Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 42

Ægir - 01.10.2011, Síða 42
42 F R É T T I R Skipaskrá- og sjómannaalm- anak Áraklóar komin út Ný Skipaskrá- og sjómanna- almanak fyrir árið 2012 er komin út. Bókinni er dreift frítt til útgerða skipa og báta í rekstri, einnig til fram- kvæmda- og útgerðarstjóra stærri fyrirtækja, auk fleiri að- ila. Útgefandi er fyrirtækið Árakló slf. og er þetta sjötta útgáfa þess. Auglýsingar kosta bókina. Skipaskráin og sjómanna- almanakið er hefðbundin handbók sjómanna með upp- lýsingum um sjávarföll, vita- og sjómerki, veður og sjólag, fjarskipti, öryggismál og fleira. Lagakaflinn er á geisla- diski, sem fylgir bókinni. Í skipaskrá eru öll skip og bátar sem eru á skrá hjá Sigl- ingastofnun. Skránni er skipt í tvo hluta, mynda- og texta- skrá. Í myndaskrá eru skip og bátar sem eru í rekstri. Í textaskrá eru einnig upplýs- ingar um önnur skip og báta. Á diskinum eru auk laga- kaflans ýmis kort og eyðu- blöð. Einnig línurit yfir sjávar- föll til margra ára frá átján stöðum á landinu og meira en þúsund stöðum á jörðinni. Dreifingu bókarinnar lýkur fyrir áramót. SKIPAÞJÓNUSTA EINARS JÓNSSONAR EHF Laufásvegi 2a • 101 Reykjavík • Gsm: 892 1565 • Sími: 552 3611 • Fax: 562 4299 Útgerðarmenn . . . ! Látið okkur sjá um reglulegt viðhald á skipum ykkar og bátum. Sérhæfum okkur í viðhaldi á vinnsludekkjum. Fiskvinnslustöðar . . . Háþrýstiþvottur og sandblástur. Alhliða viðgerðir á þökum og veggjum. Föst verðt i lboð --- Margra ára reynsla --- Le i t ið upplýs inga Málun og einangrun skipa Togarinn Þórunn Sveinsdóttir VE er nýjasta fiskiskip þjóðarinnar af stærri gerð- inni. Skipið kom til landsins um síðustu jól. Upplýsingar um skipið er að sjálf- sögðu að finna í bók Áraklóar. Mynd: Tryggvi Sigurðsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.