Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 3

Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 3
Biskup minntist einnig frú Sigríðar Stefánsdóttur, konu sr. Gunnars Árnasonar, en hún var nýlega látin. Þingmenn vottuðu eiginmanni hennar og fjölskyldu samúð og heiðruðu minningu hennar. Þá gat biskup þess, að mannaskipti hefðu orðið á stóli kirkjumálaráðherra. Tjáði hann jóhanni Hafstein þakkir fyrir góðvild og lipurð og sérstaklega fyrir þátt hans í setningu nýrra laga um skipun prestakalla og prófastsdæma og um kristnisjóð. Frú Auður Auðuns, nýskipaður kirkjumálaráðherra, var viðstödd þingsetninguna og bauð biskup hana velkomna til starfa. "Vér trúum þvíj að hin fyrsta kona, sem falin er ábyrgð ráðherraembættis á íslandi, muni góðu heilli og giptusamlega láta til sín taka um kirkjunnar mál. Guð styrki hana til þess og í sérhverju góðu verki" Frú Auður ávarpaði þingið og reeddi hlýlegum orðum um mikil- vægt starf kirkjunnar með þjóðinni. Á þessum fyrsta fundi var kosin kjörbréfanefnd. Kosnir voru eftir uppástungu biskups: Sr. Bjarni Sigurðsson, Ástráður Sigursteindórsson, sr. Sigurður Kristjánsson, sr. Pétur Ingjaldsson, Þórður Tómasson. Þetta 7. Kirkjuþing var hið fyrsta á nýju kjörtímabili, en kjörtímabilið er hið þriðja í sögu þingsins. Tiltölulega margir fulltrúanna eru nýkjörnir, alls 10 aðalfulltrúar, en einn þeirra hefur setið á þingi áður, á 1. kjörtímabili þess.' Þingfundir og önnur þingstörf fóru fram í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Þeir hófust jafnan með því, að sunginn var sálmur og biskup las ritningarkafla og bað bænar. Almennir þingfundir voru alls lþ. Á 2. fundi, þegar kjörbréf höfðu verið úrskurðuð, voru kjörnir 1. og 2. varaforseti. Kjörnir voru: Sr. Gunnar Árnason og sr. Eiríkur J. Eiríksson.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.