Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 20

Ægir - 01.10.2011, Síða 20
20 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Allt til línuveiða vert að fylgjast með hversu giftusamlega tókst til. Fjölskyldan og farsæl sjó- mennska Það var ekki fyrr en ég var kominn öðru sinni á skóla- bekk í Reykjavík, veturinn 1950-51, sem fyrr segir, að ég hitti Marselíu Guðjónsdóttur, sem átti eftir að verða eigin- kona mín og lífsförunautur. Hún leigði í kjallaranum í Barmahlíð 14, þar sem ég var kostgangari. Við vorum þar reyndar fjórir úr Stýri- mannaskólanum. Marselía er ættuð frá Hreppsendaá í Ólafsfirði, dóttir hjónanna Herdísar Sigurjónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Við ákváðum að setjast að á Akranesi. Þar hófum við bú- skap árið 1951 og 24. sept- ember það ár fæddist fyrsta barnið, Inga Jóna, sem er viðskiptafræðingur. Við gift- um okkur síðan 1. júní árið eftir og skírðum frumburð- inn. Síðan fæddist önnur dóttir, Herdís, 31. janúar 1953, sjúkraliði og fiskverk- andi. Loks 14. september 1955 fæddist sonurinn Guð- jón, rafvirki og knattspyrnu- þjálfari. Það var mikið um að vera á okkar heimili, þar sem ég var langdvölum burtu á sjón- um. Þá kom sér vel að Mar- selía var vön að takast á við sérhvert mál sem að höndum bar með röggsemi og mynd- arskap. Hún þurfti að veru- legu leyti að sjá um uppeldi barnanna, annast fjármálin og annað sem gera þarf á stóru heimili. Þegar ég kom heim var alltaf tekið á móti mér með fögnuði, eins og hátíð færi í hönd. Hlakkaði ég því alltaf mikið til heim- komunnar og endurfund- anna. Það hefur stundum viljað gleymast að þakka sjó- mannskonunum þeirra stóra hlut í velferð fjölskyldunnar, þær urðu að vera bæði hús- móðir og húsbóndi langtím- um saman í fjarveru eigin- manna sinna. Það vill gjarnan brenna við í dag að fólk gefur sér ekki tíma til að ræða málin og leysa þau. Þá fer allt í vandamál og skilnaði. Okkur Marselíu hefur tekist að vera vinir. Við höfum alla tíð ver- ið háð hvort öðru, en virt skoðanir hvort annars. Það er góð tilfinning og okkar gæfa. Ég tel mig vera mikinn gæfumann, hef átt góða eig- inkonu og samhenta fjöl- skyldu, sem ég þakka af al- hug. Ég er viss um að yfir mér hefur verið vakað. Alla mína sjómannstíð hef ég aldrei misst mann, aðeins einu sinni hefur maður slasast á sjó með mér. Mér hefur veist sú hamingja að geta bjargað mannslífum, og sjálfur bjargast í ófá skipti úr lífsháska. Fyrir það þakka ég skapara mínum.“ 17 F R Á S Ö G N Þórður og Marselía með börnum og tengdabörnum á hátíðarstundu 1987. Frá vinstri: Inga Jóna Þórðardóttir, Geir H. Haarde, Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Þórðarson, Marsel- ía Guðjónsdóttir, Þórður Guðjónsson, Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson. aegirdes06_final.qxd 15.12.2006 21:27 Page 17 aftur heim til Akureyrar. Í brúnni er líka sími sem hring- ir niður í vélarúmi en bæði skipstjórinn og vélstjórinn kjósa fremur að kalla í rörið, eða talpípuna, sem liggur á milli enda heyrist mun betur í því en símanum. Harðbakur hefur orð á sér fyrir að vera „blautur“, hann liggi þungt í öldunni sem eigi greiða leið yfir hvalbakinn og dekkið. Áki er vanur að vara nýliða við og segja þeim að ef alda ríði yfir þegar þeir eru í aðgerð á þilfarinu þá verði þeir að sleppa hnífunum. Þeir megi alls ekki halda á þeim eða stinga í borðið, það sé vísasta leiðin til að slasa sig á þeim. „En þetta breyttist heldur betur haustið áður en við fór- um á Nýfundnalandsmið,“ segir Áki, „þegar skipið fór í slipp í Reykjavík.“ Það átti að skipta um rör í katlinum. Gert va ráð fyrir átta til tíu daga stoppi en sá tími átti eftir að lengjast og verða þrjár vikur. Kominn var tími á Lloyds-skoðun, eins og karlarnir kölluðu hina reglu- legu skoðun sem skipin urðu að fara í til að teljast trygging- arhæf og þar af leiðandi haf- fær. Nú var brugðið á það ráð að sameina viðgerðina og tryggingaskoðunina en þá kom í ljós að síðuplöturnar á milla toggálganna voru orðn- ar svo eyddar að það varð ekki hjá því komist að skipta um þær. Ennfremur fannst gat eða rifa á stefninu en þegar átti að gera við það urðu menn heldur betur undrandi því að þá kom í ljós að olíutankur sem var fram á, undir lúgargólfinu og neta- lestinni, var fullur af olíu en allir höfðu gert ráð fyrir að hann væri tómur. Enginn veit hversu lengi Harðbakur hafði orðið að baksast um miðin með þessi 200 auka tonn af olíu, líklega einhver ár, jafnvel allt frá því hann var keyptur nýr til ÚA árið 1950. „Þessi 200 tonn gerðu Harðbak blautan,“ segir Áki. „En þegar var búið að tæma tankinn varð hann allt annað skip og eitt besta sjóskip sem ég hef verið á. Þrátt fyrir þetta loddi orðsporið, um að Harðbakur væri blautur, við hann alla tíð.“ Auðvitað tók skipið á sig sjó þegar gaf á. Á móts við brúna komu stundum inn heilu fyllurnar sem fossuðu eftir göngunum að bátaþil- farinu aftur á. Enginn vildi verða í vegi öldunnar þegar hún æddi um borð og menn voru fljótir að forða sér upp á keisinn enda ekki hættulaust að vera á ganginum þegar sjórinn steyptist fyrir borð aft- ur. Því fór þó fjarri að Harð- bakur væri einstakur um þetta í íslenska flotanum en óneitanlega hélt þetta sjávar- rót við goðsögninni um að Harðbakur væri „blautur“. Töfin bjargaði lífi okkar Það er gott að vera kokkur á Harðbaki. Hann er enginn tappatogari sem skoppar á öldunum. Hann hefur þvert á móti hinar þungu hreyfingar, sem einkenna gott vinnuskip og kokkarnir njóta þess. Það er þó engin nýmóðins raf- magnseldavél í eldhúsinu heldur olíufíring með spíss. S J Ó F E R Ð A M I N N I N G A R Harðbakur þótti gott sjóskip - ekki síst eftir að tæmdur hafi verið stór olíutankur í skipinu sem til margra ára var haldið að væri tómur.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.