Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 65

Náttúrufræðingurinn - 2011, Qupperneq 65
169 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kristín Svavarsdóttir Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir árið 2009 Félagar Á árinu 2009 fjölgaði félagsmönnum í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi um rúmlega 5% og skýrist það af átaki sem stjórn félagsins stóð fyrir meðal náttúrufræðinema í Háskóla Íslands. Félagar voru 1.241 í árslok 2009 en 1.176 í byrjun ársins. Á árinu gengu 110 manns í félagið en 27 sögðu sig úr því, 12 létust og sex voru strikaðir út vegna skulda. Í árslok 2009 skiptust félags- menn í eftirfarandi hópa: átta heið- ursfélagar, þrír kjörfélagar, fimm ævifélagar, 910 almennir félagar innanlands, 32 félagar og stofnanir erlendis, 114 stofnanir innanlands, 147 skólafélagar og 22 einstaklingar með hjónaáskrift. Fjöldi skólafélaga rúmlega tvöfaldaðist á árinu en þeir voru 72 í ársbyrjun. Stjórn, starfsmenn og nefndarstörf Árið 2009 var stjórn félagsins þannig skipuð: Kristín Svavarsdóttir for- maður, Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður, Kristinn J. Albertsson gjaldkeri, Hilmar J. Malmquist ritari, Droplaug Ólafsdóttir, Ester Ýr Jóns- dóttir og Helgi Guðmundsson með- stjórnendur. Droplaug var fulltrúi stjórnar í ritstjórn Náttúrufræðings- ins, Ester Ýr hafði umsjón með fræðslufundum félagsins og Helgi Guðmundsson hafði umsjón með fræðsluferðum. Stjórnin fundaði átta sinnum á árinu. Í tilefni 120 ára afmælis félagsins var haldinn stjórn- arfundur á afmælisdaginn, 16. júlí 2009, og brugðið út af þeirri venju að hafa fundarhlé yfir sumarmán- uðina. Skoðunarmenn reikninga voru Kristinn Einarsson og Arnór Þ. Sigfússon, varamaður þeirra var Hreggviður Norðdahl. Hrefna B. Ingólfsdóttir var útbreiðslustjóri félagsins og ritstjóri Náttúrufræð- ingsins. Hrefna starfaði hjá Náttúru- fræðistofu Kópavogs en í gildi var samstarfssamningur milli stofunnar og félagsins um umsjón með útgáfu og dreifingu Náttúrufræðingsins. HÍN á fulltrúa í einu ráði á vegum umhverfisráðuneytisins, dýravernd- arráði, og var Margrét B. Sigurðar- dóttir fulltrúi félagsins í því. HÍN á aðild að samráðsvettvangi ráðu- neytisins og umhverfisverndarsam- taka. Umhverfisráðherra hefur í flestum tilfellum óskað eftir því að félög á sviði umhverfisverndar (sem hafa undirritað samstarfsyfir- lýsinguna) komi sér saman um einn fulltrúa í nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins. Hér er yfirlit yfir stjórn, ráð og nefndir sem sameiginlegir fulltrúar félaganna áttu sæti í: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðal- fulltrúi til ársins 2011 Þórunn Péturs- dóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son varamaður hennar. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011 Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. Svæðisráð austursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011 Skarphéðinn G. Þórisson. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011 Hrafnhildur Hannesdóttir. Svæðisráð vestursvæðis Vatnajökuls- þjóðgarðs. Fulltrúi til ársins 2011 Ólafía Jakobsdóttir. Nefnd um endurskoðun náttúru- verndarlaga. Aðalfulltrúi Katrín Theodórsdóttir og varamaður Hilmar J. Malmquist. Nefnd til að meta og gera tillögur um umhverfisgjöld. Fulltrúi Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir og varamaður Árni Bragason. Á miðjum starfs- tíma beggja síðasttöldu nefndanna tóku varamenn við af aðalfulltrúum vegna anna. Vorið 2009 tók Kristín Svavarsdóttir formaður HÍN við sem tengiliður 81_3-4_loka_271211.indd 169 12/28/11 9:14:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.