Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2011, Side 30

Ægir - 01.10.2011, Side 30
30 reynslu og reynslu af öðru er- lendu vatni reynum við að fara ávallt með fulla tanka af vatni frá Íslandi þegar utan er haldið. Á Sauðárkróki er farið í Kaupfélagið til að versla og fá ljósrit. Við hittum Guttorm Óskarsson hinn ágæta gjald- kera kaupfélagsins, og annað starfsfólk sem ljósritar fyrir okkur eftir þörfum og með mestu ánægju. Mynd af Mælifellinu prýðir veggi skrifstofunnar, enda skipið skráð á Sauðárkróki. Við erum í heimahöfn. Um borð hjá okkur hangir mynd af Sauðárkróki og Mælifellinu hinu tignarlega fjalli sem skipið okkar heitir eftir. Á vissan hátt erum við hér sem heima. Næsta höfn er Flateyri, og við erum í mynni Önundar- fjarðar nokkru eftir miðnætti. Þar er látið reka undan Ingj- aldssandi. Þeirri vel og mynd- arlega byggðu sveit. Að bryggju verður ekki farið fyrr en að morgni, enda mun ekki unnið við losun fyrr en að morgni á venjulegum vinnu- tíma. Ónafngreindur smyrjari telur þetta óþarfa töf og býðst til þess að lóðsa skipið að bryggju, en það er afþakk- að kurteislega. Í býtið um morguninn er loks lagst að bryggju á Flateyri og þar tek- ur á móti okkur Gunnlaugur Finnsson ásamt harðsnúnu liði bænda og verkamanna. Á Flateyri fæst úrvals harðfisk- ur, bæði hjá kaupfélaginu og Haraldi Jónssyni og kokkur- inn kaupir hnoðmör. Eftir alltof stuttan tíma er losun lokið og út er haldið fyrir Barðann og inn til Þing- eyrar. Á Gerðhömrum yst við Dýrafjörð bjó Jón Oddsson sem, framleiddi úrvals harð- fisk milli þess að hann lá á grenjum eða risti grásleppur á kvið. Þingeyringar afgreiða okk- ur á skömmum tíma, og á laugardegi 7. nóv. er hringn- um lokað. Kl. 19.30 klýfur stefni Mælifellsins öldur Dýrafjarðar móti nýjum áfangastað. Það er aftur Ivigtut. Meira grjór. Nýr túr er hafinn. SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Skrúfupressur lofthreinsibúnaður - loftkútar - loftsíur lofttengibúnaður - loftþurrkarar Ýmsar stærðir! Hafið samand við sölumann. Meðal verkefna Mælifellsins var að flytja norðlenska töðu til Noregs. Hér er heyinu skipað upp í Mosjöen. Plastprent lagði Krabbameins- félaginu lið í október og seldi poka merktan Bleiku slauf- unni til viðskiptavina sinna. Um var að ræða BLEIKANN POKA sem minnti fólk á átakið og seldust alls 20.000 pokar á tímabilinu. Plastprent styrkti Krabba- meinsfélagið um 5 krónur á hvern seldann poka og af- henti Ragnheiði Haraldsdótt- ur, forstjóra Krabbameins- félagsins, bleika ávísun upp á 100.000 krónur. „Okkur fannst einstaklega gaman að taka þátt í verkefninu Bleiku slaufunni með Krabbameins- félaginu og hugum á frekara samstarf í náinni fram- tíð,“,sögðu fulltrúar Plast- prents við afhendinguna. Krabbameinsfélagið fær bleika ávísun F R É T T I R Í S I G L I N G U M

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.