Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2011, Side 6

Ægir - 01.10.2011, Side 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Árið 2011 hefur liðið undrahratt og nú nálgast árslok. Sem boðar um leið nýtt upphaf - nýtt ár sem margt mun bera í skauti sér sem ekki er hægt að sjá fyrir. Hvernig mun veiðast? Hvernig gengur að selja aflann? Verða veðurguðirnir sjómönnum mildir á komandi ári? Allt eru þetta spurningar sem margir velta fyrir sér við áramót þegar þeir í senn líta um öxl og horfa fram á veginn. Undirritaður hefur um langt skeið starfað við útgáfu og miðlun upplýsinga sem tengjast sjávarútvegi. Það er á margan hátt forrétt- indi að fá tækifæri til að vera svo nálægt þessari grein, finna hjart- sláttinn í henni og kynnast mörgu fólki sem er að gera hreint frá- bæra hluti hvort heldur er í útgerð, veiðum, fiskvinnslu, hagsmuna- starfi fyrir sjávarútveginn, rannsóknum, nýsköpun, þjónustu, tækni- þróun og þannig mætti áfram telja. Einmitt þess vegna er sláandi hversu algengt er að gripið sé til sleggjudóma og á tíðum hreinna ósanninda í opinberri umræðu um greinina sem þó knýr stóran hluta af því æðakerfi sem bindur samfélagið saman. Sjávarútvegurinn er grein sem stendur, þrátt fyrir allt, undir mjög stórum hluta þeirra tekna sem við notum í samneyslunni til að sameiginlegrar þjónustu. Eða ætla menn sér virkilega að vera svo þröngsýnir að þær einu tekjur sem fáist af sjávarútvegi séu með beinni skattlagningu á arð útgerðar? Það er vægast sagt mikil einföldun. En að sama skapi á og má sjávarútvegur á Íslandi ekki verða tilraunastofa fyrir illa ígrundaðar ákvarðanir sem beinlínis veikja greinina eða samkeppn- isstöðu okkar sem fiskveiðiþjóðar. Það væri að pissa í skó sinn. Dægurþrasið um sjávarútveginn virðist hafa verið dregið í þann suðupott sem stjórnmál eru yfirleitt í. Varla þorir maður að nefna Icesave í þessu sambandi, Evrópusamband, bankahrun, skatta, ein- staka stjórnmálaflokka eða Alþingi. Það dapra er að árangur af öllu þrasinu sem í tísku er í samfélaginu er harla lítill. Sumir segja jafn- vel að við höfum allt frá bankahruni hrært stöðugt í pottinum og horft í spegilinn en látum okkur ekki í hug koma að líta fram á veg- inn. Sem er jú sú leið sem skiptir mestu - þegar öllu er á botninn hvolft. Sé einhver ein ósk öðrum heitari nú við áramót þá hlýtur hún að snúast um að okkur takist í sameiningu að ná landi, framtíðar- sýn, stefnu og að halda af stað eftir stefnunni. Það sorglega er að ef umfjöllun við síðustu áramót er skoðuð þá var staðan í sjávarút- vegi nefnilega nákvæmlega sú sama. Framtíðarsýnin þótti óljós. Vilji er allt sem þarf. Á árinu var haldin sjávarútvegssýning í Kópavogi sem endurspeglaði mikinn vilja og kraft í sjávarútvegi. Sýningin endurspeglaði í heild sinni hvaða stöðu íslenskur sjávarút- vegur hefur á heimsvísu og ef marka má hana þá sjá menn í grein- inni tækifæri sem hægt væri að nýta. Og þau þarf að nýta. Annar stór viðburður á árinu 2011 var koma hins nýja varðskips Þórs. Forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði réttilega að mikil við- brögð almennings og áhugi á að skoða skipið undirstriki að fólk líti almennt á varðskipin sem merki um sjálfstæði þjóðarinnar. Óhætt er að taka undir þetta. Tímaritið Ægir óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæld- ar á árinu 2012. Samningaleiðin mun ásættanlegri nú „Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða“ lít ég á sem tilraun til að skapa umræðugrundvöll í þá átt að ná sam- komulagi um sjávarútvegsmálin. Það er brýnt að eyða óvissunni um þau og rétt að nota þennan vettvang sem nú er boðið upp á. Við samanburð á fyrra frumvarpi sýnist mér samningaleiðin nú vera mun ásættanlegri, nánast tryggður 35 ára samningur og hætt við bann við veðsetningu samningsins sem ég tel vera mjög stórt atriði. Ákvæðið styður einnig samþykkt aðalfundar LS um að nýtt frumvarp byggi á samningaleiðinni. Þá er búið að færa skerðingarákvæði aflahlutdeildar til hærri viðmiðunar, skerðing nú byrjar í 202 þús. tonnum í þorski í stað 160 þús. Ekki er lagt til að veiðigjald hækki, en hluti þess ætti að skila sér til sjávarútvegsins. Í vinnuskjalinu er einnig að finna atriði sem eru óásættanleg. Þar nefni ég hömlur á kvótaframsal, að heimilt verði að flytja veiðiheimildir úr krókakerfi til aflamarks, að línuívilnun nái ekki til allra dagróðrabáta og að byggðakvóti verði áfram í formi úthlutun- ar í stað veiðiívilnunar til dagróðrabáta. Þegar þetta er ritað sýnist mér málið hins vegar í fullkominni óvissu. Ráðherra sem fer með sjávarútvegsmálin virðist ekki mega sýna spilin, hvaða hugmyndir sé verið að vinna með. Það þykir mér miður. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í grein í Fiskifréttum. Mun meira af gráðlúðu fyrir norðan landið Það er helst að erfiðlega gangi að veiða ýsuna en allt annað er í góðu lagi og meira en það. Karfastofnarnir eru t.d. mun sterkari en kvótinn gefur tilefni til að ætla. Nú eru skipin að fá stór karfa- hol hér á Halanum sem er nokkuð sem fæstir hefðu trúað fyrir ekki svo mörgum árum. Hitastig sjávar hefur hækkað og útbreiðsla fiskstofna tekur mið af því. Nærtækasta dæmið er e.t.v. aukin skötuselsveiði hér fyrir norðan. Sjálfur er ég alinn upp í Súgandafirði og man vel að það þóttu sérstök tíðindi þegar einn sjómaðurinn í plássinu kom með skötusel að landi um eða upp úr miðri síðustu öld. Sá fiskur þótti svo merkilegur að hann var stoppaður upp og er nú til sýnis á Suðureyri. ... Einnar gráðu hækkun er stórmál, jafnvel þótt hún eigi sér stað á 20 til 30 árum, hvað þá skemmri tíma. Við vitum allir að hinar ýmsu fisktegundir eiga sitt kjörhitastig. Grálúðan er gott dæmi um það. Í fyrra var mjög léleg grálúðuveiði á hinum hefðbundnu miðum hér úti af Vestfjörðum þar til vikuna fyrir jól og síðan var fínasta veiði í janúar. Nú verður grálúðu meira vart en áður fyrir norðan landið og það ræðst af sjávarhitanum. Hið sama má segja um gullkarfa og djúpkarfa. Útbreiðslan er mun meiri en fiskifræð- ingar telja og mín skoðun er sú að það mætti auka verulega við kvótann í báðum tegundum. Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey í viðtali á vef HB Granda hf. U M M Æ L I Áramót og nýtt upphaf

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.