Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 24

Ægir - 01.10.2011, Síða 24
24 Í S I G L I N G U M Við sem störfuðum á skipum Sambands íslenskra sam- vinnufélaga á árunum um 1980 lifðum ekki á tímum þeirrar hagræðingar að skipin væru skráð í öðrum löndum en Íslandi eða jafnvel sá hluti áhafnar sem voru Íslendingar væru líka skráðir með heimili erlendis. Við vorum stoltir Íslend- ingar á íslenskum skipum. Ég var smyrjari á Mælifell- inu sem var ekki á fastri áætl- un og fór því á marga staði allt eftir því sem kom uppá. Til fróðleiks fer hér á eftir frá- sögn mín af einni ferð Mæli- fellsins. Til Grænlands Eftir að hafa losað efni til sementsgerðar á Akranesi, leggjum við af stað til Græn- lands þann 9. október. Dekk- liðið (hásetar og bátsmaður) gera sjóklárt, festa allt laus- legt, skálka lúgur, fella bóm- ur og ganga frá öllu vel, því í Grænlandssiglingu getur oltið á ýmsu. Vélarliðið, fjórir vél- stjórar og tveir smyrjarar, þarf einnig að ýmsu að huga; varahlutir eða vörur sem komu um borð á Akranesi þurfa að komast á sinn stað og vitanlega verður líka að sjóbúa í vélinni. Ekkert má vera svo laust að það fari af stað í veltingi, þó að ekki sé nema einn stimpilbolti í aðal- vélina, þá vegur hann um 60 kíló og gamanlaust að stöðva hann með tánum eða ökkla í veltingi. Vélar og dekkliðið ganga því frá öllu vel, en yfirmenn á stjórnpalli taka upp sjókort- in, mæla út og reikna – og stefnan er tekin á Hvarf á Grænlandi. Aðalvélin Deutz 8 strokka L malar rólega. Hámarkshraði er 315 snúningar en algeng- ast er að keyra á svona 290 – 300. Þessi elska er gangviss og góð en fremur sóðaleg. Strákarnir segja að svona séu Deutz vélarnar; þetta mígur öllu; sjó, smurolíu og svart- olíu. En hvað um það hún skilar skipinu áfram á milli 10 til 13 mílna hraða miðað við meðalaðstæður, en í vondu veðri höfum við dottið niður í 3 mílur. Í þessum túr geng- ur vel og áður en varir erum við hjá Hvarfi. Áfangastaður- inn er Ivigtut á vesturströnd Grænlands, um 14 til 20 stunda siglingu upp með ströndinni frá Hvarfi. Þetta er annar túrinn til Ivigtut, en í hinum fyrri lentum við í nokkrum ís við Hvarf. Töfð- umst við þá þar í ísnum sam- tals um sex daga. Nú er lítill ís, aðeins stöku borgarísjakar. Þeir eru tignarlegir og ægi- fagrir, en lítil ástæða að óttast þá, því að þessi fjöll koma fram á radar. Rekís eða hröngl, þar sem stærstu jak- arnir geta verið býsna stórir, eru þó mun hættulegra, sér- staklega í myrkri, því að sá ís kemur illa fram í radar. Við sleppum við slíkan ís að þessu sinni og komum til Ivigtut eftir tæplega 3ja sóla- hringa siglingu frá Akranesi. Ivigtut Ivigtut er námuþorp, innan við 100 íbúar og þar af að- eins tveir eða þrír Grænlend- ingar. Bryggjan, sem er rétt- ara sagt viðlegupláss en bryggja, er tveggja metra timburpallur sem við höfum miðskips, en til trausts og halds enda í land og út í bauju. Með þessu er skipinu haldið svona 8-10 metra frá landi. Þessi búnaður segir betur en mörg orð, að í Ivigtut er veðursæld með eindæmum. Síðan fréttum við af tólf vind- stigum úti fyrir, en þá var að- eins strekkings gola við kant- inn í Ivigtut. Náman hér er kríolít náma, en kríolítið er grjót hentugt í allskonar skreytingar, flísar og jafnvel legsteina, en auk þess hráefni við álframleiðslu. Sambandið mun á þessu ári flytja 12500 til 15000 tonn af þessu grjóti til Kaupmannahafnar og okk- ar skammtur er 2550 tonn að þessu sinni. Það tekur tvo daga að lesta skipið og við förum margir upp í námu til að ná okkur í fagra steina; það er nóg fyrir alla. Vöktum er slitið, þegar skipið liggur lengur en sólar- hring við land, en það þýðir að menn vinna aðeins venju- legan vinnudag um borð utan það að stýrimaður, vélstjóri og einn háseti standa vakt að næturlagi. Hinir vinna á daginn það sem til fellur, dekkliðið notar gott veður til að mála dekkið, en í vélinni er gengið í að taka upp útblástursventla í aðalvélinni, en þá þarf að taka upp eftir hverja 500 klukkutíma notkun, slípa þá og renna, setja saman og stilla. Í nýrri vélum er apparat sem snýr þessum ventlum stöðugt og þá er endingin miklu meiri eða nokkur þús- und tímar. Við í vélinni á Mælifellinu erum hinsvegar alveg vissir um að það er eins með konur og vélar, að ef maður strýkur þeim og kjassar og hugsar vel um þær þá endast þær og endast og gera allt mögulegt fyrir mann. Þessvegna tökum við upp ventlana með mestu ánægju og þvoum svo blessaðri elsk- unni á eftir. Kristinn Snæland: Hvert skyldum við fara næst? Birgðaverslun fyrir mötuneyti og rekstraraðila meira magn á betra verði! Opið alla virka daga kl. 8-17 og laugardaga 9-13 Faxafen 8 • Sími 567 9585 • www.storkaup.is • storkaup@storkaup.is

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.