Ægir - 01.10.2011, Side 26
26
Í S I G L I N G U M
Ekki er mikil byggð á
þessum slóðum, en 5 km.
innar í firðinum er dönsk her-
stöð, Grönnedal og er þar
a.m.k. 200 manna lið.
Í Grönnedal er fríverslun
og peningamennirnir um
borð fá far inneftir til að
versla. Þar áttu að fást ódýr
hljómflutningstæki og sitt-
hvað fleira. Úr kaupstaðaferð-
inni var komið með eina
myndavél (ódýra) og einhver
keypti tannstöngla, pakkinn
var 10 aurum ódýrari en í
Kaupmannahöfn. Langt út-
með firðinum er svo græn-
lenskt þorp sem rétt sést
móta fyrir þegar siglt er um
fjörðinn.
Eitt kvöldið koma nokkrir
Grænlendingar úr þorpinu á
hraðbát upp að síðunni á
Mælifellinu og bjóða lax til
kaups. Örn stýrimaður sem er
veiðimálasérfræðingur áhafn-
arinnar tekur lax, skoðar uppí
hann og bakvið „eyrun“ á
honum og kveður upp þann
úrskurð að þetta geti allt eins
verið íslenskur lax eftir útliti
að dæma, en sé þó örugglega
kanadískur. Hefst nú prútt
um verð og gjaldeyri en
Grænlendingar fussa við öll-
um peningum, alveg sama
hvað boðið er, dollarar,
pund, danskar eða norskar
krónur og jafnvel ekki ís-
lenskar gullkrónur.
Grænlendingarnir eru nú í
öðrum hugleiðingum. Vöru-
skipti er þeirra verslunarmáti
og hefur svo verið um aldir. Í
staðinn fyrir lax vilja þeir
bjór, áfengi eða sígarettur.
Enginn lax sást í bátnum þeg-
ar hann snéri heim á leið.
Mælifellið hefur nú fengið
skammtinn sinn og við leggj-
um frá Ivigtut upp úr hádegi
14. október. Utarlega í firðin-
um er trilla. Af fuglagerinu
yfir henni vitum við að þeir
eru að fá hann, hvort það er
þorskur eða hinn göfugi Kan-
ada-Grænlands eða Íslands-
lax vitum við ekki. Nær landi
í fjarska sjáum við lítið rautt
flutningaskip, það er danskt
Grænlandsfar – og hverfur
okkur sjónum inn einn fjörð-
inn. Undir myrkur siglum við
hjá lítilli en hárri eyju. Hún
heitir Þorsteinn Íslendingur
og við tökum stefnuna á
Hvarf.
Frá Hvarfi er tekinn stór-
baugur áleiðis til Shetlands-
eyja. Stórbaugur er styttri leið
milli tveggja staða en bein
lína, þótt ég skilji það ekki,
og vitanlega förum við þá
stórbaug til að spara félaginu
okkar óþarfa kostnað.
Siglingin er fjarska við-
burðasnauð. Við höfum lens,
en það er sem kunnugt er
þegar vindurinn stendur aftan
til á skipið. Gárungarnir segja
svo við nýliðana, það er þó
alltaf munur að hafa lensið
með sér, og nýliðarnir fagna
því að hafa ekki helvítis lens-
ið á móti.
Á siglingu er helsta
skemmtunin sögur og spá-
dómar. Sögurnar eru misjafn-
ar eins og gengur, en einn
besti sögumaður undirmanna
er Gísli Guðmundsson smyrj-
ari. Spádómarnir eru svo um
það hvert farið verði næst.
Mælifellið er einskonar flakk-
ari hjá Sambandinu, þannig
að við erum ekki á fastri rútu
eða áætlunarleið. Fyrir vikið
er það ekki fyrr en seint og
um síðir sem fyrir liggur hvert
farið verður næst. Í þessum
túr er þetta svo óljóst að alla
leið frá Grænlandi vitum við
ekki hvert verður farið frá
Kaupmannahöfn. Þetta verð-
ur tilefni mikilla og margvís-
legra spádóma. Skipið hafði
fyrir um ári farið í þriggja
mánaða túr sem endaði með
því að fara frá Portúgal þvert
yfir Atlantshaf, gegnum Þang-
hafið og hinn fræga og
hættulega þríhyrning undan
ströndum norður Ameríku, til
þess að sækja rafmagnsstaura
í háspennu hringlínuna um
landið, frá Savanna í U.S.A.
og heim. Þetta notaði Gísli
sér og einn daginn í hádeg-
inu kemur hann grafalvarleg-
ur í messann og segir svo við
kokkinn; „Jæja Einar minn,
nú held ég að þú ættir að
reyna að fá saltfisk og lamba-
kjöt frá þeim á Arnarfellinu
Kaupmannahöfn, því ég var
að frétta að það ætti að senda
okkur í leigu til Finnlands,
þaðan niður Evrópu og jafn-
vel til Marokkó og loks eig-
um við að taka aftur há-
spennustaura í Savanna þann
3ja mars og heim. Þetta verð-
ur þá hálft ár.“ Og strákarnir
rjúka upp, nei andskotinn er
þetta satt? „Ja, ég veit ekki
annað en það sem skipstjór-
inn sagði mér,“ segir þá Gísli.
Og það var sama hvað á
gekk þann matartímann. Gísli
hélt sig við þessa sögu eða
spádóm.
Í umræður og spádóma
um framhald ferðarinnar gat
þannig farið býsna drjúgur
tími.
Svo varð sú raunin á að
við fórum frá Kaupmanna-
höfn til Svendborgar og tók-
um þar fóður á ströndina
heima, Akureyri, Sauðárkrók,
Blönduós, Flateyri og Þing-
eyri.
Kaupmannahöfn
Stórbaugurinn sem við tókum
frá Grænlandi, endaði við
Shetlandseyjar og þar tókum
við stefnuna á Lindisnes í
Noregi og framhjá olíubor-
pöllum sem standa sem smá-
borgir um allan sjó.
Við erum nú á fjölförnum
siglingaleiðum og við Noreg
finnst manni sem ferðinni til
Kaupmannahafnar sé nær
lokið en samt er eftir um
hálfur annar sólahringur uns
skipið liggur bundið við
löndunarstað í Kaupmanna-
höfn eftir 8 daga siglingu frá
Ivigtut.
Afferming skipsins tekur
Siglt á Sambands-
skipinu Mælifelli
Austur og vestur um haf er heiti bókar
sem komin er út hjá Vestfirska forlag-
inu og hefur að geyma sjóferðaminn-
ingar Kristins Snædal. Hann var á sín-
um tíma smyrjari á Sambandsskipinu
Mælifelli og í meðfylgjandi kafla úr
bókinni segir hann frá einum dæmi-
gerðum túr á skipinu. Farmurinn var
allt frá grænlensku grjóti yfir í danska
fóðurblöndu fyrir eyfirska bændur.
Smyrjarinn, höfundur sögunnar, í vélarrúminu.