Ægir - 01.10.2011, Page 48
48
Fundist hafa hátt á fjórða
hundrað tegundir fiska innan
200 mílna efnahagslögsög-
unnar við Ísland. Örlögin ætl-
uðu Gunnari Jónssyni fiski-
fræðingi að gera að ævistarfi
sínu að stúdera allt þetta
fiskasafn, greina nýjar teg-
undir, gefa þeim nöfn og
skrifa um fiska fyrir leika og
lærða. Dyggir lesendur Ægis
nutu um árabil þekkingar
Gunnars. Hann skrifaði hér
um sjaldgæfa fiska; mikið les-
ið og vinsælt efni. Þökk sé
honum fyrir framlagið.
Fjölvaútgáfan sendi frá sér
Íslenska fiska eftir Gunnar ár-
ið 1983, yfir 500 blaðsíðna
uppflettirit sem margir áttu
eftir að sækja fróðleik í. Bók-
in var endurútgefin hjá sama
forlagi 1992. Vaka-Helgafell
gaf síðan Íslenska fiska út
2006, litprentað glæsirit í
stóru broti. Að þeirri útgáfu
unnu Gunnar og Jónbjörn
Pálsson fiskifræðingur í sam-
einingu. Nú stendur til að
gefa Íslenska fiska út í fjórða
sinn á vegum þriðja forlags-
ins, JPV! Gunnar og Jónbjörn
hafa unnið að undirbúningi
útgáfunnar undanfarna mán-
uði og sjálf prentvinnsla hefst
senn.
Þjóðskrá lögsögunnar
„Nýja bókin verður minni um
sig en sú sem Vaka-Helgafell
gaf út á sínum tíma. Við
þjöppum efninu saman en
bætum jafnframt við tegund-
um sem fundist hafa frá því
Sjöfn á Akureyri eign-
aðist nöfnu í skötulíki
Fiskifræðingarnir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson eru meðal sérfróðustu manna landsins þegar kemur að torkennilegum fiskum sem koma úr djúpinu við landið.
V I Ð T A L I Ð