Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 46

Ægir - 01.10.2011, Síða 46
46 T Í M A M Ó T „Þrátt fyrir að hafa fylgst með störfum Fiskifélagsins og Fiskiþings árum saman kom það mér á óvart, þegar við fór- um að taka saman efni í þessa bók, hvað Fiskifélagið var gífurlega öflugt á sínum tíma. Það var í raun og veru ígildi ráðuneytis og má segja að félagið hafi í raun mótað stefnu Íslendinga í sjávarút- vegsmálum um árabil,“ segir Hjörtur Gíslason annar tveggja höfunda bókarinnar Undir straumhvörfum, hundrað ára saga Fiskifélags Íslands sem er nýkomin út. Bókin er um 500 blaðsíður, ríkulega mynd- skreytt og formála rita þeir Ólafur Ragnar Grímsson for- seti Íslands og Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Það er útgáfufélagið Völuspá, undir stjórn Jóns Hjaltasonar sem sér um útgáfu bókarinnar fyrir Fiskifélagið en Jón er jafn- framt hinn höfundur bókarinn- ar. Þeir Hjörtur og Jón skiptu með sér verkum við ritun sögunnar þannig að Jón fjallar um fyrri hluta tímabilsins en Hjörtur um þann síðari. Við ritun fyrri hluta sögunnar var fyrst og fremst stuðst við gögn úr fórum félagsins og samtímaheimildir eins og blöð, tímarit og Alþingistíð- indi, en þegar kemur fram á seinni hlutann verða efnistök- in meira blaðamennskuskotin og byggja meðal annars á munnlegum heimildum og viðtölum við fyrrum formenn félagsins og fiskimálastjóra. Fyrirmyndin sótt til bænda Fiskifélag Íslands var stofnað á Hótel Íslandi í Reykjavík þann 20. febrúar árið 1911. Jón segir að við stofnun félagsins hafi menn talið þörf á að sameina krafta þeirra sem stunduðu sjómennsku. Mjög var horft til samtaka bænda sem talið var að hefðu náð góðum árangri í sam- skiptum við Alþingi og fjár- veitingavaldið. „Sjómenn horfðu töluvert til bænda á þessum árum og þeir voru alltaf nefndir sem dæmi um það sem hægt væri að ná fram ef allir í greininni stæðu saman,“ segir Jón. Hann segir að landhelgis- málið hafi brunnið mjög á Ís- lendingum á þessum árum Frá Fiskiþingi árið 1987. Fiskiþing sótti fólk af öllum sviðum sjávarútvegsins, bæði sjómenn og landverkafólk. Hundrað ára saga Fiskifélags Íslands komin út: Fiskifélagið var ígildi ráðu- neytis í sjávarútvegsmálum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.