna) komi sér saman um einn
fulltrúa í nefndir og ráð á vegum
ráðuneytisins. Hér er yfirlit yfir stjórn,
ráð og nefndir sem sameiginlegir
fulltrúar félaganna áttu sæti í:
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðal-
fulltrúi til ársins 2011 Þórunn Péturs-
dóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannes-
son varamaður hennar.
Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.
Svæðisráð austursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011
Skarphéðinn G. Þórisson.
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011
Hrafnhildur Hannesdóttir.
Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011
Ólafía Jakobsdóttir.
Nefnd um endurskoðun náttúru-
verndarlaga. Aðalfulltrúi Katrín
Theodórsdóttir og varamaður Hilmar
J. Malmquist.
Nefnd til að meta og gera tillögur
um umhverfisgjöld. Fulltrúi Sigþrúður
Stella Jóhannsdóttir og varamaður
Árni Bragason. Á miðjum starfs-
tíma beggja síðasttöldu nefndanna
tóku varamenn við af aðalfulltrúum
vegna anna.
Vorið 2009 tók Kristín Svavarsdóttir
formaður HÍN við sem tengiliður
81_3-4_loka_271211.indd 169 12/28/11 9:14:28 AM